Standa fast við kröfu um 200 þúsund króna lágmarkslaun 4. febrúar 2011 11:00 Félagsfólk í Framsýn ákvað að draga aftur samningsumboð frá Starfsgreinasambandinu. Myndin er frá fundinum.Mynd/Framsýn Sökum hægagangs í kjaraviðræðum hefur Framsýn í Þingeyjarsýslum afturkallað samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Framsýn er annað félagið sem fer þá leið að ræða sjálfstætt við Samtök atvinnulífsins (SA) og fetar það í fótspor Verkalýðsfélags Akraness sem ákvað í síðustu viku að fara eigin leið. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, segir að áherslubreytingar SGS í kjaraviðræðum, meðal annars að hætta við kröfu um 200.000 króna lágmarkslaun, sé óviðunandi og því hafi aukaaðalfundur félagsins ákveðið að draga samningsumboðið til baka. „Það er allt í einu tekin ákvörðun innan sambandsins um að fara að horfa til þriggja ára samnings með krónutöluhækkun á lægstu laun og prósentuhækkun fyrir hærri laun. Það hefði leitt til þess að þeir tekjuhærri hefðu fengið meira í vasann en þeir tekjulægri og við sættum okkur ekki við það." Aðalsteinn segir viðræður við atvinnurekendur þegar komnar á fulla ferð og ganga vel. „Það er góður andi í okkar viðræðum og ég get ekki kvartað undan þeim viðbrögðum sem ég hef fengið." Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar SGS, segir að auðvitað sé slæmt að missa menn úr hópnum, en félögum sé frjálst að draga umboð sín til baka hvenær sem er. „Ef þeim finnst þeir vera í betri stöðu einir og sér er það bara gott mál," segir Björn. „Megi þeim ganga vel." Viðræður SGS og SA hafa ekki skilað miklum árangri og eru í biðstöðu eftir síðasta fund, sem var haldinn á miðvikudag. Föst skot hafa gengið manna á milli þar sem krafa SA um að sjávarútvegsmál verði til lykta leidd á Alþingi áður en lengra er haldið í kjaraviðræðum hefur valdið úlfúð innan verkalýðshreyfingarinnar og hjá stjórnvöldum. Í yfirlýsingu frá SGS eftir fundinn á miðvikudag segir að kröfu SA sé „ætlað að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma eitthvað sem þeim ber ekki að gera samkvæmt ákvæðum laga [...]". Standi SA við kröfu sína telur SGS að með því séu lög um meðferð kjaraviðræðna vanvirt og viðræður því árangurslausar.thorgils@frettabladid.is Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Sökum hægagangs í kjaraviðræðum hefur Framsýn í Þingeyjarsýslum afturkallað samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandi Íslands (SGS). Framsýn er annað félagið sem fer þá leið að ræða sjálfstætt við Samtök atvinnulífsins (SA) og fetar það í fótspor Verkalýðsfélags Akraness sem ákvað í síðustu viku að fara eigin leið. Aðalsteinn Baldursson, formaður Framsýnar, segir að áherslubreytingar SGS í kjaraviðræðum, meðal annars að hætta við kröfu um 200.000 króna lágmarkslaun, sé óviðunandi og því hafi aukaaðalfundur félagsins ákveðið að draga samningsumboðið til baka. „Það er allt í einu tekin ákvörðun innan sambandsins um að fara að horfa til þriggja ára samnings með krónutöluhækkun á lægstu laun og prósentuhækkun fyrir hærri laun. Það hefði leitt til þess að þeir tekjuhærri hefðu fengið meira í vasann en þeir tekjulægri og við sættum okkur ekki við það." Aðalsteinn segir viðræður við atvinnurekendur þegar komnar á fulla ferð og ganga vel. „Það er góður andi í okkar viðræðum og ég get ekki kvartað undan þeim viðbrögðum sem ég hef fengið." Björn Snæbjörnsson, formaður samninganefndar SGS, segir að auðvitað sé slæmt að missa menn úr hópnum, en félögum sé frjálst að draga umboð sín til baka hvenær sem er. „Ef þeim finnst þeir vera í betri stöðu einir og sér er það bara gott mál," segir Björn. „Megi þeim ganga vel." Viðræður SGS og SA hafa ekki skilað miklum árangri og eru í biðstöðu eftir síðasta fund, sem var haldinn á miðvikudag. Föst skot hafa gengið manna á milli þar sem krafa SA um að sjávarútvegsmál verði til lykta leidd á Alþingi áður en lengra er haldið í kjaraviðræðum hefur valdið úlfúð innan verkalýðshreyfingarinnar og hjá stjórnvöldum. Í yfirlýsingu frá SGS eftir fundinn á miðvikudag segir að kröfu SA sé „ætlað að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma eitthvað sem þeim ber ekki að gera samkvæmt ákvæðum laga [...]". Standi SA við kröfu sína telur SGS að með því séu lög um meðferð kjaraviðræðna vanvirt og viðræður því árangurslausar.thorgils@frettabladid.is
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira