Skógræktarfélagið hvetur til mótmæla 12. janúar 2011 06:00 skógræktin Skógræktarfélag Íslands hvetur aðildarfélög sín til að mótmæla drögum að frumvarpi um náttúruvernd sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Frettabladid/Vilhelm „Gangi frumvarpið óbreytt í gegn mun það skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar.“ Svo segir í bréfi sem Skógræktarfélag Íslands hefur sent aðildarfélögum sínum um allt land, 61 talsins. Tilefnið er framkomin drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarfélagið hvetur aðildarfélögin í bréfinu til að mótmæla drögunum. „Ljóst er að ekkert samráð hefur verið haft við Skógræktarfélag Íslands né einstök aðildarfélög þess af hálfu þeirrar nefndar sem samið hefur áðurnefndar frumvarpstillögur,“ segir enn fremur. „Ljóst er eftir aflestur frumvarpsins að það mun íþyngja mjög framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu.“ Þá segir að það virðist vera markviss tilgangur frumvarpsins að setja öllum „framandi lífverum“ meðal annars þeim trjátegundum, sem nú eru helst notaðar í skógrækt, skorður og hömlur, að því er virðist sakir þess að allar tegundir sem séu framandi gætu, í náinni eða fjarlægri framtíð, átt eftir að reynast ágengar og framandi lífverur. „Í þessu sambandi ber að geta þess að 70% þeirra trjáa sem árlega eru gróðursett á Íslandi teljast „framandi lífverur“ í skilningi greinargerðar við frumvarpstillögurnar. Sömu aðilar og settu saman frumvarpstillögurnar hafa áður dæmt allar þær trjátegundir í flokk með „helstu ágengum og framandi tegundum á Íslandi“. Hafa þeir sent skrifstofu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni lista yfir 20 „verstu og ágengustu framandi lífverur í íslensku lífríki“, segir í bréfinu. Þá er bent á að engin almenn sátt sé um það innan íslenska fræðasamfélagsins né annars staðar í samfélaginu um hvenær telja skuli lífveru framandi og hvenær innlenda. Komið verði á umfangsmiklu eftirlits-, skriffinnsku- og skattheimtukerfi þar sem allur innflutningur og ræktun framandi tegunda séu háð geðþótta og óskoruðu valdi eftirlitsstofnunar til leyfisveitinga. Auk þess verði ræktendum gert að vinna svokallað hættumat og greiða Umhverfisstofnun leyfisveitingu. Ráðherra fái heimild til að ganga þvert gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og eyða tegundum á eignarlöndum samkvæmt mati eftirlitsstjórnvaldsins hverju sinni. jss@frettabladid.is Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
„Gangi frumvarpið óbreytt í gegn mun það skaða skógrækt á Íslandi stórlega til frambúðar.“ Svo segir í bréfi sem Skógræktarfélag Íslands hefur sent aðildarfélögum sínum um allt land, 61 talsins. Tilefnið er framkomin drög að frumvarpi til breytinga á lögum um náttúruvernd, sem umhverfisráðherra hefur kynnt. Skógræktarfélagið hvetur aðildarfélögin í bréfinu til að mótmæla drögunum. „Ljóst er að ekkert samráð hefur verið haft við Skógræktarfélag Íslands né einstök aðildarfélög þess af hálfu þeirrar nefndar sem samið hefur áðurnefndar frumvarpstillögur,“ segir enn fremur. „Ljóst er eftir aflestur frumvarpsins að það mun íþyngja mjög framkvæmd alls skógræktarstarfs í landinu.“ Þá segir að það virðist vera markviss tilgangur frumvarpsins að setja öllum „framandi lífverum“ meðal annars þeim trjátegundum, sem nú eru helst notaðar í skógrækt, skorður og hömlur, að því er virðist sakir þess að allar tegundir sem séu framandi gætu, í náinni eða fjarlægri framtíð, átt eftir að reynast ágengar og framandi lífverur. „Í þessu sambandi ber að geta þess að 70% þeirra trjáa sem árlega eru gróðursett á Íslandi teljast „framandi lífverur“ í skilningi greinargerðar við frumvarpstillögurnar. Sömu aðilar og settu saman frumvarpstillögurnar hafa áður dæmt allar þær trjátegundir í flokk með „helstu ágengum og framandi tegundum á Íslandi“. Hafa þeir sent skrifstofu samnings Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni lista yfir 20 „verstu og ágengustu framandi lífverur í íslensku lífríki“, segir í bréfinu. Þá er bent á að engin almenn sátt sé um það innan íslenska fræðasamfélagsins né annars staðar í samfélaginu um hvenær telja skuli lífveru framandi og hvenær innlenda. Komið verði á umfangsmiklu eftirlits-, skriffinnsku- og skattheimtukerfi þar sem allur innflutningur og ræktun framandi tegunda séu háð geðþótta og óskoruðu valdi eftirlitsstofnunar til leyfisveitinga. Auk þess verði ræktendum gert að vinna svokallað hættumat og greiða Umhverfisstofnun leyfisveitingu. Ráðherra fái heimild til að ganga þvert gegn stjórnarskrárvörðum eignarrétti og eyða tegundum á eignarlöndum samkvæmt mati eftirlitsstjórnvaldsins hverju sinni. jss@frettabladid.is
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira