Handboltasilfur eða vísindaþorp? Lýður Árnason skrifar 22. september 2011 10:30 Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. Sigurður lofar samvinnu Háskólans og Landspítalans sem fært hefur þjóðinni hæft heilbrigðisstarfsfólk. Segir okkur hins vegar eftirbáta nágrannaþjóðanna í vísindavinnu og verði ekkert að gert bíði okkar frekari atgervisflótti. Að lokum áréttar Sigurður þá skoðun sína að bygging nýs sjúkrahúss sé lykilþáttur í að efla þekkingu, menntun og þjónustu við sjúklinga. Viðhorfsmunur okkar Sigurðar kristallast í staðhæfingu hans um handboltasilfrið. Þar segist Sigurður fremur vilja sjá sama árangur Íslands á sviði vísinda. Með þessu er Sigurður ekki mótfallinn handbolta enda segir hann það sjálfur. Á sama hátt er ég ekki mótfallinn vísindum þó ég telji nýbyggingu sjúkrahúss óþarfa. Ég deili hins vegar ekki með Sigurði þeirri skoðun að margumrædd framkvæmd verði sjúklingum þessa lands til framdráttar, þvert á móti. Við Íslendingar höfum horft upp á miðstýringaráráttu undanfarinna ára, látlaust hefur dunið á þjóðinni að hagræðing sé bundin stórum einingum, ekki litlum. Fjárhagslega útkomu þessarar hugmyndafræði tel ég ekki beysna og þjónustu ei heldur. Fólk þekkir samskipti við stórar stofnanir, bið, bið og aftur bið, tilvísanir, frávísanir, misskilning, mistök og umkomuleysi. Fari heilbrigðisþjónusta landsmanna nánast öll undir einn hatt verða ofangreindir hlutir enn meira vandamál en nú er. Færibandavinna með hámarksafköstum kemur sér betur fyrir þá sem gera að en hina sem eru gerðir. Minni einingar hafa betri yfirsýn, innviðir þeirra eru sýnilegri og fólki auðsýnd meiri virðing og alúð. Risasjúkrahús tel ég því afturför hvað þjónustu við sjúklinga varðar. Vandi Landspítalans í dag er fjárhagslegur. Fyrir utan daglegan rekstur er viðhaldi húsa mjög ábótavant. Nýbygging mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Fremur ættu forsvarsmenn heilbrigðismála að leita leiða til að minnka umsvif Landspítalans og draga þannig úr útgjöldum. Um allt land er þegar fyrirliggjandi prýðisaðstaða sem unnvörpum er ónýtt vegna stefnu yfirvalda. Með hringferðum heilbrigðisstarfsfólks á milli stofnana væri hægt, í bland við starfsfólkið á hverjum stað, að endurvekja tapaða þjónustu í heimabyggð. Samfara drægi úr álagi Landspítala. Flestir myndu fagna þessari þjónustu og sparnaðurinn í fólksflutningum augljós. Fólksflótti heilbrigðisstarfsfólks er ekki einungis vegna launakjara. Margir kjósa minni vinnustaði og vilja hafa þá nærri heimilum sínum. Að auki ýtir einn stór vinnuveitandi hvorki undir samkeppni né fjölbreytni. Margir finna því kröftum sínum farveg annars staðar. Verst er þó að með einni risastofnun færast mikil völd á fárra hendur. Í slíku andrúmslofti gengur fljótt á athafnafrelsið og því una sumir illa. Meðmælendur nýbyggingar Landspítala rökstyðja verkið sem fjárhagslega arðbært en byggingarkostnaðurinn er áætlaður um 80 milljarðar. Skírskotað er til óhagræðis vegna dreifðs húsnæðis Landspítalans og tilfærsla starfseminnar á einn blett spari umtalsvert fé. Einnig er því hampað að framkvæmdin sé innspýting í atvinnulífið og atvinnuskapandi. Ábyggilega má gera því skóna að fjármunir sparist á einhverjum sviðum en þegar á heildina er litið get ég ekki annað en dregið þessar fullyrðingar í efa. Landspítalinn á við langvarandi og síversnandi rekstrarvanda að stríða og ástandið í ríkisfjármálum sjaldan verra. Og reiknimeistarar ríkisins telja svarið vera nýtt spítalaþorp. Hvernig bygging þess og rekstur skapi hagræði er mér hulin ráðgáta, miklu nær væri að gera ekki neitt og ráðast fremur í viðhald fyrirliggjandi húsa og breytingar á þeim. Snúa síðan af þeirri miðstýringarbraut sem mörkuð hefur verið og beina straumþunganum frá miðjunni og til fólksins í landinu. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr hlutverki Landspítalans heldur að sníða hann að þörfum 300 þúsund manna þjóðar. Það spítalaþorp sem liggur nú á teikniborðinu rímar við sjöfalt fjölmennari þjóð. Það er eins með vísindin og handboltann, gaman væri að hafa bolmagn til að halda úti deild á heimsmælikvarða. Smæðin gerir okkur það nánast ómögulegt og því leitar afreksfólk gjarnan á önnur mið. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við höfum okkar ágæta háskólasjúkrahús sem undirbýr fólk til frekari landvinninga og sama má segja um handboltadeildina. Margir koma svo aftur reynslunni ríkari og miðla áfram á heimaslóð. Fylgjendur nýbyggingar Landspítala verða að gera sér grein fyrir því að slík risaframkvæmd útheimtir breytingar á forgangsröð samfélagsins. Að leita samþykkis þjóðarinnar væri því að mínu mati lágmarks kurteisi og liggur þjóðaratkvæðagreiðsla beinast við. Þar yrði mitt svar nei og ástæðan tvíþætt. Annars vegar hef ég ekki fundið fyrir neinni eftirspurn eftir nýju spítalaþorpi hjá þjóðinni, tel ég framkvæmdina þar af leiðandi óþarfa og reyndar skaðlega eins og nú er ástatt. Hins vegar vil ég sjá megináherslu heilbrigðismála á sjálfri þjónustunni, meiri fjölbreytileika í minni og nánari einingum og einnig sjá þjónustuna færast til fólksins en ekki frá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Starfsfélagi minn og fyrrum landlæknir ritar ágæta grein um nýbyggingu sjúkrahúss á dögunum. Rökstyður hann þessa framkvæmd og gerir það vel. Segir Sigurður að hugmyndin hafi frá upphafi verið til þess fallin að efla starfsemi spítalans, bæta þjónustu við sjúklinga og styðja og styrkja hann sem vísinda- og kennslustofnun. Hann segir óhagræði að sama stofnun skuli vera undir mörgum þökum, framtíðin sé þverfagleg teymisvinna þar sem nánd starfsstétta sé nauðsynleg. Sigurður lofar samvinnu Háskólans og Landspítalans sem fært hefur þjóðinni hæft heilbrigðisstarfsfólk. Segir okkur hins vegar eftirbáta nágrannaþjóðanna í vísindavinnu og verði ekkert að gert bíði okkar frekari atgervisflótti. Að lokum áréttar Sigurður þá skoðun sína að bygging nýs sjúkrahúss sé lykilþáttur í að efla þekkingu, menntun og þjónustu við sjúklinga. Viðhorfsmunur okkar Sigurðar kristallast í staðhæfingu hans um handboltasilfrið. Þar segist Sigurður fremur vilja sjá sama árangur Íslands á sviði vísinda. Með þessu er Sigurður ekki mótfallinn handbolta enda segir hann það sjálfur. Á sama hátt er ég ekki mótfallinn vísindum þó ég telji nýbyggingu sjúkrahúss óþarfa. Ég deili hins vegar ekki með Sigurði þeirri skoðun að margumrædd framkvæmd verði sjúklingum þessa lands til framdráttar, þvert á móti. Við Íslendingar höfum horft upp á miðstýringaráráttu undanfarinna ára, látlaust hefur dunið á þjóðinni að hagræðing sé bundin stórum einingum, ekki litlum. Fjárhagslega útkomu þessarar hugmyndafræði tel ég ekki beysna og þjónustu ei heldur. Fólk þekkir samskipti við stórar stofnanir, bið, bið og aftur bið, tilvísanir, frávísanir, misskilning, mistök og umkomuleysi. Fari heilbrigðisþjónusta landsmanna nánast öll undir einn hatt verða ofangreindir hlutir enn meira vandamál en nú er. Færibandavinna með hámarksafköstum kemur sér betur fyrir þá sem gera að en hina sem eru gerðir. Minni einingar hafa betri yfirsýn, innviðir þeirra eru sýnilegri og fólki auðsýnd meiri virðing og alúð. Risasjúkrahús tel ég því afturför hvað þjónustu við sjúklinga varðar. Vandi Landspítalans í dag er fjárhagslegur. Fyrir utan daglegan rekstur er viðhaldi húsa mjög ábótavant. Nýbygging mun ekki leysa þann vanda heldur auka. Fremur ættu forsvarsmenn heilbrigðismála að leita leiða til að minnka umsvif Landspítalans og draga þannig úr útgjöldum. Um allt land er þegar fyrirliggjandi prýðisaðstaða sem unnvörpum er ónýtt vegna stefnu yfirvalda. Með hringferðum heilbrigðisstarfsfólks á milli stofnana væri hægt, í bland við starfsfólkið á hverjum stað, að endurvekja tapaða þjónustu í heimabyggð. Samfara drægi úr álagi Landspítala. Flestir myndu fagna þessari þjónustu og sparnaðurinn í fólksflutningum augljós. Fólksflótti heilbrigðisstarfsfólks er ekki einungis vegna launakjara. Margir kjósa minni vinnustaði og vilja hafa þá nærri heimilum sínum. Að auki ýtir einn stór vinnuveitandi hvorki undir samkeppni né fjölbreytni. Margir finna því kröftum sínum farveg annars staðar. Verst er þó að með einni risastofnun færast mikil völd á fárra hendur. Í slíku andrúmslofti gengur fljótt á athafnafrelsið og því una sumir illa. Meðmælendur nýbyggingar Landspítala rökstyðja verkið sem fjárhagslega arðbært en byggingarkostnaðurinn er áætlaður um 80 milljarðar. Skírskotað er til óhagræðis vegna dreifðs húsnæðis Landspítalans og tilfærsla starfseminnar á einn blett spari umtalsvert fé. Einnig er því hampað að framkvæmdin sé innspýting í atvinnulífið og atvinnuskapandi. Ábyggilega má gera því skóna að fjármunir sparist á einhverjum sviðum en þegar á heildina er litið get ég ekki annað en dregið þessar fullyrðingar í efa. Landspítalinn á við langvarandi og síversnandi rekstrarvanda að stríða og ástandið í ríkisfjármálum sjaldan verra. Og reiknimeistarar ríkisins telja svarið vera nýtt spítalaþorp. Hvernig bygging þess og rekstur skapi hagræði er mér hulin ráðgáta, miklu nær væri að gera ekki neitt og ráðast fremur í viðhald fyrirliggjandi húsa og breytingar á þeim. Snúa síðan af þeirri miðstýringarbraut sem mörkuð hefur verið og beina straumþunganum frá miðjunni og til fólksins í landinu. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr hlutverki Landspítalans heldur að sníða hann að þörfum 300 þúsund manna þjóðar. Það spítalaþorp sem liggur nú á teikniborðinu rímar við sjöfalt fjölmennari þjóð. Það er eins með vísindin og handboltann, gaman væri að hafa bolmagn til að halda úti deild á heimsmælikvarða. Smæðin gerir okkur það nánast ómögulegt og því leitar afreksfólk gjarnan á önnur mið. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að við höfum okkar ágæta háskólasjúkrahús sem undirbýr fólk til frekari landvinninga og sama má segja um handboltadeildina. Margir koma svo aftur reynslunni ríkari og miðla áfram á heimaslóð. Fylgjendur nýbyggingar Landspítala verða að gera sér grein fyrir því að slík risaframkvæmd útheimtir breytingar á forgangsröð samfélagsins. Að leita samþykkis þjóðarinnar væri því að mínu mati lágmarks kurteisi og liggur þjóðaratkvæðagreiðsla beinast við. Þar yrði mitt svar nei og ástæðan tvíþætt. Annars vegar hef ég ekki fundið fyrir neinni eftirspurn eftir nýju spítalaþorpi hjá þjóðinni, tel ég framkvæmdina þar af leiðandi óþarfa og reyndar skaðlega eins og nú er ástatt. Hins vegar vil ég sjá megináherslu heilbrigðismála á sjálfri þjónustunni, meiri fjölbreytileika í minni og nánari einingum og einnig sjá þjónustuna færast til fólksins en ekki frá.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun