Hafnarfjarðarbær féflettur – og öllum er sama Karl Garðarsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Hvernig finnst íbúum í Hafnarfirði að greiða tugi þúsunda króna í fasteignagjöld á mánuði á meðan nágranninn, sem býr í sams konar húsi, borgar kannski helmingi minna? Þú borgar sem sagt helmingi meira til samneyslunnar í bænum, til leikskóla, skóla, íþrótta og menningar, en nágranninn sem nýtir sér samt sömu þjónustu! Þú borgar helmingi meira til framkvæmda í bænum en nágranninn sem heilsar þér með virktum á hverjum morgni. Og það sem verra er – það er ekkert gert í málinu. Staðreyndin er nefnilega sú að lítið sem ekkert eftirlit hefur verið með því að fasteignamat sé rétt skráð í bænum, en fasteignagjöld eru reiknuð út frá því. Hægt er að fullyrða að hundruð eigna í Hafnarfirði séu rangt skráð, oft vegna þess að eigendur vilja ekki hærra mat til að komast hjá því að greiða lögbundin gjöld, en í öðrum tilfellum er andvara- eða hugsunarleysi um að kenna. Bæjaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu svo árum skiptir. Það tók þannig ekki nema örfáar mínútur að prenta út lista yfir 100 íbúðir og hús í Hafnarfirði þar sem skráning var röng hjá Fasteignamati ríkisins. Flestar voru skráðar sem fokheldar þrátt fyrir að vera tilbúnar fyrir mörgum árum. Þessi útprentun náði aðeins til örfárra gatna – fullyrða má að þessar eignir telji mörg hundruð í bænum, að ekki sé talað um atvinnuhúsnæði. Dæmi er um að eignir sé skráðar sem sökklar þó að þær séu fyrir löngu komnar upp. Hér verður Hafnarfjarðarbær af tekjum sem nema tugum eða hundruðum milljóna. Hver einbýlishúsaeigandi sem býr í fullbúnu húsi, sem er skráð fokhelt, kemur sér þannig hjá því að borga tugi eða hundruð þúsunda á ári hverju. Á sama tíma er gegndarlaus niðurskurður á þjónustuþáttum bæjarins, leikskólum og skólum, að ekki sé talað um framlög til íþrótta og menningar. Í raun er það óskiljanlegt að bæjaryfirvöld í Hafnarfirði og Fasteignamat ríkisins skuli ekki hafa gert gangskör í þessum málum – fyrr en nú, en að sögn bæjaryfirvalda eru þau að vakna af löngum þyrnirósasvefni og bæta úr þessum málum. Af hverju þetta hefur viðgengist í fjölda ára er ekki vitað og ekki er heldur vitað hvernig bæjaryfirvöld ætla að réttlæta það gagnvart þeim sem staðið hafa skil á sínu öll þessi ár að aðrir skuli hafa sloppið með helmingi lægri fasteignagjöld. Ástandið er misjafnt milli sveitarfélaga en til samanburðar má þó nefna að í Kópavogi fara starfsmenn bæjarins 3-4 sinnum á ári í eftirlitsferðir um bæinn til að skoða stöðu mála. Þar var óskað eftir endurmati á um 400 íbúðum fyrir síðustu áramót, sem voru rangt skráðar. Þannig virðast engar spurningar hafa vaknað þegar bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hafa litið út um skrifstofuglugga sína og virt fyrir sér stórglæsilegar blokkir við Norðurbakkann, enda eru margar þeirra rétt fokheldar samkvæmt fasteignamati. Engar spurningar hafa vaknað þó að tugir íbúa í einni götu á Völlunum séu skráðir til heimilis í fokheldu húsnæði og hafi verið það svo árum skiptir. Guð einn veit hvernig ástandið er annars staðar. Sá sofandaháttur sem hér hefur verið í gangi er óþolandi, ekki síst á tímum þrenginga og niðurskurðar þar sem bæjarfélagið þarf á öllu sínum fjármunum að halda. Eina svar bæjaryfirvalda hefur verið að hækka fasteignagjöldin rétt einu sinni í jólamánuðinum – að minnsta kosti hjá þeim hluta bæjarbúa sem borgar þau.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar