„Viljum fá sem flesta á listann okkar“ 9. janúar 2011 12:13 Björk Guðmundsdóttir tók lagið í gær. Mynd/Stöð2 Rúmlega fjörtíu og þrjú þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra en karaókímaraþoni til stuðnings málefninu lauk á miðnætti. Undirskriftum fjölgaði verulega þegar karaókímaraþonið hófst á fimmtudag í norræna húsinu. Jón Þórisson, einn umsjónarmanna maraþonsins, kveðst búast við því að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíð orkuauðlinda. „Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að ef 15 prósent þjóðarinnar færi fram á þjóðaratkvæði þyrfti að taka mark á því og nú erum við búin að ná því marki. Ég get ekki séð hvernig þau geta gengið framhjá okkur núna." Jón segir jafnframt að undirskriftalistinn verði borinn undir óháða könnunarstofnun til að tryggja að allir sem skráð hafa naf sitt á listann hafi gert það í raun. Þá hafa umsjónarmenn undirskrifalistans ekki tekið ákvörðun um hvernig hann verði lagður fram en Jón býst við því að fleiri undirskriftir eigi eftir að bætast við. „Það er óákveðið hvenær við hættum, það stendur til að hafa karaókí næstu helgi úti á landi. Við viljum fá sem flesta á listann okkar, eða eins og Ólafur Stefánsson sagði, þá ætti öll þjóðin að skrifa undir." Karaókímaraþoninu lauk á miðnætti í gær en Jón kveður mikla stemmningu hafa verið í Norræna húsinu. „Það var mikið stuð, alls konar fólk sem mætti þarna, skemmtilegur þverskurður af þjóðinni," segir Jón að lokum. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Rúmlega fjörtíu og þrjú þúsund manns hafa nú skrifað undir áskorun til stjórnvalda um að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um eignarhald á orkuauðlindum Íslands og nýtingu þeirra en karaókímaraþoni til stuðnings málefninu lauk á miðnætti. Undirskriftum fjölgaði verulega þegar karaókímaraþonið hófst á fimmtudag í norræna húsinu. Jón Þórisson, einn umsjónarmanna maraþonsins, kveðst búast við því að þjóðin fái að greiða atkvæði um framtíð orkuauðlinda. „Jóhanna Sigurðardóttir hefur sagt að ef 15 prósent þjóðarinnar færi fram á þjóðaratkvæði þyrfti að taka mark á því og nú erum við búin að ná því marki. Ég get ekki séð hvernig þau geta gengið framhjá okkur núna." Jón segir jafnframt að undirskriftalistinn verði borinn undir óháða könnunarstofnun til að tryggja að allir sem skráð hafa naf sitt á listann hafi gert það í raun. Þá hafa umsjónarmenn undirskrifalistans ekki tekið ákvörðun um hvernig hann verði lagður fram en Jón býst við því að fleiri undirskriftir eigi eftir að bætast við. „Það er óákveðið hvenær við hættum, það stendur til að hafa karaókí næstu helgi úti á landi. Við viljum fá sem flesta á listann okkar, eða eins og Ólafur Stefánsson sagði, þá ætti öll þjóðin að skrifa undir." Karaókímaraþoninu lauk á miðnætti í gær en Jón kveður mikla stemmningu hafa verið í Norræna húsinu. „Það var mikið stuð, alls konar fólk sem mætti þarna, skemmtilegur þverskurður af þjóðinni," segir Jón að lokum.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira