Alþjóðlegi krabbameinsdagurinn í dag 4. febrúar 2011 08:51 Ragnheiður Alfreðsdóttir segir að á ráðstefnunni í dag verði reynt að skoða stuðning við krabbameinssjúklinga út frá sjónarhóli sjúklingsins og aðstandenda hans Mynd: Anton Brink Um allan heim er fjórði febrúar ár hvert nýttur til að vekja athygli á vörnum gegn krabbameinum og heilbrigðis- og félagslegri þjónustu þeirra sjúklinga sem greinast með krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að krabbamein eru eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni en um 84 milljónir munu látast af völdum krabbameina á árabilinu 2005-2015, ef ekkert er að gert. Alþjóðasamtök um krabbameinsvarnir (UICC) leggja í ár áherslu á að efla aðferðir sem geta létt á sjúkdómsbyrði vegna krabbameina. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir sjúkdóminn og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast. Hér á landi er dagurinn m.a. nýttur til að beina athyglinni að því hvernig best má styðja þá sem fengið hafa krabbamein og aðstandendur þeirra. Í því skyni hefur Krabbameinsfélag Íslands boðað til örráðstefnunnar „Stattu með mér." Á ráðstefnunni verður fjallað um stuðning og samskipti og reynslu þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Þetta er tilraun til að skoða saman frá sjónarhóli sjúklings, aðstandenda og þeirra sem veita stuðninginn með hvaða hætti best sé að sinna þessum mikilvæga þætti. Við erum sannfærð um að það felast mikil tækifæri í að bæta þennan þátt í umönnun sjúklinga, þeim til mikilla hagsbóta," segir Ragnheiður Alfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Ráðstefnan hefst klukkan 15:30 og stendur til 17:30 og verður haldin í Skógarhlíð 8. Allir eru velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands mun setja ráðstefnuna. Nilsína Larsen Einarsdóttir, sem er í lyfjameðferð við eitlakrabbameini, ræðir um stuðning og samskipti í sjúkdómsferlinu. Hinrik Greipsson, sem greinst hefur með krabbamein í blöðruhálskirtli, ræðir um sína reynslu. Birna Einarsdóttir, móðir ungrar konu sem greindist með hvítblæði, ræðir um mikilvægi skipulagðra samskipta í veikindum. Þorvaldur Daníelsson, ungur ekkill og tveggja barna faðir, segir frá upplifun sinni á stuðningsneti fjölskyldu og vina. Gyða Eyjólfsdóttir doktor í ráðgjafarsálfræði ræðir um jafningjastuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur og mikilvægi hans. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur, segir frá starfi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Í lokin verður kaffi og spjall. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Um allan heim er fjórði febrúar ár hvert nýttur til að vekja athygli á vörnum gegn krabbameinum og heilbrigðis- og félagslegri þjónustu þeirra sjúklinga sem greinast með krabbamein. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin bendir á að krabbamein eru eitt algengasta dánarmeinið í veröldinni en um 84 milljónir munu látast af völdum krabbameina á árabilinu 2005-2015, ef ekkert er að gert. Alþjóðasamtök um krabbameinsvarnir (UICC) leggja í ár áherslu á að efla aðferðir sem geta létt á sjúkdómsbyrði vegna krabbameina. Lögð er áhersla á að koma í veg fyrir sjúkdóminn og að bæta lífsgæði þeirra sem greinast. Hér á landi er dagurinn m.a. nýttur til að beina athyglinni að því hvernig best má styðja þá sem fengið hafa krabbamein og aðstandendur þeirra. Í því skyni hefur Krabbameinsfélag Íslands boðað til örráðstefnunnar „Stattu með mér." Á ráðstefnunni verður fjallað um stuðning og samskipti og reynslu þeirra sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. „Þetta er tilraun til að skoða saman frá sjónarhóli sjúklings, aðstandenda og þeirra sem veita stuðninginn með hvaða hætti best sé að sinna þessum mikilvæga þætti. Við erum sannfærð um að það felast mikil tækifæri í að bæta þennan þátt í umönnun sjúklinga, þeim til mikilla hagsbóta," segir Ragnheiður Alfreðsdóttir, framkvæmdastjóri Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélags Íslands. Ráðstefnan hefst klukkan 15:30 og stendur til 17:30 og verður haldin í Skógarhlíð 8. Allir eru velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. Ragnheiður Haraldsdóttir forstjóri Krabbameinsfélags Íslands mun setja ráðstefnuna. Nilsína Larsen Einarsdóttir, sem er í lyfjameðferð við eitlakrabbameini, ræðir um stuðning og samskipti í sjúkdómsferlinu. Hinrik Greipsson, sem greinst hefur með krabbamein í blöðruhálskirtli, ræðir um sína reynslu. Birna Einarsdóttir, móðir ungrar konu sem greindist með hvítblæði, ræðir um mikilvægi skipulagðra samskipta í veikindum. Þorvaldur Daníelsson, ungur ekkill og tveggja barna faðir, segir frá upplifun sinni á stuðningsneti fjölskyldu og vina. Gyða Eyjólfsdóttir doktor í ráðgjafarsálfræði ræðir um jafningjastuðning fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur og mikilvægi hans. Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur, segir frá starfi Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Í lokin verður kaffi og spjall.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira