Bjarni fær kaldar kveðjur frá Davíð Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. febrúar 2011 12:07 Bjarni Benediktsson. Mikil ólga er hinnan Sjálfstæðisflokksins vegna Icesave-málsins en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fær kaldar kveðjur frá Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni, í leiðara Morgunblaðsins í dag og kallar Davíð hann vikapilt Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu í gær atkvæði með því að frumvarp vegna nýjustu Iceasve-samninganna færi til þriðju umræðu í þinginu og þá hefur formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, lýst yfir stuðningi við samningana. Bjarni fær heldur kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins, Davíð Oddssyni, í leiðara Morgunblaðsins í dag, en þar segir að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi skyndilega ákveðið að verða vikapiltur Steingríms J. Sigfússonar í málinu. Ekki hafi fengist nein haldbær skýring á þeirri breytingu á afstöðu hans og hvers vegna hann hafi ákveðið að gefa landsfundi flokks síns langt nef. Sjálfstæðismenn séu agndofa.Málið snýst um „réttlæti og lögmæti" Í leiðaranum segir að eðli hins nýja samnings sé algjörlega óbreytt. Reynt sé að plata fólk til fylgilags við nýju Icesave-samningana með vísun til vaxtabreytinga. En málið snúist ekki um það heldur um réttlæti og lögmæti. Þá sé á almanna vitorði að þingflokkur sjálfstæðismanna sé enn án sjálfstrausts og ekki til stórræðanna. Það sé þó óþarfi því þeir séu í stjórnarandstöðu gagnvart einni verstu stjórn sem í landinu hafi setið, eins og það er orðað. Þá er gagnrýnt að alltaf mæti forystumenn Sjálfstæðisflokksins „trítlandi“ þegar forsætisráðherra kalli þá í sín hús til að gera fyrir sig viðvik. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson í morgun til að fá viðbrögð við skrifum formannsins fyrrverandi. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgir Bjarna að málum. Hins vegar er enginn vafi á því að ákveðin ólga er innan flokksins vegna málsins og útséð að þingflokkurinn mun ekki koma fullkomlega samhentur fram. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í gær og talið er að einhverjir þeirra muni á endanum greiða atkvæði gegn frumvarpi vegna nýrra samninga, en Unnur Brá Konráðsdóttir var eini þingmaður flokksins sem greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið færi til þriðju umræðu í gær. Eins og fréttastofa greindi frá í gær virðist óánægja innan flokksins ekki birtast í miklum úrsögnum úr honum því rétt um þrjátíu flokksmenn höfðu sagt sig úr flokknum gær, en í heildina eru félagar í Sjálfstæðisflokknum rúmlega fimmtíu þúsund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur úrsögnum fjölgað, en ekki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins í morgun til að fá staðfestar tölur. thorbjorn@stod2.is Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Mikil ólga er hinnan Sjálfstæðisflokksins vegna Icesave-málsins en Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, fær kaldar kveðjur frá Davíð Oddssyni, fyrrverandi formanni, í leiðara Morgunblaðsins í dag og kallar Davíð hann vikapilt Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Níu þingmenn Sjálfstæðisflokksins greiddu í gær atkvæði með því að frumvarp vegna nýjustu Iceasve-samninganna færi til þriðju umræðu í þinginu og þá hefur formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, lýst yfir stuðningi við samningana. Bjarni fær heldur kaldar kveðjur frá fyrrverandi formanni flokksins, Davíð Oddssyni, í leiðara Morgunblaðsins í dag, en þar segir að formaður Sjálfstæðisflokksins hafi skyndilega ákveðið að verða vikapiltur Steingríms J. Sigfússonar í málinu. Ekki hafi fengist nein haldbær skýring á þeirri breytingu á afstöðu hans og hvers vegna hann hafi ákveðið að gefa landsfundi flokks síns langt nef. Sjálfstæðismenn séu agndofa.Málið snýst um „réttlæti og lögmæti" Í leiðaranum segir að eðli hins nýja samnings sé algjörlega óbreytt. Reynt sé að plata fólk til fylgilags við nýju Icesave-samningana með vísun til vaxtabreytinga. En málið snúist ekki um það heldur um réttlæti og lögmæti. Þá sé á almanna vitorði að þingflokkur sjálfstæðismanna sé enn án sjálfstrausts og ekki til stórræðanna. Það sé þó óþarfi því þeir séu í stjórnarandstöðu gagnvart einni verstu stjórn sem í landinu hafi setið, eins og það er orðað. Þá er gagnrýnt að alltaf mæti forystumenn Sjálfstæðisflokksins „trítlandi“ þegar forsætisráðherra kalli þá í sín hús til að gera fyrir sig viðvik. Ekki náðist í Bjarna Benediktsson í morgun til að fá viðbrögð við skrifum formannsins fyrrverandi. Meirihluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins fylgir Bjarna að málum. Hins vegar er enginn vafi á því að ákveðin ólga er innan flokksins vegna málsins og útséð að þingflokkurinn mun ekki koma fullkomlega samhentur fram. Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna í gær og talið er að einhverjir þeirra muni á endanum greiða atkvæði gegn frumvarpi vegna nýrra samninga, en Unnur Brá Konráðsdóttir var eini þingmaður flokksins sem greiddi atkvæði gegn því að frumvarpið færi til þriðju umræðu í gær. Eins og fréttastofa greindi frá í gær virðist óánægja innan flokksins ekki birtast í miklum úrsögnum úr honum því rétt um þrjátíu flokksmenn höfðu sagt sig úr flokknum gær, en í heildina eru félagar í Sjálfstæðisflokknum rúmlega fimmtíu þúsund. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur úrsögnum fjölgað, en ekki náðist í Jónmund Guðmarsson, framkvæmdastjóra flokksins í morgun til að fá staðfestar tölur. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira