Lífið

Perry þakkar fyrir sig

Katy Perry ætlar að bjóða aðdáendum sínum á tónleika.
Katy Perry ætlar að bjóða aðdáendum sínum á tónleika.
Söngkonan Katy Perry hyggst þakka aðdáendum sínum fyrir stuðninginn með því að bjóða þeim á tónleika í Los Angeles.

Ekkert mun kosta inn á tónleika söngkonunnar í Staples-höllinni í Los Angeles miðvikudaginn 23. nóvember, daginn eftir tónleika hennar í sömu höll sem verða hluti af tónleikaferðinni California Dreams.

Perry tilkynnti fríu tónleikana í þætti Ellenar Degeneres við mikinn fögnuð áhorfenda. Hún er nú að fylgja eftir plötunni Teenage Dream, sem hefur selst í milljón eintökum. Fimm lög af plötunni hafa náð toppi bandaríska Billboard-listans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.