Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn! Þórarinn Eyfjörð skrifar 22. janúar 2011 06:00 Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi?
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun