Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 07:30 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur náð langt á undanförnum árum.fréttablaðið/pjetur „Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson. Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson.
Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Fram | Bikarinn á loft á Hlíðarenda? Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira