Innanríkisráðherra segir mál Birgittu alvarlegt Heimir Már Pétursson skrifar 8. janúar 2011 18:30 Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira
Innanríkisráðherra segir það alvarlegt mál að bandarísk yfirvöld óski eftir persónuupplýsingum íslensks þingmanns sem sæti eigi í utanríkismálanefnd Alþingis. Dómstóll vestra hefur krafist þess að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn um Birgittu Jónsdóttur þingmann Hreyfingarinnar og hafa allir helstu fjölmiðlar heims greint frá þessu í dag. Dómstóll í Virginíufylki í Bandaríkjunum krafðist þess hinn 14. desember að Twitter samskiptasíðan afhenti öll gögn Birgittu Jónsdóttur á síðunni, sem og bakgrunnsupplýsingar eins IP númer tölvu hennar og möguega aðra reikninga Birguttu á Twitter. Einnig krefst dómstóllinn ganga um Julian Assange forráðamann Wikileaks og Bradley Mannings hermannsins sem afhenti Wikileaks 250 þúsund skjöl Bandaríkjahers. Birgitta segist nú kanna réttarfarsstöðu sína sem þingmanns. „Ég hef verið í sambandi við lögfræðinga í Bandaríkjunum og mun fara nánar yfir þetta með þeim á mánudaginn. Ég fékk að vita þetta seint í gærkvöldi og var til klukkan fimm í morgun að ræða við lögfræðinga á vesturströndinni í Bandaríkjunum," segir Birgitta. Twitter gaf Birgittu 10 daga til að bregðast við kröfunni, áður en síðan afhendir gögnin og segir Birgitta síðuna þar með hafa varið sinn viðskiptavin. Í raun og veru fóru bandarísk yfirvöld fram á það að fá þessar upplýsingar um mig og aðra án þess að við vissum af því og gáfu Twitter þriggja daga frest í desember. Þeir börðust gegn því og þess vegna veit ég af málinu og get brugðist við því," segir Birgitta. Og það ætlar hún að gera með hjálp mannréttindalögmanna í Bandaríkjunum. Hún þurfi að fá að vita hvort hún geti farið til Bandaríkjanna án þess að eiga á hættu að vera færð til yfirheyrslu og svift gögnum, en hún á að halda ræðu á ráðstefnu um upplýsingafrelsi í Bandaríkjunum næsta sumar. „Eins og staðan er í dag myndi ég ekki treysta mér til þess. Við verðum að hafa í huga að mjög háttsettir bandarískir leiðtogar hafa bæði kallað eftir því að Julian Assange verði líflátinn án dóms og laga og jafnframt hefur varaforseti Bandaríkjanna líkt Wikileaks við hryðjuverkasamtök," segir þingmaðurinn. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra ræddi við Birgittu í síma í morgun og ætlar að afla sér nánari upplýsinga um málið, áður en hann fundar með henni í byrjun næstu viku. „Hún er íslenskur alþingismaður, hún á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis. Það er verið að óska eftir gögnum, persónulegum gögnum að hálfu bandarískra dómsmálayfirvalda. Það í sjálfu sér er alvarlegt mál og ástæða til að fylgjast með framvindunni og hugsanlega reyna að hafa einhver áhrif á hana," segir innanríkisráðherra. Ögmundur segir lekamál Wikileaks ekkert einkamál Bandaríkjanna. Málið snúist um tjáningarfrelsi og gagnsæi. "Og þær upplýsingar sem komið hafa fram og hefur verið lekið, t.d. frá stríðssvæðunum í Írak og Afganistan hafa ekki skaðað neinn nema þá sem ódæðin fremja," segir Ögmundur. Birgitta ræddi málið við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í dag sem ætlar eins og Ögmundur að skoða þetta mál.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Fleiri fréttir Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Sjá meira