Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama Karl Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar