Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama Karl Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun