Er þetta það sem við viljum? Karen Eiríksdóttir skrifar 2. nóvember 2011 06:00 Heldur voru það kaldar kveðjur, sem starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fékk frá yfirvöldum daginn eftir að það sat stolt að undirbúningi tíu ára afmælis deildarinnar. Mikill hugur var í fólki að gera kynningu á deildinni sem best úr garði og segja frá hinu góða starfi sem þar hefur verið unnið með fagmennsku, metnað og hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar komið að því! Ráðist er að þjónustu við aldraða á líknandi meðferð. Það hefur verið stórkostlegt að fá að vinna við að hjúkra þessum aldurshópi á síðustu ævidögum fólks. Maður taldi víst að þessi þjónusta fengi að vera í friði, en enn og aftur er ráðist að varnarlausum öldungum, ekki einungis fjölveikum með illvíga sjúkdóma, þrotnum að líkamlegum kröftum, heldur jafnframt með misdjúp sár á sál eftir ýmiss konar missi á langri ævi. Síðan þetta fallega og virðulega hús, Landakotsspítali, var alfarið tekið í þjónustu aldraðra, hefur manni virst mikil sátt hafa verið í þjóðfélaginu með þá þjónustu sem þar hefur verið veitt, og hafa margir hrósað yfirvöldum fyrir þá ákvörðun á sínum tíma. Á undanförnum árum hefur hins vegar sífellt verið gengið á þá þjónustu, sem fyrr var veitt í húsinu. Rætt er um að sameina eigi þær líknardeildir, sem starfræktar eru innan LSH. Hvað þýðir sú sameining í raun? Ákveðið hefur verið að flytja líknardeild Landakotsspítala í Kópavog, þ.e.a.s. loka líknardeild aldraðra á Landakoti. Þar með er óhjákvæmilega verið að rýra þjónustuna við aldraða. Undanfarin tvö sumur hafa þessar tvær líknardeildir verið samreknar í Kópavogi. Reynsla er nú fengin á hvað því viðvíkur að reka saman þessi tvö hjúkrunarsvið, annars vegar almenna líknardeild og hins vegar líknardeild fyrir aldraða. Allir hafi verið af vilja gerðir að láta þessa tilraun ganga sem best upp og viljað taka þátt í þeim niðurskurði sem öll þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Fullyrða má að báðar þessar líknardeildir veita ómetanlega þjónustu, en um er að ræða tvo mismunandi aldurshópa með mismunandi þarfir. Húsið í Kópavogi er að mínu mati mjög þröngt, og erfitt er að koma þar við ýmsum stórum hjálpartækjum sem beita þarf við þunga sjúklinga sem lítið eða ekkert geta hreyft sig í rúmum sínum. Staðsetning og skipulag deildarinnar á Landakoti hefur hentað vel þessari hjúkrun og umönnun, og hún býður upp á góða nánd við sjúklinga og aðstandendur þeirra, enda var deildin í upphafi hönnuð með þessa þjónustu í huga. Á Landakoti er opin röntgendeild tvisvar í viku. Þangað þurfa sjúklingar líknardeildar gjarnan að leita. Blóðrannsóknir og sjúkraþjálfun eru einnig í byggingunni og þarf því ekki að leita með þessa þjónustu út fyrir bæjarmörk. Undanfarin ár hefur verið áberandi hve aldraðir sem innritast á líknardeild Landakotsspítala hafa verið sjúkari en áður. Sömuleiðis hafa fjölskyldur margra þeirra verið orðnar mjög útkeyrðar og margir yfir sig þreyttir. Þetta hefur í för með sér ærið verk fyrir starfsfólk að hjálpa þessum hópi við að láta sér líða vel svo að allir geti gengið sem sáttastir frá kveðjustund. Á síðasta ári nutu liðlega hundrað aldraðir sjúklingar þjónustu líknardeildar aldraðra á Landakoti, ýmist til æviloka eða að meðferð leiddi til þess að þeir gátu farið á hjúkrunarheimili og jafnvel heim til sín. Gjarnan má minnast á fagurt útsýni af efstu hæð Landakotsspítala þar sem líknardeildin er. Þaðan blasa við listaverk náttúrunnar eins og þau gerast best, og hafa þau oft glatt gömul augu og rifjað upp margar góðar minningar. Sagt hefur verið í gríni að heppni hafi verið að útrásarvíkingarnir þurftu ekki að leita til deildarinnar, þar sem telja má víst að þeir hefðu séð tækifæri í staðsetningunni og viljað greiða hátt gjald fyrir útsýnið. Nú eru það hins vegar ráðamenn heilbrigðisþjónustunnar, sem ætla að loka fyrir þá þjónustu, er veitt hefur verið í húsinu við góðan orðstír. Margar spurningar hvíla eðlilega á starfsfólki líknardeildar. Rætt er um að heildarsparnaður sé áætlaður um 50 milljónir króna, og þá er mannlegi þátturinn ekki tekinn inn í dæmið. Er þessi ráðstöfun virkilega ómaksins virði? Ágætu ráðamenn. Hlífum þeim sem aldraðir eru og sjúkir. Leyfum þeim að vera saman á einum stað undir handleiðslu sérfræðinga. Enginn veit hver verður næstur að þurfa að þiggja spítalaþjónustu. Þá er gott til þess að vita að breiður faðmur er opinn á Landakotsspítala til að taka við öldruðum og um leið opnast væntanlega pláss á öðrum deildum fyrir sjúklinga, sem hentar betur sú þjónusta sem þar er veitt. Megum við bera gæfu til þess að veita öldruðum áfram þá þjónustu sem sómi er að! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Heldur voru það kaldar kveðjur, sem starfsfólk líknardeildar Landakotsspítala fékk frá yfirvöldum daginn eftir að það sat stolt að undirbúningi tíu ára afmælis deildarinnar. Mikill hugur var í fólki að gera kynningu á deildinni sem best úr garði og segja frá hinu góða starfi sem þar hefur verið unnið með fagmennsku, metnað og hlýju að leiðarljósi. Nú er hins vegar komið að því! Ráðist er að þjónustu við aldraða á líknandi meðferð. Það hefur verið stórkostlegt að fá að vinna við að hjúkra þessum aldurshópi á síðustu ævidögum fólks. Maður taldi víst að þessi þjónusta fengi að vera í friði, en enn og aftur er ráðist að varnarlausum öldungum, ekki einungis fjölveikum með illvíga sjúkdóma, þrotnum að líkamlegum kröftum, heldur jafnframt með misdjúp sár á sál eftir ýmiss konar missi á langri ævi. Síðan þetta fallega og virðulega hús, Landakotsspítali, var alfarið tekið í þjónustu aldraðra, hefur manni virst mikil sátt hafa verið í þjóðfélaginu með þá þjónustu sem þar hefur verið veitt, og hafa margir hrósað yfirvöldum fyrir þá ákvörðun á sínum tíma. Á undanförnum árum hefur hins vegar sífellt verið gengið á þá þjónustu, sem fyrr var veitt í húsinu. Rætt er um að sameina eigi þær líknardeildir, sem starfræktar eru innan LSH. Hvað þýðir sú sameining í raun? Ákveðið hefur verið að flytja líknardeild Landakotsspítala í Kópavog, þ.e.a.s. loka líknardeild aldraðra á Landakoti. Þar með er óhjákvæmilega verið að rýra þjónustuna við aldraða. Undanfarin tvö sumur hafa þessar tvær líknardeildir verið samreknar í Kópavogi. Reynsla er nú fengin á hvað því viðvíkur að reka saman þessi tvö hjúkrunarsvið, annars vegar almenna líknardeild og hins vegar líknardeild fyrir aldraða. Allir hafi verið af vilja gerðir að láta þessa tilraun ganga sem best upp og viljað taka þátt í þeim niðurskurði sem öll þjóðin hefur þurft að ganga í gegnum. Fullyrða má að báðar þessar líknardeildir veita ómetanlega þjónustu, en um er að ræða tvo mismunandi aldurshópa með mismunandi þarfir. Húsið í Kópavogi er að mínu mati mjög þröngt, og erfitt er að koma þar við ýmsum stórum hjálpartækjum sem beita þarf við þunga sjúklinga sem lítið eða ekkert geta hreyft sig í rúmum sínum. Staðsetning og skipulag deildarinnar á Landakoti hefur hentað vel þessari hjúkrun og umönnun, og hún býður upp á góða nánd við sjúklinga og aðstandendur þeirra, enda var deildin í upphafi hönnuð með þessa þjónustu í huga. Á Landakoti er opin röntgendeild tvisvar í viku. Þangað þurfa sjúklingar líknardeildar gjarnan að leita. Blóðrannsóknir og sjúkraþjálfun eru einnig í byggingunni og þarf því ekki að leita með þessa þjónustu út fyrir bæjarmörk. Undanfarin ár hefur verið áberandi hve aldraðir sem innritast á líknardeild Landakotsspítala hafa verið sjúkari en áður. Sömuleiðis hafa fjölskyldur margra þeirra verið orðnar mjög útkeyrðar og margir yfir sig þreyttir. Þetta hefur í för með sér ærið verk fyrir starfsfólk að hjálpa þessum hópi við að láta sér líða vel svo að allir geti gengið sem sáttastir frá kveðjustund. Á síðasta ári nutu liðlega hundrað aldraðir sjúklingar þjónustu líknardeildar aldraðra á Landakoti, ýmist til æviloka eða að meðferð leiddi til þess að þeir gátu farið á hjúkrunarheimili og jafnvel heim til sín. Gjarnan má minnast á fagurt útsýni af efstu hæð Landakotsspítala þar sem líknardeildin er. Þaðan blasa við listaverk náttúrunnar eins og þau gerast best, og hafa þau oft glatt gömul augu og rifjað upp margar góðar minningar. Sagt hefur verið í gríni að heppni hafi verið að útrásarvíkingarnir þurftu ekki að leita til deildarinnar, þar sem telja má víst að þeir hefðu séð tækifæri í staðsetningunni og viljað greiða hátt gjald fyrir útsýnið. Nú eru það hins vegar ráðamenn heilbrigðisþjónustunnar, sem ætla að loka fyrir þá þjónustu, er veitt hefur verið í húsinu við góðan orðstír. Margar spurningar hvíla eðlilega á starfsfólki líknardeildar. Rætt er um að heildarsparnaður sé áætlaður um 50 milljónir króna, og þá er mannlegi þátturinn ekki tekinn inn í dæmið. Er þessi ráðstöfun virkilega ómaksins virði? Ágætu ráðamenn. Hlífum þeim sem aldraðir eru og sjúkir. Leyfum þeim að vera saman á einum stað undir handleiðslu sérfræðinga. Enginn veit hver verður næstur að þurfa að þiggja spítalaþjónustu. Þá er gott til þess að vita að breiður faðmur er opinn á Landakotsspítala til að taka við öldruðum og um leið opnast væntanlega pláss á öðrum deildum fyrir sjúklinga, sem hentar betur sú þjónusta sem þar er veitt. Megum við bera gæfu til þess að veita öldruðum áfram þá þjónustu sem sómi er að!
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar