Tölvan var útbúin sem gagnamiðlari 1. febrúar 2011 08:00 Fartölvan sem fannst í Alþingishúsinu fyrir ári var útbúin sem gagnamiðlari, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu á henni hefur leitt í ljós að ekkert stýrikerfi var inni á henni, þannig að einungis var hægt að ræsa hana með stýrikerfi sem var utan hennar. Tölvan var forrituð með þeim hætti að hún gat tekið við gögnum og sent þau áfram, án þess að þess sæjust nokkur merki í henni eftir að búið var að slökkva á henni. Fartölvan var tengd við tölvukerfi Alþingis frá 28. desember 2009 til 2. febrúar 2010, þegar starfsmaður Alþingis fann hana á skrifstofu nefndasviðs Alþingis. Netsnúra sem tengdist borðtölvu í herberginu hafði verið tekin úr sambandi og tengd við fartölvuna. Tölvan var í gangi þegar komið var að henni en búið var að slökkva á henni þegar lögregla fékk hana í hendur til rannsóknar. Hún reyndist vera auðkennalaus þar sem merkingar höfðu verið máðar af henni. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði Fréttablaðinu að málið væri enn til rannsóknar og óupplýst. „Það er ekki tímabært að segja neitt um gang rannsóknarinnar sem slíkrar á þessari stundu," sagði hann í gær. Enginn hefur réttarstöðu grunaðs manns í málinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Annað tölvumál sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tengist umfjöllun fjölmiðla um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen og Karls Wernerssonar. Þar er ungur piltur, átján ára, grunaður um að hafa stolið tölvugögnum og miðlað þeim áfram til fjölmiðla. Starfsmaður Milestone kærði gagnastuldinn til lögreglu. Pilturinn hafði unnið fyrir Milestone og aðstoðað þar við tölvuvinnslu ýmissa gagna. Lögregla lagði hald á nokkrar tölvur hjá unga manninum og hefur tekist að rannsaka innihald þeirra að mestu leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur rannsóknin skilað nokkrum vísbendingum. Pilturinn sem um ræðir hefur lítillega komið við sögu hjá lögreglu. Hann hefur verið yfirheyrður í þremur málum, þar á meðal þessu. Hann er eini einstaklingurinn sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í þessu máli. Hann dvelur erlendis um þessar mundir. jss@frettabladid.is Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira
Fartölvan sem fannst í Alþingishúsinu fyrir ári var útbúin sem gagnamiðlari, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Rannsókn lögreglu á henni hefur leitt í ljós að ekkert stýrikerfi var inni á henni, þannig að einungis var hægt að ræsa hana með stýrikerfi sem var utan hennar. Tölvan var forrituð með þeim hætti að hún gat tekið við gögnum og sent þau áfram, án þess að þess sæjust nokkur merki í henni eftir að búið var að slökkva á henni. Fartölvan var tengd við tölvukerfi Alþingis frá 28. desember 2009 til 2. febrúar 2010, þegar starfsmaður Alþingis fann hana á skrifstofu nefndasviðs Alþingis. Netsnúra sem tengdist borðtölvu í herberginu hafði verið tekin úr sambandi og tengd við fartölvuna. Tölvan var í gangi þegar komið var að henni en búið var að slökkva á henni þegar lögregla fékk hana í hendur til rannsóknar. Hún reyndist vera auðkennalaus þar sem merkingar höfðu verið máðar af henni. Björgvin Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tjáði Fréttablaðinu að málið væri enn til rannsóknar og óupplýst. „Það er ekki tímabært að segja neitt um gang rannsóknarinnar sem slíkrar á þessari stundu," sagði hann í gær. Enginn hefur réttarstöðu grunaðs manns í málinu, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Annað tölvumál sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tengist umfjöllun fjölmiðla um málefni Eiðs Smára Guðjohnsen og Karls Wernerssonar. Þar er ungur piltur, átján ára, grunaður um að hafa stolið tölvugögnum og miðlað þeim áfram til fjölmiðla. Starfsmaður Milestone kærði gagnastuldinn til lögreglu. Pilturinn hafði unnið fyrir Milestone og aðstoðað þar við tölvuvinnslu ýmissa gagna. Lögregla lagði hald á nokkrar tölvur hjá unga manninum og hefur tekist að rannsaka innihald þeirra að mestu leyti. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur rannsóknin skilað nokkrum vísbendingum. Pilturinn sem um ræðir hefur lítillega komið við sögu hjá lögreglu. Hann hefur verið yfirheyrður í þremur málum, þar á meðal þessu. Hann er eini einstaklingurinn sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í þessu máli. Hann dvelur erlendis um þessar mundir. jss@frettabladid.is
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir „Loforð er loforð og við vonum að þær standi við það“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Sjá meira