Þriðja tilraun við Hafnarfjarðarúrslitaleik Óskart Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2011 06:00 Gylfi Gylfason og Ólafur Gústafsson voru í stórum hlutverkum í deildarleik Hauka og FH fyrir átta dögum. Mynd/Valli Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Flugfélags Íslands Deildarbikarinn verður eins og síðustu ár spilaður á milli jóla og nýárs og hann fer þriðja árið í röð fram í Strandgötu í Hafnarfirði. Undanúrslitin fara fram í dag og úrslitaleikirnir verða síðan spilaðir á morgun. Það er því mikil handboltaveisla fram undan á Strandgötunni. Fjögur efstu liðin í N1-deildum karla og kvenna komast í keppnina og var miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól. Í karlaflokki voru það Fram, FH, Haukar og HK sem fá að spreyta sig en það eru einmitt einu félögin sem hafa unnið þessa keppni frá því að hún var sett á laggirnar árið 2006. Hjá konum eru það Fram, HK, Stjarnan og Valur sem spila í undanúrslitunum en öll hafa þau unnið þennan titil nema HK sem er að þreyta frumraun sína í Deildarbikar HSÍ. Hafnarfjarðarliðin Haukar og FH eru í tveimur efstu sætum N1-deildar karla og eins og undanfarin tvö ár eiga þau möguleika á því að mætast í úrslitaleiknum. Það hefur hingað til klikkaði í bæði skiptin því Akureyringar slógu FH-inga út 2009 og slógu síðan Haukana út í fyrra. Akureyrarliðið tapaði síðan fyrir hinu Hafnarfjarðarliðinu í úrslitaleikjunum, 24-25 fyrir Haukum 2009 og svo 26-29 fyrir FH í fyrra. Það er stutt síðan að Hafnarfjarðarliðin mættust síðast. Haukar mættu í Kaplakrikann fyrir átta dögum og unnu þá 21-16 sigur eftir að hafa unnið síðustu 18 mínútur leiksins 11-3. Topplið Hauka mætir Fram í fyrri undanúrslitaleiknum hjá körlunum, en liðin hafa mæst tvisvar í vetur og unnið hvort sinn leikinn eftir mikla spennu. Framliðið var á toppnum framan af móti en Haukar hafa verið á skriði síðustu mánuði og eru nú með fimm stiga forskot í toppsætinu. Hinn undanúrslitaleikurinn er á milli FH og HK, sem hafa einnig leikið tvo spennandi leiki í vetur. Liðin gerðu fyrst 30-30 jafntefli í Digranesi en FH vann síðan 25-23 sigur í leik liðanna í Kaplakrika eftir að HK hafði verið yfir í hálfleik. Áttundi úrslitaleikurinn í röð hjá Val og Fram?Hrafnhildur Skúladóttir Valskonur hafa unnið alla leiki vetrarins og eiga titil að verja.Fréttablaðið/daníelÍslandsmeistarar Vals og bikarmeistarar Fram hafa mæst í síðustu sjö úrslitaleikjunum í öllum keppnum hjá konunum og eru líkleg til að komast í þann áttunda í röð í dag. Það eru liðin tvö ár síðan að úrslitaleikur fór fram í kvennahandboltanum þar sem vantaði annað liðið. Fram vann þá 27-25 sigur á Haukum í úrslitaleik deildarbikarsins en Valsliðið hafði notað ólöglegan leikmann þegar liðið vann Hauka í undanúrslitunum og Haukum var því dæmdur sigurinn í þeim leik. Íslandsmeistarar Vals hafa unnið alla sex deildarleiki sína í vetur með miklum yfirburðum og mæta HK í seinni undanúrslitaleiknum hjá konunum. Liðin mættust í Digranesi í nóvember og þá vann Valsliðið 32-25 sigur. Þetta verður í fyrsta sinn sem hið unga HK-lið tekur þátt í þessari keppni en HK kom mjög á óvart í upphafi tímabilsins en hefur síðan gefið nokkuð eftir. Framliðið tapaði óvænt fyrir HK í fyrsta leik en hefur síðan unnið sex deildarleiki í röð. Fram mætir Stjörnunni í fyrri undanúrslitaleiknum hjá konunum en Fram vann 33-25 sigur í Garðabænum í leik liðanna í byrjun nóvember. Stjörnukonur hafa setið eftir í undanúrslitunum undanfarin tvö ár en unnu þessa keppni fyrir þremur árum. Veislan byrjar klukkan fjögur í dag og síðan verður boðið upp á handbolta samfellt til að verða ellefu í kvöld. Miðaverð er þúsund krónur fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni