Þórir Hergeirsson: Mun syngja báða þjóðsöngvana Sigurður Elvar Þórólfsson í Santos skrifar 6. desember 2011 07:30 Selfyssingurinn Þórir Hergeirsson er þjálfari norska landsliðsins sem hefur náð langt á undanförnum árum.fréttablaðið/pjetur „Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson. Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira
„Ísland er besta handboltaþjóð í heimi miðað við höfðatölu. Það er engin spurning. Miðað við fjárhag og mannfjölda þá er það enginn vafi. Það er hægt að komast langt á hefð og vinnusemi. Ég nota það sem ég þekki frá Íslandi á mína leikmenn – það sem snýr að vinnusemi og dugnaði. Það er eitt af einkennum Íslendinga,“ sagði Þórir Hergeirsson, þjálfari norska landsliðsins í handbolta. Þórir er í afar sérstakri stöðu í kvöld þegar hann mætir íslenska liðinu en Þórir er fæddur á Selfossi en hefur búið í Noregi í áratugi. „Þetta verður mjög sérstakt og skemmtilegt. Ég mun syngja báða þjóðsöngvana fyrir leikinn. Ég syng alltaf íslenska þjóðsönginn.“ Stórstígar framfarirVirðing er það fyrsta sem Þórir nefnir þegar hann er spurður um viðureign Noregs og Íslands á HM í kvöld. „Ég segi það oft í Noregi að maður þarf ekkert mikið til þess að vera góður í íþróttum. Þú þarft vilja, reima á þig skóna og finna vegg til þess að kasta í. Íslendingar eru snillingar í að gera mikið úr því litla sem þeir hafa. Íslenskur kvennahandbolti hefur tekið miklum framförum undanfarin ár. Leikur þeirra er agaður og þær fara langt á því. Liðið er líkamlega sterkt lið, sem spilar fast og þolir mikið. Það er hins vegar spurning um hvernig liðinu tekst að gera það í fleiri leikjum á svona stórmóti. Það þarf að venjast því og fá reynslu í að gera slíkt. Í þessum tveimur leikjum sem ég hef séð þá hafa þær mætt ólíkum liðum og það var greinilegt að Ísland hafði ekki reynslu af því að leika gegn liði á borð við Angóla. Mér finnst íslenska liðið spennandi, það er góður agi í liðinu, góð liðsheild og góður mórall. Ísland er andstæðingur sem við tökum alvarlega og berum virðingu fyrir.“ Gert mikið úr litluÞórir segir að það sé í raun ótrúlegt hve langt Ísland hafi náð í alþjóðlegum handbolta miðað við það fjármagn sem HSÍ hefur úr að moða á hverjum tíma. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman. Við erum með ársveltu hjá A-landsliði kvenna sem nemur 160-200 milljónum íslenskra króna og okkur finnst það ekki nóg,“ sagði Þórir en til samanburðar má nefna að heildarársvelta HSÍ er rétt rúmlega 100 milljónir kr. Miklar væntingarMarkmið norska liðsins eru einföld og háleit. Og það er í raun ekki Þórir sem setur þessi markmið. Það gerir norska handknattleikssambandið. „Á ársþingi norska handknattleikssambandsins er tekin ákvörðun um slíkt,“ útskýrir Þórir. „Þar er einfaldlega samþykkt að stefna að því að kvennalandsliðið spili til verðlauna á öllum stórmótum. Og þegar ég segi já um að taka að mér þetta starf þá eru þetta viðmiðin. Maður verður bara að lifa við þær væntingar sem gerðar eru til okkar.“ Lið Noregs er talsvert breytt frá síðustu árum en það setur sér sín eigin markmið líka. „Í liðinu sjálfu eru innri markmiðssetningar sem fara aldrei út fyrir hópinn. Við erum með lið sem er slípast saman, enda töluverðar breytingar á leikmannahópnum. Ég hef ekki haft langan tíma með hópinn eins og hann er í dag. Nýir leikmenn og aðrir sem hafa fengið önnur hlutverk en áður. Það hefur vantað stöðugleika hjá okkur en ef allt gengur vel þá gætum við leikið um verðlaun á þessu móti,“ sagði Þórir Hergeirsson.
Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Sjá meira