Hirðingjahattur Benedikts sextánda páfa fauk af honum í gær þegar mikill stormur skall á þar sem hann predikaði af krafti utandyra á Spáni á lokaathöfn dags unga fólksins í gærkvöld.
Mikill hiti hafði verið á svæðinu allan daginn en þegar páfinn steig í stólinn þykknuðu skýin og eldingum laust niður allt um kring.
Dagur unga fólksins er kaþólsk hátíð sem hundruð þúsunda ungmenna frá öllum löndum flykkjast að til að taka þátt í. Páfinn hefur nú snúið aftur á svæðið eftir storminn en hátíðin er haldinn á herflugvelli fyrir utan Madríd.
Hatturinn fauk af páfanum
