Innlent

Gos er ekki að hefjast

Vatnajökull. Mynd/Vilhelm
Vatnajökull. Mynd/Vilhelm
Veðurstofa Íslands hefur gefið það út að engin merki sjást um yfirvofandi gos í Bárðarbungu eða annars staðar á landinu. „Veðurstofan hefur ekki gefið út viðvaranir í kjölfar skjálftavirkni sem var þar um síðastliðna helgi," á vef Veðurstofunnar.

Um helgina mældust allmargir skjálftar við Bárðabungu rétt sunnan við Kistufell í Vatnajökli. Sá stærsti mældist 2,6 á richter. Í síðustu viku mældust tæplega 40 skjálftar á svæðinu og var sá stærsti 3,4 á richter.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×