Fréttir vikunnar: Bandaríkin vildu Birgittu og Eiður slapp við skýrslutöku Boði Logason skrifar 9. janúar 2011 21:00 Ástþór Magnússon boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu, stóra HM-málið og fjölmennt karaókímaraþon var meðal þess sem bar hæst í fréttum vikunnar. Á mánudaginn kom rúmlega tvítugur karlmaður á lögeglustöðina á Selfossi og sagðist hafa orðið fyrir hópárás á nýársnótt. Auglýst var eftir vitnum að árásinni sem var gerð af tilefnislausu þegar maðurinn var einn á gangi.Ástþór Magnússon og Jón P. Líndal samstarfsmaður hans, voru að fá sér plokkfisk í hádegismat þegar óeinkennisklæddir lögregluþjónar koma upp að þeim og boða Ástþór í skýrslutöku hjá lögreglunni. Ástþór fór af fúsum og frjálsum vilja í skýrslutökuna en hafði vikuna áður einnig verið boðaður í skýrslutöku en hundsað það boð. Ekki fylgdi fréttinni hvort þeir félaga náðu að klára plokkfiskinn.Tveir í gæsluvarðhald Á þriðjudaginn sögðum við frá því að þolendur tveggja fólskulegra líkamsárása í Reykjavík í kringum áramótin séu enn á sjúkrahúsi og óvíst var hvenær þeir yrðu útskrifaðir af sjúkrahúsi. Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. febrúar næstkomandi vegna skotárásar í Bústaðarhverfi á aðfangadag. Lögreglan fór einnig fram á gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum, sem hafa játað aðild sína að málinu og setið í gæsluvarðhaldi frá 25. desember, en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst ekki á þá kröfu. Þá var mikið óveður víða um land og undir Eyjafjöllum var varað við grjótfoki. Varðstjóri lögreglunnar sagði veðrið vera svakalegt.Fleiri láta brenna sig Á miðvikudag kom fram á Vísi að lögreglan á Akureyri taldi fullvíst að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu helgina áður. Fjögur ungmenni björguðust naumlega út eftir að vegfarandi hafði vakið þau. Enginn lá undir grun og engin vitni eru um mannaferðir í kringum húsið rétt áður en kviknaði í.Líkbrennsla hefur færst í vöxt síðustu ár og er svo mikið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur. Þá var tvítugur karlmaður handtekinn vegna ránstilraunar í útibúi Arion banka á miðvikudagsmorgun. Hann var handtekinn eftir ábendingar frá almenningi og játaði svo í yfirheyrslum að hafa rænt bankann.Ari Edwald hafnaði boði Páls Magnússonar um að kaupa sýningarréttinn af 365Tilboð Páls framhald af áramótaskaupinuÁ fimmtudag kom fram að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu, var fluttur á réttargæsludeildina að Sogni.Páll Magnússon gerði 365 tilboð í sýningarréttinn að HM í handbolta. Hann sendi Ara Edwald tölvupóst þess efnis en fjölmiðlar fengu bréfið á sama tíma. Ari Edwald sagðist líta á tilboðið sem sprell og framhald af áramótaskaupinu.Björk Guðmundsdóttir var ein þeirra sem stóð fyrir karaókímaraþoni til þess að fá 35 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Fjölmargir tóku lagið, þar á meðal Jón Gnarr, Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson. Björk sagði að hópurinn myndi ekki hætta að syngja fyrr en takmarkinu væri náð, eða 35 þúsund undirskriftir. Í dag, sunnudag, hafa yfir 45 þúsund manns skrifað undir.Ekki hringt í Eið Smára Á föstudag sögðum við frá óveðrinu sem geysaði um landið. Ófært var bíða og þá voru björgunarsveitir að aðstoða íbúa vítt og dreift um landið.Aðalmeðferð í máli Eiðs Smára gegn blaðamanni og ritstjórum DV fór fram þennan dag. Eiður Smári bar ekki vitni, en lögmaður hans sagði í samtali við Fréttatímann að hann myndi bera vitni símleiðis. Ákveðið var í dómsal að hætta við skýrslutökuna yfir Eiði þar sem talið var að hún bætti engu við það sem þegar hafi legið fyrir í málinu. Lögmaður Eiðs Smára sagði það siðlausa blaðamennsku að flytja fréttir af einkamálum hans en lögmaður blaðamanns DV sagði að það yrði stríðsástand ef Eiður myndi sigra.Bandaríkin vilja Birgittu Unglingur í Vestmannaeyjum slapp heldur betur með skrekkinn á laugardag þegar að flugeldur sprakk í andliti hans. Augað slapp alveg en unglingurinn var að fikta við að taka flugeldana í sundur. Við sögðum einnig frá því á laugardag að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar. Birgitta sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Vísis að það væri ólíðandi að vera sett undir hatt glæpamanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið væri alvarlegt og ætlaði að skoða það. Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
Ástþór Magnússon boðaður í skýrslutöku hjá lögreglu, stóra HM-málið og fjölmennt karaókímaraþon var meðal þess sem bar hæst í fréttum vikunnar. Á mánudaginn kom rúmlega tvítugur karlmaður á lögeglustöðina á Selfossi og sagðist hafa orðið fyrir hópárás á nýársnótt. Auglýst var eftir vitnum að árásinni sem var gerð af tilefnislausu þegar maðurinn var einn á gangi.Ástþór Magnússon og Jón P. Líndal samstarfsmaður hans, voru að fá sér plokkfisk í hádegismat þegar óeinkennisklæddir lögregluþjónar koma upp að þeim og boða Ástþór í skýrslutöku hjá lögreglunni. Ástþór fór af fúsum og frjálsum vilja í skýrslutökuna en hafði vikuna áður einnig verið boðaður í skýrslutöku en hundsað það boð. Ekki fylgdi fréttinni hvort þeir félaga náðu að klára plokkfiskinn.Tveir í gæsluvarðhald Á þriðjudaginn sögðum við frá því að þolendur tveggja fólskulegra líkamsárása í Reykjavík í kringum áramótin séu enn á sjúkrahúsi og óvíst var hvenær þeir yrðu útskrifaðir af sjúkrahúsi. Tveir karlmenn voru úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. febrúar næstkomandi vegna skotárásar í Bústaðarhverfi á aðfangadag. Lögreglan fór einnig fram á gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum, sem hafa játað aðild sína að málinu og setið í gæsluvarðhaldi frá 25. desember, en dómari Héraðsdóms Reykjavíkur féllst ekki á þá kröfu. Þá var mikið óveður víða um land og undir Eyjafjöllum var varað við grjótfoki. Varðstjóri lögreglunnar sagði veðrið vera svakalegt.Fleiri láta brenna sig Á miðvikudag kom fram á Vísi að lögreglan á Akureyri taldi fullvíst að kveikt hafi verið í íbúðarhúsi við Eiðsvallagötu helgina áður. Fjögur ungmenni björguðust naumlega út eftir að vegfarandi hafði vakið þau. Enginn lá undir grun og engin vitni eru um mannaferðir í kringum húsið rétt áður en kviknaði í.Líkbrennsla hefur færst í vöxt síðustu ár og er svo mikið að fimmti hver Íslendingur er brenndur eftir andlát. Þegar litið er til Kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæma einvörðungu er hlutfallið hins vegar enn hærra, en þriðji hver sem deyr á því svæði er brenndur. Þá var tvítugur karlmaður handtekinn vegna ránstilraunar í útibúi Arion banka á miðvikudagsmorgun. Hann var handtekinn eftir ábendingar frá almenningi og játaði svo í yfirheyrslum að hafa rænt bankann.Ari Edwald hafnaði boði Páls Magnússonar um að kaupa sýningarréttinn af 365Tilboð Páls framhald af áramótaskaupinuÁ fimmtudag kom fram að Gunnar Rúnar Sigurþórsson, sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana á heimili sínu, var fluttur á réttargæsludeildina að Sogni.Páll Magnússon gerði 365 tilboð í sýningarréttinn að HM í handbolta. Hann sendi Ara Edwald tölvupóst þess efnis en fjölmiðlar fengu bréfið á sama tíma. Ari Edwald sagðist líta á tilboðið sem sprell og framhald af áramótaskaupinu.Björk Guðmundsdóttir var ein þeirra sem stóð fyrir karaókímaraþoni til þess að fá 35 þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra. Fjölmargir tóku lagið, þar á meðal Jón Gnarr, Bubbi Morthens og Ómar Ragnarsson. Björk sagði að hópurinn myndi ekki hætta að syngja fyrr en takmarkinu væri náð, eða 35 þúsund undirskriftir. Í dag, sunnudag, hafa yfir 45 þúsund manns skrifað undir.Ekki hringt í Eið Smára Á föstudag sögðum við frá óveðrinu sem geysaði um landið. Ófært var bíða og þá voru björgunarsveitir að aðstoða íbúa vítt og dreift um landið.Aðalmeðferð í máli Eiðs Smára gegn blaðamanni og ritstjórum DV fór fram þennan dag. Eiður Smári bar ekki vitni, en lögmaður hans sagði í samtali við Fréttatímann að hann myndi bera vitni símleiðis. Ákveðið var í dómsal að hætta við skýrslutökuna yfir Eiði þar sem talið var að hún bætti engu við það sem þegar hafi legið fyrir í málinu. Lögmaður Eiðs Smára sagði það siðlausa blaðamennsku að flytja fréttir af einkamálum hans en lögmaður blaðamanns DV sagði að það yrði stríðsástand ef Eiður myndi sigra.Bandaríkin vilja Birgittu Unglingur í Vestmannaeyjum slapp heldur betur með skrekkinn á laugardag þegar að flugeldur sprakk í andliti hans. Augað slapp alveg en unglingurinn var að fikta við að taka flugeldana í sundur. Við sögðum einnig frá því á laugardag að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafi farið fram á að samskiptasíðan Twitter afhendi ráðuneytinu allar færslur Birgittu Jónsdóttur þingmanns Hreyfingarinnar og aðrar persónuupplýsingar hennar. Birgitta sagði í hádegisfréttum Stöðvar 2 og Vísis að það væri ólíðandi að vera sett undir hatt glæpamanns. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að málið væri alvarlegt og ætlaði að skoða það.
Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira