Skógræktarfélagið hvetur til mótmæla 12. janúar 2011 06:00 skógræktin Skógræktarfélag Íslands hvetur aðildarfélög sín til að mótmæla drögum að frumvarpi um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Frettabladid/Vilhelm „Gangi frumvarpið óbreytt í gegn mun það skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar.“ Svo segir í bréfi sem Skógræktarfélag Íslands hefur sent aðildarfélögum sínum um allt land, 61 talsins. Tilefnið er framkomin drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarfélagið hvetur aðildarfélögin í bréfinu til að mótmæla drögunum. „Ljóst er að ekkert samráð hefur verið haft við Skógræktarfélag Íslands né einstök aðildarfélög þess af hálfu þeirrar nefndar sem samið hefur áðurnefndar frumvarpstillögur,“ segir enn fremur. „Ljóst er eftir aflestur frumvarpsins að það mun íþyngja mjög framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu.“ Þá segir að það virðist vera markviss tilgangur frumvarpsins að setja öllum „framandi lífverum“ meðal annars þeim trjátegundum, sem nú eru helst notaðar í skógrækt, skorður og hömlur, að því er virðist sakir þess að allar tegundir sem séu framandi gætu, í náinni eða fjarlægri framtíð, átt eftir að reynast ágengar og framandi lífverur. „Í þessu sambandi ber að geta þess að 70% þeirra trjáa sem árlega eru gróðursett á Íslandi teljast „framandi lífverur“ í skilningi greinargerðar við frumvarpstillögurnar. Sömu aðilar og settu saman frumvarpstillögurnar hafa áður dæmt allar þær trjátegundir í flokk með „helstu ágengum og framandi tegundum á Íslandi“. Hafa þeir sent skrifstofu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni lista yfir 20 „verstu og ágengustu framandi lífverur í íslensku lífríki“, segir í bréfinu. Þá er bent á að engin almenn sátt sé um það innan íslenska fræðasamfélagsins né annars staðar í samfélaginu um hvenær telja skuli lífveru framandi og hvenær innlenda. Komið verði á umfangsmiklu eftirlits-, skriffinnsku- og skattheimtukerfi þar sem allur innflutningur og ræktun framandi tegunda séu háð geðþótta og óskoruðu valdi eftirlitsstofnunar til leyfisveitinga. Auk þess verði ræktendum gert að vinna svokallað hættumat og greiða Umhverfisstofnun leyfisveitingu. Ráðherra fái heimild til að ganga þvert gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og eyða tegundum á eignarlöndum samkvæmt mati eftirlitsstjórnvaldsins hverju sinni. jss@frettabladid.is Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira
„Gangi frumvarpið óbreytt í gegn mun það skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar.“ Svo segir í bréfi sem Skógræktarfélag Íslands hefur sent aðildarfélögum sínum um allt land, 61 talsins. Tilefnið er framkomin drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarfélagið hvetur aðildarfélögin í bréfinu til að mótmæla drögunum. „Ljóst er að ekkert samráð hefur verið haft við Skógræktarfélag Íslands né einstök aðildarfélög þess af hálfu þeirrar nefndar sem samið hefur áðurnefndar frumvarpstillögur,“ segir enn fremur. „Ljóst er eftir aflestur frumvarpsins að það mun íþyngja mjög framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu.“ Þá segir að það virðist vera markviss tilgangur frumvarpsins að setja öllum „framandi lífverum“ meðal annars þeim trjátegundum, sem nú eru helst notaðar í skógrækt, skorður og hömlur, að því er virðist sakir þess að allar tegundir sem séu framandi gætu, í náinni eða fjarlægri framtíð, átt eftir að reynast ágengar og framandi lífverur. „Í þessu sambandi ber að geta þess að 70% þeirra trjáa sem árlega eru gróðursett á Íslandi teljast „framandi lífverur“ í skilningi greinargerðar við frumvarpstillögurnar. Sömu aðilar og settu saman frumvarpstillögurnar hafa áður dæmt allar þær trjátegundir í flokk með „helstu ágengum og framandi tegundum á Íslandi“. Hafa þeir sent skrifstofu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni lista yfir 20 „verstu og ágengustu framandi lífverur í íslensku lífríki“, segir í bréfinu. Þá er bent á að engin almenn sátt sé um það innan íslenska fræðasamfélagsins né annars staðar í samfélaginu um hvenær telja skuli lífveru framandi og hvenær innlenda. Komið verði á umfangsmiklu eftirlits-, skriffinnsku- og skattheimtukerfi þar sem allur innflutningur og ræktun framandi tegunda séu háð geðþótta og óskoruðu valdi eftirlitsstofnunar til leyfisveitinga. Auk þess verði ræktendum gert að vinna svokallað hættumat og greiða Umhverfisstofnun leyfisveitingu. Ráðherra fái heimild til að ganga þvert gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og eyða tegundum á eignarlöndum samkvæmt mati eftirlitsstjórnvaldsins hverju sinni. jss@frettabladid.is
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Sjá meira