Þjóðgarðsvörður Vatnajökuls-þjóðgarðs á villigötum Guðmundur G. Kristinsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í grein í Fréttablaðinu 29. október 2011 setur Snorri Baldursson, þjóðgarðsvörður á Vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs, fram ótrúlegar dylgjur um Ferðaklúbbinn 4x4 og gerir félagsmönnum klúbbsins það upp að þeir skælist yfir land utanvega til að GPS-ferlar eftir þá séu skilgreindir sem vegir. Þetta eru rangar og ærumeiðandi fullyrðingar um meðlimi Ferðaklúbbsins 4x4 sem endurspegla ótrúlega þröngsýni og vanþekkingu á starfsemi og baráttumálum Ferðaklúbbsins 4x4 varðandi eðlilegt ferðafrelsi ásamt áralangri baráttu gegn utanvegaakstri og ábyrgri ferðamennsku á hálendinu. Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir mörgum nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum bílum sem vill ferðast um hálendið á ábyrgan hátt og námskeiðum um ábyrga ferðamennsku á fjöllum. Ferðaklúbburinn 4x4 hefur einnig með samstarfi við Landmælingar Íslands lyft grettistaki í að ferla vegi á hálendinu til að leggja grunn að ábyrgum akstri þar. Snorri talar um að ekki sé verið að loka hálendinu, en hvað með Vikrafellsleið og Vonarskarð sem hafa verið eknar sem þjóðleiðir í meira en 60 ár eða löngu áður en GPS-tæki voru til. Að loka þessum vegum án vísindalegra raka eða með tilvísun í náttúruverndun kallar hann að siðvæða ferðamennsku og færa hana inn í 20 öldina. „Siðvæðing“ þjóðgarðsvarðarins er sérstök gerð af uppeldi. Snorri sem vill nútímavæða ferðamátann ætti að hugleiða nútíma uppeldisaðferðir, nefnilega að leyfa, hvetja og leiðbeina, en ekki loka, banna og refsa. Snorri setur fram spurningu um hvort Ferðaklúbburinn 4x4 ætli ekki berjast fyrir því að opnaðir verði 20-30 slóðar við Lakagíga. Þar er velheppnuð hringleið sem skemmtilegt er að ferðast um og þjóðgarðsvörðurinn veit, eða ætti að vita að Ferðaklúbburinn 4x4 hefur eingöngu verið að mótmæla lokunum vega án raunverulegra röksemda og það hefur ekkert með Lakagíga að gera. Þau rök sem stjórnvöld oftast nota fyrir lokunum á vegum byggjast á tilfinningalegum forsendum um að umferð bíla trufli göngufólk (Vonarskarð) eða að verið sé að uppfylla það sem kallað er ósnortin víðerni (Vikrafellsleið) sem þjónar þeim tilgangi að falla inn í einhverjar alþjóðlegar skilgreiningar sem ekki passa hér á landi. Snorri tengir frumkvöðla í ferðamennsku fyrri tíma, Guðmund Jónasson, Pál Arason og Jón Sigurgeirsson, við umhverfissóðaskap og að þeir hafi á þessum tíma ekið yfir holt og hæðir og hellt niður olíu um allar jarðir. Skoðanir þjóðgarðsvarðarins á fyrri kynslóðum eru í besta falli fordómar og móðgun við þá aðila og afkomendur þeirra og sýnir í hnotskurn að hann telur að ekki aðeins fólk sem nýtir ákveðinn ferðamáta sé betra fólk en annað, heldur að ákveðnar kynslóðir séu betri en aðrar. Ferðaklúbburinn 4x4 er hagsmunasamtök sem berjast fyrir eðlilegu og skynsamlegu ferðafrelsi fyrir hinn almenna ferðamann um hálendi Íslands og leggja áherslu á innleiðingu á ábyrgri ferðamennsku hér á landi. Hér er listi yfir nokkra þætti sem klúbburinn hefur komið að og tengjast ábyrgri ferðamennsku á hálendinu og náttúruvernd: l Ferðaklúbburinn 4x4 stendur árlega fyrir námskeiðum og nýliðaferðum fyrir fólk á óbreyttum og lítið breyttum bílum þar sem áhersla er lögð á að kenna fólki að ferðast af ábyrgð um hálendið.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur ávallt verið tilbúinn til samstarfs í málum sem snúa að útivist og jeppamennsku. Sú vinna félagsmanna með opinberu starfsfólki hefur verið launalaus, í sjálfboðavinnu og oft á vinnutíma.Félagar í Ferðaklúbbnum 4x4 hafa í eigin tíma stikað hálendisleiðir, málað stikur og merkt og klúbburinn greitt stikur og efni.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til gögn um hvað þyrfti að mæla á hálendinu og félagsmenn mældu hálendið með Landmælingum og eyddu í verkefnið mörg þúsund klukkustundum.Ferðaklúbburinn 4x4 lagði til vegagögn vegna stækkunarferlis friðlandsins í Þjórsárverum, gögn um öll mannvirki og skilgreiningar á öllum slóðum, tilgang þeirra og tilurð.Ferðaklúbburinn 4x4 kom með raunhæfar tillögur um hvaða vegslóðum bæri að loka innan friðlands í Þjórsárverum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur gefið út bæklinga gegn utanvegaakstri og lagt fjármagn í slík verkefni hjá öðrum.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur styrkt hálendisgæslu Landsbjargar.Ferðaklúbburinn 4x4 rekur með miklum kostnaði VHF-fjarskiptakerfið sem allir geta nýtt til skemmtunar og í öryggisskyni.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur tekið þátt í landgræðslu í Þórsmörk, Hekluskógum og víðar.Ferðaklúbburinn 4x4 hefur fengið landgræðsluverðlaun.Ferðaklúbburinn 4x4 er aðili að Landvernd. Það er óskiljanlegt hvað Snorra Baldurssyni þjóðgarðsverði gengur til með að tengja Ferðaklúbbinn 4x4 við þá þætti sem hann nefnir í sinni grein og ganga þvert gegn því starfi sem klúbburinn stendur fyrir. Samgöngunefnd Vatnajökulsþjóðgarðs hefur nú lokið störfum þar sem deilumál hafa verið rædd. Nefndin hefur skilað niðurstöðum til stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs og það er óskandi að stjórn þjóðgarðsins taki jákvætt í þær tillögur og leggi þar með grunn að góðri sátt um garðinn. Líklega eru fáir ákafari um slíka sátt en félagsmenn Ferðaklúbbsins 4x4.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun