Innlent

Salernum lokað á Akureyri

Mynd úr safni
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar stendur við ákvörðun sína um lokun almenningssalerna undir kirkjutröppunun vegna opnunar menningarmiðstöðvarinnar Hofs og salerna þar.

Fyrirspurn var lögð fram í viðtalstíma bæjarfulltrúa um miðjan janúar þar sem spurst var fyrir um salernin við kirkjuna og opnun þar í sumar.

„Mikill fjöldi farþega af skipunum fer í miðbæinn, kirkjuna og í Lystigarðinn. Hof muni ekki anna þessu á háannatíma.

Óskað eftir að ákvörðun um lokun salernanna verði endurskoðuð í bæjarráði," segir í fundargerð framkvæmdaráðs frá 4. febrúar þar sem fyrirspurnin var tekin fyrir.

Framkvæmdaráð tók þá endanlega ákvörðun um að staðið verður við lokun salernanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×