Myndaði fund milljarðamærings með íslenskum ráðherrum 29. janúar 2011 23:45 Ehrlich og Birgitta. Bandaríska kvikmyndagerðarkonan myndaði fund bandarísks milljarðamærings með íslenskum ráðherrum fyrir væntanlega heimildarmynd. Mynd/Stefán Vinnuheiti nýrrar heimildarmyndar hinnar bandarísku Judith Ehrlich, þar sem þingkonan Birgitta Jónsdóttir kemur við sögu, er Iceland: The Mouse That Roared. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fjallar myndin um Wikileaks-síðuna og verkefni Birgittu, Iceland Modern Media Initiative, þar sem lögð er áhersla á aukið upplýsingafrelsi. Ehrlich er nýfarin af landi brott eftir tökur hér á landi. Þar var meðal annars myndaður fundur bandaríska internets-frumkvöðulsins Brewster Kahle og þeirra Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Kahle er milljarðamæringur sem vill að Ísland verði fyrsta þjóð heimsins til að færa allar bækur sínar yfir á stafrænt form. Reiknað er með að verkefnið kosti um eina milljón dollara, eða um 115 milljónir króna. Kahle hefur nú þegar þróað kerfi sem hefur fært um tvær og hálfa milljón bóka annarra landa yfir á stafrænt form. Ehrlich var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmynd sína The Most Dangerous Man In America og kynnti hana á RIFF í Reykjavík. Í framhaldinu fékk hún áhuga á Birgittu og hennar baráttu fyrir auknu upplýsingafrelsi. „Ég hef mikið álit á henni. Þessi barátta virðist vera henni eðlislæg og hún notar innsæi sitt í þessari baráttu fyrir frelsi og auknu gegnsæi," segir Ehrlich. Auk Birgittu hefur hún rætt við þá Kristin Hrafnsson, Smára McCarthy og Herbert Snorrason, sem hafa allir tengst Wikileaks-síðunni, vegna myndarinnar. Einnig vonast hún til að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, komi fram í myndinni. Ehrlich telur að Ísland geti orðið miðstöð frjáls flæðis upplýsinga í heiminum og veit að margir hafa veitt landinu athygli að undanförnu. „Ég veit að mexíkóskir bændur, sem eru ólöglegir innflytjendur við bandarísku landamærin, ætla að færa netþjón sinn til Íslands til að koma í veg fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi hendur í hári þeirra og litlu heimasíðunnar þeirra," segir hún og hefur mikinn hug á að mynda þessa „hliðarsögu" eins og hún kallar hana. freyr@frettabladid.is Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Vinnuheiti nýrrar heimildarmyndar hinnar bandarísku Judith Ehrlich, þar sem þingkonan Birgitta Jónsdóttir kemur við sögu, er Iceland: The Mouse That Roared. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu fjallar myndin um Wikileaks-síðuna og verkefni Birgittu, Iceland Modern Media Initiative, þar sem lögð er áhersla á aukið upplýsingafrelsi. Ehrlich er nýfarin af landi brott eftir tökur hér á landi. Þar var meðal annars myndaður fundur bandaríska internets-frumkvöðulsins Brewster Kahle og þeirra Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra og Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Kahle er milljarðamæringur sem vill að Ísland verði fyrsta þjóð heimsins til að færa allar bækur sínar yfir á stafrænt form. Reiknað er með að verkefnið kosti um eina milljón dollara, eða um 115 milljónir króna. Kahle hefur nú þegar þróað kerfi sem hefur fært um tvær og hálfa milljón bóka annarra landa yfir á stafrænt form. Ehrlich var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir heimildarmynd sína The Most Dangerous Man In America og kynnti hana á RIFF í Reykjavík. Í framhaldinu fékk hún áhuga á Birgittu og hennar baráttu fyrir auknu upplýsingafrelsi. „Ég hef mikið álit á henni. Þessi barátta virðist vera henni eðlislæg og hún notar innsæi sitt í þessari baráttu fyrir frelsi og auknu gegnsæi," segir Ehrlich. Auk Birgittu hefur hún rætt við þá Kristin Hrafnsson, Smára McCarthy og Herbert Snorrason, sem hafa allir tengst Wikileaks-síðunni, vegna myndarinnar. Einnig vonast hún til að Julian Assange, stofnandi Wikileaks, komi fram í myndinni. Ehrlich telur að Ísland geti orðið miðstöð frjáls flæðis upplýsinga í heiminum og veit að margir hafa veitt landinu athygli að undanförnu. „Ég veit að mexíkóskir bændur, sem eru ólöglegir innflytjendur við bandarísku landamærin, ætla að færa netþjón sinn til Íslands til að koma í veg fyrir að bandarísk stjórnvöld hafi hendur í hári þeirra og litlu heimasíðunnar þeirra," segir hún og hefur mikinn hug á að mynda þessa „hliðarsögu" eins og hún kallar hana. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira