Sóley mótmælir hugmyndum um einkavæðingu OR 28. janúar 2011 09:57 Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, mótmælir harðlega hugmyndum stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur um að æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið. Stjórnarfundur Orkuveitunnar hófst nú klukkan níu og stendur til ellefu. Sóley gaf út fyrir fundinn að á honum myndi hún leggja fram tillögu þar sem hún krefst þess að eigendafundur verði kallaður saman til að fara yfir viðbrögð við einkavæðingarstefnu stjórnarformannsins. Sóley segir það skjóta skökku við að vilja færa fyrirtækið úr höndum sveitafélagsins og til einkaaðila, nú þegar almenningur gerir æ ríkari kröfu um opinbert eignarhald á auðlindum, virkjunum og orkufyrirtækjum og ríkisvaldið berst við að vinda ofanaf einkavæðingu lítils orkufyrirtækis á Suðurnesjum. Hún bendir á að sú krafa hafi ekki síst verið reist af kjörnum fulltrúum Besta flokksins. Áhrif þessara yfirlýsinga á stöðu fyrirtækisins gagnvart lánadrottnum er umhugsunarverð að mati Sóleyjar, en þeir hafa hingað til getað treyst á bakábyrgð borgarsjóðs. Ennfremur bendir hún á að einhverjir kunni að spyrja sig hversu öruggt það er að taka þátt í endurfjármögnun fyrirtækisins þegar möguleiki kynni að opnast á að kaupa það að hluta eða í heild. „Hér hlýtur því að vera um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða, bæði við yfirlýsta stefnu fyrirtækisins og þá vinnu sem átt hefur sér stað af hálfu eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Þá vakna spurningar um hvort nægilegt traust ríki milli meirihluta borgarstjórnar og stjórnarformanns til að hann geti gengt hlutverki sínu áfram," segir Sóley sem vonast til að eigendafundur verði haldinn hið fyrsta. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi vinstri grænna, mótmælir harðlega hugmyndum stjórnarformanns Orkuveitu Reykjavíkur um að æskilegt sé að einkavæða fyrirtækið. Stjórnarfundur Orkuveitunnar hófst nú klukkan níu og stendur til ellefu. Sóley gaf út fyrir fundinn að á honum myndi hún leggja fram tillögu þar sem hún krefst þess að eigendafundur verði kallaður saman til að fara yfir viðbrögð við einkavæðingarstefnu stjórnarformannsins. Sóley segir það skjóta skökku við að vilja færa fyrirtækið úr höndum sveitafélagsins og til einkaaðila, nú þegar almenningur gerir æ ríkari kröfu um opinbert eignarhald á auðlindum, virkjunum og orkufyrirtækjum og ríkisvaldið berst við að vinda ofanaf einkavæðingu lítils orkufyrirtækis á Suðurnesjum. Hún bendir á að sú krafa hafi ekki síst verið reist af kjörnum fulltrúum Besta flokksins. Áhrif þessara yfirlýsinga á stöðu fyrirtækisins gagnvart lánadrottnum er umhugsunarverð að mati Sóleyjar, en þeir hafa hingað til getað treyst á bakábyrgð borgarsjóðs. Ennfremur bendir hún á að einhverjir kunni að spyrja sig hversu öruggt það er að taka þátt í endurfjármögnun fyrirtækisins þegar möguleiki kynni að opnast á að kaupa það að hluta eða í heild. „Hér hlýtur því að vera um alvarlegan trúnaðarbrest að ræða, bæði við yfirlýsta stefnu fyrirtækisins og þá vinnu sem átt hefur sér stað af hálfu eigendanefndar Orkuveitu Reykjavíkur. Þá vakna spurningar um hvort nægilegt traust ríki milli meirihluta borgarstjórnar og stjórnarformanns til að hann geti gengt hlutverki sínu áfram," segir Sóley sem vonast til að eigendafundur verði haldinn hið fyrsta.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira