Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 07:30 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur náð langt á undanförnum árum.fréttablaðið/pjetur „Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson. Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson.
Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira