Hafnarfjarðarbær ekki féflettur Dr. Bjarki Jóhannesson skrifar 23. desember 2011 06:00 Í Fréttablaðinu 21. desember birtist greinin „Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama“ eftir Karl Garðarsson. Karli er þakkað fyrir að opna mjög þarfa umræðu, en þó eru nokkur atriði varðandi aðkomu embættis byggingarfulltrúa sem ástæða er til að leiðrétta, og jafnframt að minnast á ábyrgð byggingarstjóra í þessu máli. Karl fjallar um skort á réttri skráningu byggingarstigs fasteigna, sem er grundvöllur álagningar fasteignagjalda. Þar sem hús sem flutt er inn í séu enn skráð sem fokheld, innheimtist aðeins hluti lögboðinna fasteignagjalda af þeim. Karl fullyrðir síðan að ekkert sé gert í málinu og að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum. Bæjaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu svo árum skipti, en hafi loks vaknað af „Þyrnirósarsvefni“. Ég upplýsti Karl um nokkur atriði í símtali, m.a. að þetta ástand væri afrakstur þenslunnar, og að bærinn hafi byggst það hratt upp og framkvæmdir verið það miklar að ógerningur hafi verið að fylgja þessum málum eftir. Á árunum 2003-2007 voru stundum samþykkt 10-15 byggingarleyfi á viku og eftirlitsmenn náðu rétt að hlaupa á milli húsa í úttektum. Á árinu 2007 voru byggingarleyfin t.a.m. um 250 talsins. Í aðdraganda hrunsins fór að hægja á þessu, og jafnframt fóru eftirköst þenslunnar að koma í ljós. Meðal þess var að einstaka byggingarstjórar höfðu látið undir höfuð leggjast að óska eftir úttektum sem er lögboðin skylda þeirra. Þetta á þó alls ekki við um alla byggingarstjóra. Meðal þessa voru fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem mynda grunn fyrir rétta skráningu húsnæðisins. Dæmi voru jafnvel um það að hús væru skráð á byggingarstigi 1, sem þýðir aðeins að byggingarleyfi hafi verið gefið út, þó svo að húsin væru fullbyggð og fólk flutt inn í þau. Það gefur aðeins 10% af fullu fasteignamati. Við brugðumst strax við þessu og frá og með árinu 2008 höfum við verið að krefja byggingarstjóra iðnaðarhúsnæðis og fjölbýlishúsa um fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem er forsenda þess að færa byggingarstig upp og þar með innheimta full fasteignagjöld. Það er, að færa húsnæði af byggingarstigi 4 (fokhelt) sem gefur 50% af fullu fasteignamati og upp á byggingarstig 7 (fullbúið) sem gefur fullt fasteignamat. Samkvæmt eldri skipulags- og byggingarlögum voru úrræði okkar fram til ársins 2010 að beita dagsektum til að fá byggingarstjórana sjálfa til að sækja um lokaúttekt og þurfti það allt að fara gegnum skipulags- og byggingarráð og síðan bæjarstjórn, sem tók ærinn tíma. Með nýjum mannvirkjalögum, sem tóku gildi 1. janúar 2010 getur byggingarfulltrúi boðað lokaúttekt og ef byggingarstjóri mætir ekki, sett á hann dagsektir, allt án milliliða. Á þessu tímabili höfum við verið með 130 slík eftirrekstrarmál í gangi og árangurinn hefur verið að á árunum 2009 og 2010 skilaði þetta 50 fokheldisúttektum íbúðarhúsa með 240 íbúðum og um 50 fokheldisúttektum á atvinnuhúsnæði. Lokaúttektir voru álíka margar, en lokatölur þessa árs liggja enn ekki fyrir. Þar með hafa umtalsverð fasteignagjöld skilað sér. Þar með er ekki öll sagan sögð hvað varðar fasteignagjöldin. Nú er það svo, að hafi lokaúttekt ekki farið fram, en húsið telst fullbúið, færir Þjóðskrá (Fasteignamat ríkisins) matsstig húsanna upp í matsstig 8, sem þýðir að 95% af fullu fasteignagjaldi eru innheimt. Karl tekur sérstaklega upp skráningu einbýlishúsa. Því miður er það oftast svo að ekki er gerð lokaúttekt á einbýlishúsum og liggja til þess ýmsar ástæður, einkum þær að eigendur ljúka oft við hús sín án aðkomu byggingarstjóra. Fjöldi slíkra mála er slíkur að ógerningur er að sinna þeim, enda eru flest þessara húsa með matsstig 8 og skila þ.a.l. 95% fasteignagjalda. Hér er því ekki um það tekjutap eða mismunun íbúa að ræða sem Karl heldur fram. Það er því mjög villandi að benda á að fjöldi húsa sé á byggingarstigi 4 og fasteignagjöld skili sér ekki þess vegna, þar sem í flestum tilvikum er matsstigið 8. Þetta fékk Karl allt upplýst, en fjallar ekki um í grein sinni. Því skal þó ekki mótmælt að full þörf er á að taka betur til í þessum skráningarmálum og yfirliti yfir þau. Best væri að fara um bæinn og gera fullkomna úttekt á þessu, eins og Karl bendir réttilega á. Því skal þó bætt við að þar þarf að fara að lögum, en þess munu dæmi, að sveitarfélög skrái byggingarstig 7 án þess að lokaúttekt hafi farið fram. Slíkt gerum við ekki í Hafnarfirði.Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 21. desember birtist greinin „Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama“ eftir Karl Garðarsson. Karli er þakkað fyrir að opna mjög þarfa umræðu, en þó eru nokkur atriði varðandi aðkomu embættis byggingarfulltrúa sem ástæða er til að leiðrétta, og jafnframt að minnast á ábyrgð byggingarstjóra í þessu máli. Karl fjallar um skort á réttri skráningu byggingarstigs fasteigna, sem er grundvöllur álagningar fasteignagjalda. Þar sem hús sem flutt er inn í séu enn skráð sem fokheld, innheimtist aðeins hluti lögboðinna fasteignagjalda af þeim. Karl fullyrðir síðan að ekkert sé gert í málinu og að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum. Bæjaryfirvöld hafi ekkert gert í málinu svo árum skipti, en hafi loks vaknað af „Þyrnirósarsvefni“. Ég upplýsti Karl um nokkur atriði í símtali, m.a. að þetta ástand væri afrakstur þenslunnar, og að bærinn hafi byggst það hratt upp og framkvæmdir verið það miklar að ógerningur hafi verið að fylgja þessum málum eftir. Á árunum 2003-2007 voru stundum samþykkt 10-15 byggingarleyfi á viku og eftirlitsmenn náðu rétt að hlaupa á milli húsa í úttektum. Á árinu 2007 voru byggingarleyfin t.a.m. um 250 talsins. Í aðdraganda hrunsins fór að hægja á þessu, og jafnframt fóru eftirköst þenslunnar að koma í ljós. Meðal þess var að einstaka byggingarstjórar höfðu látið undir höfuð leggjast að óska eftir úttektum sem er lögboðin skylda þeirra. Þetta á þó alls ekki við um alla byggingarstjóra. Meðal þessa voru fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem mynda grunn fyrir rétta skráningu húsnæðisins. Dæmi voru jafnvel um það að hús væru skráð á byggingarstigi 1, sem þýðir aðeins að byggingarleyfi hafi verið gefið út, þó svo að húsin væru fullbyggð og fólk flutt inn í þau. Það gefur aðeins 10% af fullu fasteignamati. Við brugðumst strax við þessu og frá og með árinu 2008 höfum við verið að krefja byggingarstjóra iðnaðarhúsnæðis og fjölbýlishúsa um fokheldisúttektir og lokaúttektir, sem er forsenda þess að færa byggingarstig upp og þar með innheimta full fasteignagjöld. Það er, að færa húsnæði af byggingarstigi 4 (fokhelt) sem gefur 50% af fullu fasteignamati og upp á byggingarstig 7 (fullbúið) sem gefur fullt fasteignamat. Samkvæmt eldri skipulags- og byggingarlögum voru úrræði okkar fram til ársins 2010 að beita dagsektum til að fá byggingarstjórana sjálfa til að sækja um lokaúttekt og þurfti það allt að fara gegnum skipulags- og byggingarráð og síðan bæjarstjórn, sem tók ærinn tíma. Með nýjum mannvirkjalögum, sem tóku gildi 1. janúar 2010 getur byggingarfulltrúi boðað lokaúttekt og ef byggingarstjóri mætir ekki, sett á hann dagsektir, allt án milliliða. Á þessu tímabili höfum við verið með 130 slík eftirrekstrarmál í gangi og árangurinn hefur verið að á árunum 2009 og 2010 skilaði þetta 50 fokheldisúttektum íbúðarhúsa með 240 íbúðum og um 50 fokheldisúttektum á atvinnuhúsnæði. Lokaúttektir voru álíka margar, en lokatölur þessa árs liggja enn ekki fyrir. Þar með hafa umtalsverð fasteignagjöld skilað sér. Þar með er ekki öll sagan sögð hvað varðar fasteignagjöldin. Nú er það svo, að hafi lokaúttekt ekki farið fram, en húsið telst fullbúið, færir Þjóðskrá (Fasteignamat ríkisins) matsstig húsanna upp í matsstig 8, sem þýðir að 95% af fullu fasteignagjaldi eru innheimt. Karl tekur sérstaklega upp skráningu einbýlishúsa. Því miður er það oftast svo að ekki er gerð lokaúttekt á einbýlishúsum og liggja til þess ýmsar ástæður, einkum þær að eigendur ljúka oft við hús sín án aðkomu byggingarstjóra. Fjöldi slíkra mála er slíkur að ógerningur er að sinna þeim, enda eru flest þessara húsa með matsstig 8 og skila þ.a.l. 95% fasteignagjalda. Hér er því ekki um það tekjutap eða mismunun íbúa að ræða sem Karl heldur fram. Það er því mjög villandi að benda á að fjöldi húsa sé á byggingarstigi 4 og fasteignagjöld skili sér ekki þess vegna, þar sem í flestum tilvikum er matsstigið 8. Þetta fékk Karl allt upplýst, en fjallar ekki um í grein sinni. Því skal þó ekki mótmælt að full þörf er á að taka betur til í þessum skráningarmálum og yfirliti yfir þau. Best væri að fara um bæinn og gera fullkomna úttekt á þessu, eins og Karl bendir réttilega á. Því skal þó bætt við að þar þarf að fara að lögum, en þess munu dæmi, að sveitarfélög skrái byggingarstig 7 án þess að lokaúttekt hafi farið fram. Slíkt gerum við ekki í Hafnarfirði.Dr. Bjarki Jóhannesson sviðsstjóri/skipulags- og byggingarfulltrúi Hafnarfjarða.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun