Stofnfjáreigendur anda léttar: Mamma svaf ekkert í nótt Helga Arnardóttir skrifar 21. janúar 2011 19:50 Ívar Trausti Jósafatsson, sonur Ólafar Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna. Í lok árs 2007 var stofnfjáreigendum Byrs boðið að taka þátt í 12,7 milljarða stofnfjárútboði. Glitnir fjármagnaði kaupin. Ólöf Þóranna Hannesdóttir ellilífeyrisþegi 79 ára átti um 1100 þúsund krónur í stofnfé fyrir útboðið. Byr hvatti hana til að taka þátt í útboðinu.Ýtin sölumennska „Við fórum í mjög vel yfir það hvort það borgaði sig að taka þátt í þessu útboði. Eftir góðan umhugsunarfrest þá var ákveðið að taka ekki þátt. Þrátt fyrir að þetta væri þokkalega ýtin sölumennska í gangi þarna," segir Ívar Trausti Jósafatsson sonur Ólafar. Ívar segir starfsmenn Byrs og Glitnis hafa beitt miklum þrýstingi. Í bréfi frá Byr er vakin athlygli á að ef stofnfjáreigandi nýtir ekki rétt sinn til kaupa á nýju stofnfé í útboðinu myndi „eignarhlutur hans í sparisjóðnum þynnast um 86,20%" „Manni leið hálfpartinn eins og maður væri að gera henni miska með því að vera ekki með í þessu útboði." Ólöf ákvað því að taka lán í erlendri mynt hjá Glitni uppá tæplega 13 milljónir til að fjármagna kaupin.Verðlaus við hrunið „Þegar henni var boðið upp á þessi lán þá var það gert á þeirri forsendu að áhættan væri bara bundin við stofnfjárbréfin sem slík sem keypt skyldu. Á þeim forsendum tókst hún á hendur þessa skuldbindingu," segir Hróbjartur Jónatansson verjandi Ólafar. Bréfin urðu verðlaus við efnahagshrunið og sparisjóðurinn tekinn yfir í fyrra. Íslandsbanki höfðaði mál á hendur Ólöfu og krafði hana um greiðslu lánsins sem gjaldféll í október 2009. Ólöf var hins vegar sýknuð í prófmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og þarf ekki að greiða lánið til baka. „Hún svaf ekkert í nótt en var verulega létt við að heyra fréttirnar og mér líka fyrir hennar hönd. Þetta var verulega mikill sigur," segir Ívar. Í dómi Héraðsdóms segir að Ólöf hafi fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni og því samþykkt lántökuna á röngum forsendum. Þá segir ennfremur að Glitnir banki hafi sýnt af sér alvarlegt skeytingarleysi um hagsmuni stefndu, sem hafði ekki mikla þekkingu á verðbréfaviðskiptum, með því að upplýsa hana ekki um þá áhættu sem fólst í að taka lán til kaupa á svo miklu magni stofnfjárbréfa sem raun ber vitni. Fjórir dómar í dag Þrír dómar til viðbótar féllu í samskonar málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í tveimur þeirra voru tveir stofnfjáreigendur í sparisjóði Norðurlands sýknaðir af kröfu Íslandsbanka og þurfa ekki að greiða af lánum sínum. Í fjórða málinu komst héraðsdómur hins vegar að þveröfugri niðurstöðu og dæmdi Íslandsbanka í hag og gerir stofnfjáreiganda að greiða tæpar þrjár milljónir til bankans. Tengdar fréttir Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Stofnfjáreigandi í BYR ber ekki ábyrgð á lánum sem tekin voru til stofnfjáraukningar samkvæmt dómi Héraðsdóms í dag. Dómurinn segir lántakann hafa fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni sem lánaði fyrir kaupunum. Þungu fargi er létt af tæplega áttræðri konu og fjölskyldu hennar sem áður var gert að greiða 20 milljónir króna. Í lok árs 2007 var stofnfjáreigendum Byrs boðið að taka þátt í 12,7 milljarða stofnfjárútboði. Glitnir fjármagnaði kaupin. Ólöf Þóranna Hannesdóttir ellilífeyrisþegi 79 ára átti um 1100 þúsund krónur í stofnfé fyrir útboðið. Byr hvatti hana til að taka þátt í útboðinu.Ýtin sölumennska „Við fórum í mjög vel yfir það hvort það borgaði sig að taka þátt í þessu útboði. Eftir góðan umhugsunarfrest þá var ákveðið að taka ekki þátt. Þrátt fyrir að þetta væri þokkalega ýtin sölumennska í gangi þarna," segir Ívar Trausti Jósafatsson sonur Ólafar. Ívar segir starfsmenn Byrs og Glitnis hafa beitt miklum þrýstingi. Í bréfi frá Byr er vakin athlygli á að ef stofnfjáreigandi nýtir ekki rétt sinn til kaupa á nýju stofnfé í útboðinu myndi „eignarhlutur hans í sparisjóðnum þynnast um 86,20%" „Manni leið hálfpartinn eins og maður væri að gera henni miska með því að vera ekki með í þessu útboði." Ólöf ákvað því að taka lán í erlendri mynt hjá Glitni uppá tæplega 13 milljónir til að fjármagna kaupin.Verðlaus við hrunið „Þegar henni var boðið upp á þessi lán þá var það gert á þeirri forsendu að áhættan væri bara bundin við stofnfjárbréfin sem slík sem keypt skyldu. Á þeim forsendum tókst hún á hendur þessa skuldbindingu," segir Hróbjartur Jónatansson verjandi Ólafar. Bréfin urðu verðlaus við efnahagshrunið og sparisjóðurinn tekinn yfir í fyrra. Íslandsbanki höfðaði mál á hendur Ólöfu og krafði hana um greiðslu lánsins sem gjaldféll í október 2009. Ólöf var hins vegar sýknuð í prófmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag og þarf ekki að greiða lánið til baka. „Hún svaf ekkert í nótt en var verulega létt við að heyra fréttirnar og mér líka fyrir hennar hönd. Þetta var verulega mikill sigur," segir Ívar. Í dómi Héraðsdóms segir að Ólöf hafi fengið villandi ráðgjöf og ónákvæmar upplýsingar frá Glitni og því samþykkt lántökuna á röngum forsendum. Þá segir ennfremur að Glitnir banki hafi sýnt af sér alvarlegt skeytingarleysi um hagsmuni stefndu, sem hafði ekki mikla þekkingu á verðbréfaviðskiptum, með því að upplýsa hana ekki um þá áhættu sem fólst í að taka lán til kaupa á svo miklu magni stofnfjárbréfa sem raun ber vitni. Fjórir dómar í dag Þrír dómar til viðbótar féllu í samskonar málum í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Í tveimur þeirra voru tveir stofnfjáreigendur í sparisjóði Norðurlands sýknaðir af kröfu Íslandsbanka og þurfa ekki að greiða af lánum sínum. Í fjórða málinu komst héraðsdómur hins vegar að þveröfugri niðurstöðu og dæmdi Íslandsbanka í hag og gerir stofnfjáreiganda að greiða tæpar þrjár milljónir til bankans.
Tengdar fréttir Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Sökk í mýri við Stokkseyri Innlent Fleiri fréttir Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Sjá meira
Stofnfjáreigandi í Byr þarf ekki að greiða Íslandsbanka Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að Ólöfu Þórönnu Hannesdóttur stofnfjáreigenda í Byr beri ekki að endurgreiða Íslandsbanka tæpar 20 milljónir kr. vegna láns sem Ólöf fékk hjá Glitni á sínum tíma til að taka þátt í stofnfjáraukningu Byr árið 2007. 21. janúar 2011 14:22