Varúð! – ég elska þig Sigþrúður Guðmundsdóttir skrifar 6. desember 2011 06:00 Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Við konur erum aldar upp við ýmis konar leiðbeiningar um hegðun sem á að draga úr líkunum á því að karlar beiti okkur ofbeldi. Við eigum sérstaklega að passa okkur utandyra og á ókunnum stöðum, ekki vera einar á ferli eftir að skyggja tekur en heldur ekki þiggja fylgd ókunnugs manns. Við skulum forðast að klæða okkur á þann hátt að það gæti misskilist sem auglýsing eftir kynferðislegri athygli og kynlífi, ekki vera of drukknar innan um annað fólk, ekki kærulausar, ekki daðra við menn og gefa í skyn að við séum með kynlíf í huga ef við erum það ekki og alls ekki skipta um skoðun á því hvort við séum með kynlíf í huga hafi það verið raunin. Með þessum ráðleggingum er sjálfsagt ekki meðvitað verið að segja okkur að beiti einhver okkur ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum getum við sjálfum okkur um kennt. Staðreyndin er samt sú að séum við beittar ofbeldi við einhverjar af ofangreindum aðstæðum kennum við okkur sjálfum um. Þannig er það bara, skömmin og sektarkenndin sem fylgja kynbundu ofbeldi sitja hjá brotaþolunum í stað sjálfsagðrar og réttlátrar reiði. Líka núna árið 2011 þegar við ættum að vera komin svo miklu lengra. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að 42% íslenskra kvenna hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi einhvern tíma á fullorðinsárum. Þarna er andlegt ofbeldi undanskilið, sem og ofbeldi sem konurnar urðu fyrir í barnæsku. 42% kvenna á Íslandi eru á bilinu 44-49 þúsund konur, sem er í það minnsta jafn margar og allar fullorðnar konur í Reykjavík og álíka margar og allir íbúar Kópavogs, Seltjarnarness og Garðabæjar samanlagt. Það eru býsna margar manneskjur. Sama rannsókn leiðir í ljós að rúmlega 22% svarenda höfðu verið beitt líkamlegu ofbeldi og/eða kynferðisofbeldi af maka sínum eða fyrrverandi maka. Það jafngildir 23-27 þúsund konum á Íslandi, sem er álíka fjöldi og allir íbúar Hafnarfjarðar, sem eru líka býsna margar manneskjur. Sem sagt; meira en helmingur kvenna sem höfðu verið beittar ofbeldi hafði upplifað það af hendi maka eða fyrrverandi maka og ofbeldið hefur líklega í flestum tilfellum átt sér stað heima hjá brotaþola, á venjulegu íslensku heimili en ekki í dimmu húsasundi eða subbulegu partíi. Árlega koma 300-400 konur í Kvennaathvarfið og langflestar þeirra koma vegna ofbeldis af hendi maka eða fyrrverandi maka, kærasta, barnsföður eða annars nákomins. Sömu sögu segja þau sem leita til Stígamóta vegna kynferðisofbeldis, þar er ofbeldismaðurinn í flestum tilfellum einhver nákominn. Ef við ætlum að halda áfram að setja ábyrgð á kynbundu ofbeldi yfir á brotaþola ættum við því að leggja minni áherslu á það að konur séu ekki að þvælast einar úti en meiri á það að konur séu ekki að þvælast heima hjá sér. Klifa á því að mesta hættan felist ekki endilega í því að ganga heim til sín á dimmu kvöldi heldur í því að koma heim og vera heima með manninum sínum. Jafnframt ættum að hætta að vara konur við skyndikynnum og stefnumótum við ókunnuga menn en vara þær frekar við því að verða ástfangnar, að stofna til sambands við þann sem þær elska og ganga í hjónaband. Þessar leiðbeiningar eru auðvitað bara bull og ef við ætlum að koma í veg fyrir ofbeldi verðum við að beina sjónum að þeim sem beita því. Við verðum að koma ábyrgðinni þangað sem hún á heima og skapa umræðu meðal mögulegra gerenda um afleiðingar ofbeldis. Jafnframt verður sú umræða að snúast um réttindi fólks til friðhelgi heima hjá sér og á almannafæri, sem og um rétt okkar allra til að taka ákvarðanir um eigið líf og ráða yfir eigin líkama og tilfinningum. Jafnframt þarf að vekja athygli á þeirri aðstoð sem ofbeldismönnum sem vilja breyta hegðun sinni stendur til boða. Kynbundið ofbeldi er samfélagslegt vandamál sem kemur okkur öllum við og við verðum að vera meðvituð um mikilvægi þess að taka afstöðu gegn ofbeldi, standa með brotaþolum og koma til hjálpar þegar þess gerist þörf.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar