Sannkölluð bylting í öryggismálum 28. október 2011 21:00 Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins. Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Varðskipið Þór kom til hafnar í Reykjavík í gær. Koma skipsins boðar nýja tíma fyrir öryggismál í íslenskri landhelgi. Þór hefur tvöfalt meiri dráttargetu en gömlu skipin, Týr og Ægir, og hefur á að skipa mengunarvarnarbúnaði af fullkomnustu gerð. Ferðin frá skipasmíðastöðinni Asmar í Síle tók mánuð þar sem sjö þúsund sjómílur voru lagðar að baki. Þór er eitt þróaðasta skip sinnar tegundar á Norður-Atlantshafi og er meðal annars útbúið viðbragðsbúnaði til að bregðast við olíumengunarslysum og háþrýstivatnsdælum til slökkvistarfa á sjó. Auk þess er toggetan tvöfalt meiri en í gömlu skipunum. Allir þessir þættir eru til þess fallnir að sinna leitar- og björgunarhlutverki á Norðurslóðum, en skipasiglingar um og við íslensku landhelgina munu að öllum líkindum aukast mikið á komandi árum. Þegar nær dró og höfuðborgin blasti við úr brúarglugganum sagði Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra á Þór, aðspurður að tilfinningin væri ólýsanleg. Hann sagði Þór boða nýja tíma fyrir Landhelgisgæsluna sem og íslenska þjóð. „Við erum núna komin yfir í 21. öldina. Týr, sem var okkar nýjasta skip, er nú 36 ára og var fullkominn á sínum tíma, en þrátt fyrir uppfærslur stenst hann ekki samanburð. Þór er 24 metrum lengri og ótrúlega mikill búnaður hér um borð til að þjónusta íslensku þjóðina. Olíumengunarbúnaðurinn er til dæmis sá fullkomnasti sem Íslendingar eiga." Ákveðið var að leggja út í smíði nýs varðskips árið 2005 og smíðin hófst í október 2007. Framkvæmdir gengu vel framan af og afhendingardagurinn var í augsýn í fyrravor. Þá varð jarðskjálfti með flóðbylgju í Síle sem olli miklum spjöllum og manntjóni. Þór var þá í þurrkví og slapp vel að mörgu leyti, en miklar vatnsskemmdir urðu innanborðs. Það tjón, auk gríðarlegra skemmda sem urðu á skipasmíðastöðinni sjálfri, tafði afhendinguna um rúmlega ár. Upphafleg kostnaðaráætlun var 30 milljónir evra, sem þá voru tæpir tveir milljarðar króna og var hugmyndin að nýta hluta söluandvirðis Símans til kaupanna. Áætlunin stóðst, í evrum talið, en síðan þá hafa gengismál vitanlega gjörbreyst og óvíst hver heildarkostnaðurinn verður í krónum talið. Þór lagði úr höfn hinn 28. september og sigldi sem leið lá í gegnum Panamaskurðinn, þaðan yfir Karíbahafið og norður eftir strönd Norður-Ameríku. Ferðin gekk vel að sögn skipverja þar sem einungis var vont í sjóinn suður af Grænlandi. Erfiðasti kaflinn var þó í Karíbahafinu þar sem hitinn náði allt að 40 gráðum. „Hefði ég þá frekar þegið bræluna," sagði Jón Árni Árnason háseti og hló við. Alls eru 18 manns í áhöfn á hverjum tíma og sögðust þeir skipverjar sem Fréttablaðið ræddi við afar ánægðir með nýja skipið. Þar sé öll aðstaða til fyrirmyndar. Meðal annars hefur hver skipverji sína eigin káetu með sturtu og salerni. Þá er þar líkamsræktaraðstaða, ljósabekkur og gufubað til að létta mönnum lífið um borð. Þór leggur úr höfn til skyldustarfa eftir rúma viku og verður siglt umhverfis Ísland og komið við í sjávarbyggðum landsins.
Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira