Land tækifæranna Andri Guðmundsson skrifar 21. desember 2011 06:00 Á fróðlegri ráðstefnu VÍB um daginn sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur FT, eitthvað á þá leið að hann væri hættur að vorkenna Íslendingum. Vissulega var hér stór skellur, en Íslendingar fóru frá því að vera rosalega rík þjóð, yfir í það að vera „bara" rík þjóð. Þrátt fyrir allt, þá eru lífskjör Íslendinga enn meðal þeirra bestu í heimi. Það er almennt óumdeilt að velmegun í framtíðinni mun að miklu leyti snúast um aðgang að orku, vatni og matvælum. Íslendingar hafa miklu meiri orku en þeir nýta (og hún er endurnýjanleg), við höfum nægt hreint vatn og öflugan sjávarútveg þannig að til lengri tíma erum við vel sett. Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem fólki er enn að fjölga (meðaltal Evrópu er lægra en 1,5 börn á hverja konu en það er yfir 2 fyrir Ísland). Íslendingar teljast líka vel menntaðir, og heilbrigðisþjónusta með því allra besta sem þekkist. Jafnframt, þá er íslenska lífeyriskerfið eitt það best fjármagnaða í heimi (miðað við þjóðarframleiðslu). Íslenskur vinnumarkaður ætti að vera áhugaverður kostur fyrir fjárfesta: Hann er einstaklega sveigjanlegur og aðlagast hratt breyttum aðstæðum. Þar að auki, vegna veikrar krónu, þá eru laun á Íslandi lægri en í mörgum nágrannaríkjum okkar. Á sviði nýsköpunar og hátækni eru Íslendingar einstaklega sterkir. Það er afrek fyrir 300.000 manna þjóð að geta státað af fyrirtækjum líkt og Marel, Össuri, CCP svo eitthvað sé nefnt. Að lokum má nefna að ferðamannaiðnaður er sívaxandi grein hér á landi, og að „náttúruímynd" Íslands er sterk og veitir sérstöðu. Tímabundnir erfiðleikarVissulega eru aðstæður enn erfiðar vegna hrunsins, þó að raunhagvöxtur hafi verið um 3,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Atvinnuleysi er enn meira en við eigum að venjast og skuldir miklar; ríkis, fyrirtækja og heimila. Skuldir ríkisins voru um 86% af þjóðarframleiðslu í lok ágúst á þessu ári, sem telst í hærra lagi – en þó töluvert lægri en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Fjárfesting er í sögulegu lágmarki og þá ekki síst vegna gjaldeyrishaftanna. Matsfyrirtækin og erlendir greinendur eru sammála um að það sé lykilatriði að þau séu afnumin sem fyrst. Þótt gjaldeyriseign Seðlabankans sé í sögulegu hámarki (um 8 ma. USD), þá skiptir miklu máli að eigendur aflandskróna, sem og aðrir fjárfestar, flýi ekki krónuna við fyrsta tækifæri. Skammtímasveiflur á genginu geta leitt af sér verðbólguskot – og þar sem við búum við verðtryggingu, yrði slíkt afar þungbært fyrir heimili landsins. Erlendar fjárfestingar eru forsenda velmegunarLíkt og nefnt var fyrr, þá hafa Íslendingar allar undirstöður til að hefja nýtt skeið velmegunar. Ef hagvöxtur eykst, má gera það án aukinnar skattheimtu og umtalsverðs niðurskurðar í velferðarkerfinu. Það er hins vegar mat greiningaraðila, íslenskra og erlendra, að erlend fjárfesting er forsenda aukins hagvaxtar. Á þetta er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Moody's bendir á að ef meðalhagvöxtur lækki um 0,5% þá muni skuldir vera 107% af landsframleiðslu árið 2016 (en ekki 81% eins og gert ráð fyrir). Slík skuldsetning myndi leiða til þess að vaxtarkostnaður yrði gríðarlega hár (ef einhver væri til að lána Íslandi á annað borð). Á síðustu árum hafa nokkrir erlendir aðilar sýnt áhuga á fjárfestingu á Íslandi. Því miður hefur sá áhugi enn ekki skilað sér í raunverulegum fjárfestingum. Nærtæk skýring á því er að umgjörð fyrir erlenda fjárfesta hefur verið ábótavant. Stjórnvöld hafa verið sein til svara, hótað afturvirkri löggjöf og almenn umfjöllun um áhugasama fjárfesta hefur verið einhliða og afar neikvæð. Svo neikvæð, að eftir hefur verið tekið í leiðandi fjölmiðlum erlendis. Til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta er mikilvægt að stjórnvöld setji afgreiðslu þeirra mála í fyrirsjáanlegan farveg og að umfjöllun sé sanngjörn og byggð á staðreyndum. Annað lykilatriði til þess að auka erlenda fjárfestingu er að gjaldeyrishöftum verði aflétt fljótt og vel. Seðlabanki Íslands hefur nú þegar byrjað að framkvæma fyrsta stig á því ferli, og kynnti svokallaða „Fjárfestingarleið" nú fyrir nokkrum dögum. Í henni felst, í grófum dráttum, að erlendum fjárfestum sem og eigendum aflandskróna sé veittur hvati til þess að fjárfesta á Íslandi og binda fé sitt hér í að minnsta kosti fimm ár. Þetta léttir þrýstinginn á krónunni sem er nauðsyn þess að hægt sé að aflétta höftunum án þess að fjármálastöðugleika verði ógnað. Ef aflétta á höftunum algerlega þarf trúverðuga peningamálastefnu til framtíðar. Það er, flestir eru sammála um að fljótandi króna, með frjálsu flæði fjármagns, sé ekki góð hugmynd til framtíðar. Nú eru ýmsir að koma fram sem dásama sveigjanleika krónunnar, sem er í lagi ef sátt næst um ítrekuð verðbólguskot, rýrnun eiginfjár almennings vegna verðtryggingar og stórkostlegrar rýrnunar kaupmáttar þegar gengið lækkar. Óstöðugur gjaldmiðill fælir auk þess frá erlenda fjárfesta, eða leiðir til þess að þeir krefjist töluverðs afsláttar vegna aukinnar áhættu. Stjórnvöld, eða hluti þeirra, hafa markað sér langtímastefnu í peningamálum með umsókn að Evrópusambandinu. Þó að það séu tímar mikillar óvissu nú í Evrópusambandinu, þá er evra enn miklu stöðugri gjaldmiðill en íslensk króna. Og stjórnvöld hafa þó einhverja stefnu – sem er betra en engin í augum flestra fjárfesta því að óvissa er minni. Einnig ber að greina aðra kosti, eins og t.d. einhliða upptöku annars gjaldmiðils (t.d. Kanadadollar) eða sveigjanlega fastgengisstefnu. Um leið er eðlilegt að gera þá kröfu til þeirra sem ætla sér að komast til áhrifa í íslensku samfélagi, og eru hlynntir aukinni fjárfestingu, að hafa einhverskonar stefnu í peningamálum til framtíðar. „Öguð ríkisfjármál" jafngilda ekki langtímastefnu í peningamálum, þau eru nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda langvarandi stöðugleika. Velmegun eða glötuð tækifæri?Margar þjóðir í Evrópu standa nú í ströngu: Ítalía, Grikkland og Spánn. Opinber skuldsetning er þar ýmist hærri, svipuð eða lægri en á Íslandi en hagvöxtur minni. Allar þessar þjóðir hafa mjög ósveigjanlegan vinnumarkað, sem leiðir til þess að atvinnuleysi er mjög hátt og dregur úr líkunum á nýráðningum, fjárfestingum og hagvexti. Allar þessar þjóðir eiga töluvert færri börn en Íslendingar – sem merkir að færri munu borga brúsann fyrir fleiri í framtíðinni. Þar að auki, þá eru þetta allt miklu stærri hagkerfi en hið íslenska. Fá stór fjárfestingarverkefni munu ekki nægja til þess að koma atvinnulífinu í gang þar. Hvernig getum við horft á aðstæður á Íslandi og leyft okkur að staðna, þegar vandi okkar er miklu viðráðanlegri en annarra? Margir hafa komið fram með vel útfærðar tillögur til að auka hagvöxt, erlendar fjárfestingar og valkosti í peningamálum til framtíðar. Það er nú á ábyrgð allra Íslendinga að þeim sem koma fram með lausnir og eru óhræddir að ganga til verka sé nú veitt athygli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Á fróðlegri ráðstefnu VÍB um daginn sagði Martin Wolf, aðalhagfræðingur FT, eitthvað á þá leið að hann væri hættur að vorkenna Íslendingum. Vissulega var hér stór skellur, en Íslendingar fóru frá því að vera rosalega rík þjóð, yfir í það að vera „bara" rík þjóð. Þrátt fyrir allt, þá eru lífskjör Íslendinga enn meðal þeirra bestu í heimi. Það er almennt óumdeilt að velmegun í framtíðinni mun að miklu leyti snúast um aðgang að orku, vatni og matvælum. Íslendingar hafa miklu meiri orku en þeir nýta (og hún er endurnýjanleg), við höfum nægt hreint vatn og öflugan sjávarútveg þannig að til lengri tíma erum við vel sett. Ísland er eitt fárra Evrópuríkja þar sem fólki er enn að fjölga (meðaltal Evrópu er lægra en 1,5 börn á hverja konu en það er yfir 2 fyrir Ísland). Íslendingar teljast líka vel menntaðir, og heilbrigðisþjónusta með því allra besta sem þekkist. Jafnframt, þá er íslenska lífeyriskerfið eitt það best fjármagnaða í heimi (miðað við þjóðarframleiðslu). Íslenskur vinnumarkaður ætti að vera áhugaverður kostur fyrir fjárfesta: Hann er einstaklega sveigjanlegur og aðlagast hratt breyttum aðstæðum. Þar að auki, vegna veikrar krónu, þá eru laun á Íslandi lægri en í mörgum nágrannaríkjum okkar. Á sviði nýsköpunar og hátækni eru Íslendingar einstaklega sterkir. Það er afrek fyrir 300.000 manna þjóð að geta státað af fyrirtækjum líkt og Marel, Össuri, CCP svo eitthvað sé nefnt. Að lokum má nefna að ferðamannaiðnaður er sívaxandi grein hér á landi, og að „náttúruímynd" Íslands er sterk og veitir sérstöðu. Tímabundnir erfiðleikarVissulega eru aðstæður enn erfiðar vegna hrunsins, þó að raunhagvöxtur hafi verið um 3,7% á fyrstu níu mánuðum ársins. Atvinnuleysi er enn meira en við eigum að venjast og skuldir miklar; ríkis, fyrirtækja og heimila. Skuldir ríkisins voru um 86% af þjóðarframleiðslu í lok ágúst á þessu ári, sem telst í hærra lagi – en þó töluvert lægri en upphaflegar spár gerðu ráð fyrir. Fjárfesting er í sögulegu lágmarki og þá ekki síst vegna gjaldeyrishaftanna. Matsfyrirtækin og erlendir greinendur eru sammála um að það sé lykilatriði að þau séu afnumin sem fyrst. Þótt gjaldeyriseign Seðlabankans sé í sögulegu hámarki (um 8 ma. USD), þá skiptir miklu máli að eigendur aflandskróna, sem og aðrir fjárfestar, flýi ekki krónuna við fyrsta tækifæri. Skammtímasveiflur á genginu geta leitt af sér verðbólguskot – og þar sem við búum við verðtryggingu, yrði slíkt afar þungbært fyrir heimili landsins. Erlendar fjárfestingar eru forsenda velmegunarLíkt og nefnt var fyrr, þá hafa Íslendingar allar undirstöður til að hefja nýtt skeið velmegunar. Ef hagvöxtur eykst, má gera það án aukinnar skattheimtu og umtalsverðs niðurskurðar í velferðarkerfinu. Það er hins vegar mat greiningaraðila, íslenskra og erlendra, að erlend fjárfesting er forsenda aukins hagvaxtar. Á þetta er vart hægt að leggja of mikla áherslu. Moody's bendir á að ef meðalhagvöxtur lækki um 0,5% þá muni skuldir vera 107% af landsframleiðslu árið 2016 (en ekki 81% eins og gert ráð fyrir). Slík skuldsetning myndi leiða til þess að vaxtarkostnaður yrði gríðarlega hár (ef einhver væri til að lána Íslandi á annað borð). Á síðustu árum hafa nokkrir erlendir aðilar sýnt áhuga á fjárfestingu á Íslandi. Því miður hefur sá áhugi enn ekki skilað sér í raunverulegum fjárfestingum. Nærtæk skýring á því er að umgjörð fyrir erlenda fjárfesta hefur verið ábótavant. Stjórnvöld hafa verið sein til svara, hótað afturvirkri löggjöf og almenn umfjöllun um áhugasama fjárfesta hefur verið einhliða og afar neikvæð. Svo neikvæð, að eftir hefur verið tekið í leiðandi fjölmiðlum erlendis. Til þess að auka áhuga erlendra fjárfesta er mikilvægt að stjórnvöld setji afgreiðslu þeirra mála í fyrirsjáanlegan farveg og að umfjöllun sé sanngjörn og byggð á staðreyndum. Annað lykilatriði til þess að auka erlenda fjárfestingu er að gjaldeyrishöftum verði aflétt fljótt og vel. Seðlabanki Íslands hefur nú þegar byrjað að framkvæma fyrsta stig á því ferli, og kynnti svokallaða „Fjárfestingarleið" nú fyrir nokkrum dögum. Í henni felst, í grófum dráttum, að erlendum fjárfestum sem og eigendum aflandskróna sé veittur hvati til þess að fjárfesta á Íslandi og binda fé sitt hér í að minnsta kosti fimm ár. Þetta léttir þrýstinginn á krónunni sem er nauðsyn þess að hægt sé að aflétta höftunum án þess að fjármálastöðugleika verði ógnað. Ef aflétta á höftunum algerlega þarf trúverðuga peningamálastefnu til framtíðar. Það er, flestir eru sammála um að fljótandi króna, með frjálsu flæði fjármagns, sé ekki góð hugmynd til framtíðar. Nú eru ýmsir að koma fram sem dásama sveigjanleika krónunnar, sem er í lagi ef sátt næst um ítrekuð verðbólguskot, rýrnun eiginfjár almennings vegna verðtryggingar og stórkostlegrar rýrnunar kaupmáttar þegar gengið lækkar. Óstöðugur gjaldmiðill fælir auk þess frá erlenda fjárfesta, eða leiðir til þess að þeir krefjist töluverðs afsláttar vegna aukinnar áhættu. Stjórnvöld, eða hluti þeirra, hafa markað sér langtímastefnu í peningamálum með umsókn að Evrópusambandinu. Þó að það séu tímar mikillar óvissu nú í Evrópusambandinu, þá er evra enn miklu stöðugri gjaldmiðill en íslensk króna. Og stjórnvöld hafa þó einhverja stefnu – sem er betra en engin í augum flestra fjárfesta því að óvissa er minni. Einnig ber að greina aðra kosti, eins og t.d. einhliða upptöku annars gjaldmiðils (t.d. Kanadadollar) eða sveigjanlega fastgengisstefnu. Um leið er eðlilegt að gera þá kröfu til þeirra sem ætla sér að komast til áhrifa í íslensku samfélagi, og eru hlynntir aukinni fjárfestingu, að hafa einhverskonar stefnu í peningamálum til framtíðar. „Öguð ríkisfjármál" jafngilda ekki langtímastefnu í peningamálum, þau eru nauðsynleg en ekki nægjanleg forsenda langvarandi stöðugleika. Velmegun eða glötuð tækifæri?Margar þjóðir í Evrópu standa nú í ströngu: Ítalía, Grikkland og Spánn. Opinber skuldsetning er þar ýmist hærri, svipuð eða lægri en á Íslandi en hagvöxtur minni. Allar þessar þjóðir hafa mjög ósveigjanlegan vinnumarkað, sem leiðir til þess að atvinnuleysi er mjög hátt og dregur úr líkunum á nýráðningum, fjárfestingum og hagvexti. Allar þessar þjóðir eiga töluvert færri börn en Íslendingar – sem merkir að færri munu borga brúsann fyrir fleiri í framtíðinni. Þar að auki, þá eru þetta allt miklu stærri hagkerfi en hið íslenska. Fá stór fjárfestingarverkefni munu ekki nægja til þess að koma atvinnulífinu í gang þar. Hvernig getum við horft á aðstæður á Íslandi og leyft okkur að staðna, þegar vandi okkar er miklu viðráðanlegri en annarra? Margir hafa komið fram með vel útfærðar tillögur til að auka hagvöxt, erlendar fjárfestingar og valkosti í peningamálum til framtíðar. Það er nú á ábyrgð allra Íslendinga að þeim sem koma fram með lausnir og eru óhræddir að ganga til verka sé nú veitt athygli.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun