Ekki hægt að útiloka frekari niðurskurð á Landspítala 14. ágúst 2011 11:59 Ekki er útilokað að stjórnendum LSH verði gert að skera meira niður en forstjórinn segir að nú sé komið nóg. Ekki er hægt að útiloka niðurskurð til Landspítalans þótt forstjórinn segi hingað og ekki lengra. Fagráðuneytin fá á næstunni ramma utan um fjárlög. Unnið er að gerð fjárlagafrumvarpsins í fjármálaráðuneytinu en í næstu vikum fá ráðuneytin sérstaka ramma utan um fjárlög í sínum málaflokki sem þau vinna úr. Fjárlagafrumvarpið á síðan að liggja fyrir 1. október næstkomandi. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að komið sé að þolmörkum í niðurskurði hjá spítalanum. Skorið hafi verið niður um 8,6 milljarða króna frá árinu 2008. Það jafngildi 23 prósenta niðurskurði og spítalinn þoli einfaldlega ekki meira. Þá hefur starfsfólki spítalans fækkað um 11,5 prósent á undanförnu einu og hálfu ári. Hefur velferðarráðherra sagt við þig í óformlegum samtölum að það þurfi að skera meira niður? „Nei, hann hefur ekki sagt þetta í óformlegum samtölum. Við höfum ekki rætt þetta, en ég hef rætt við ráðuneytið, síðast fyrir tveimur vikum, um þetta en ég held að flestir geri sér grein fyrir því þar hvaða afleiðingar frekari niðurskurður hefur,“ segir Björn. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en eins og komið hefur fram er rætt um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu. Ekki er ljóst hvort um flatan niðurskurð verður að ræða. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta útilokað niðurskurð til einstakra stofnana eins og Landspítalans. Hún sagði að þegar fjárlögin kæmu til kasta þingsins þá myndi nefndin kalla til sín forsvarsmenn einstakra stofnana, eins og forstjóra Landspítalans, til að fá skýringar frá þeim. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira
Ekki er hægt að útiloka niðurskurð til Landspítalans þótt forstjórinn segi hingað og ekki lengra. Fagráðuneytin fá á næstunni ramma utan um fjárlög. Unnið er að gerð fjárlagafrumvarpsins í fjármálaráðuneytinu en í næstu vikum fá ráðuneytin sérstaka ramma utan um fjárlög í sínum málaflokki sem þau vinna úr. Fjárlagafrumvarpið á síðan að liggja fyrir 1. október næstkomandi. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, segir að komið sé að þolmörkum í niðurskurði hjá spítalanum. Skorið hafi verið niður um 8,6 milljarða króna frá árinu 2008. Það jafngildi 23 prósenta niðurskurði og spítalinn þoli einfaldlega ekki meira. Þá hefur starfsfólki spítalans fækkað um 11,5 prósent á undanförnu einu og hálfu ári. Hefur velferðarráðherra sagt við þig í óformlegum samtölum að það þurfi að skera meira niður? „Nei, hann hefur ekki sagt þetta í óformlegum samtölum. Við höfum ekki rætt þetta, en ég hef rætt við ráðuneytið, síðast fyrir tveimur vikum, um þetta en ég held að flestir geri sér grein fyrir því þar hvaða afleiðingar frekari niðurskurður hefur,“ segir Björn. Ekki náðist í Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra í morgun, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en eins og komið hefur fram er rætt um eins og hálfs prósents niðurskurð í velferðarráðuneytinu. Ekki er ljóst hvort um flatan niðurskurð verður að ræða. Oddný Harðardóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta útilokað niðurskurð til einstakra stofnana eins og Landspítalans. Hún sagði að þegar fjárlögin kæmu til kasta þingsins þá myndi nefndin kalla til sín forsvarsmenn einstakra stofnana, eins og forstjóra Landspítalans, til að fá skýringar frá þeim. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Sjá meira