Ryðjum hindrunum úr vegi Vilhjálmur Egilsson skrifar 25. október 2011 06:00 Skortur á fjárfestingum, lítill hagvöxtur og viðvarandi atvinnuleysi eru stóru atriðin sem vantar í glæsimyndina sem stjórnvöld draga upp af árangri sínum af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ef ekki verður brugðist snarlega við er hætta á að Ísland búi við kreppu út áratuginn. Efnahagsáætlunin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur fyrst og fremst falist í auknum aga í efnahagsmálum, óhóflegum skattahækkunum og niðurskurði. Hugmyndafræðileg vandamál innan ríkisstjórnar Íslands og þörf fyrir blóraböggla hafa síðan staðið í vegi fyrir því að góð tækifæri hafi nýst og uppsveifla í atvinnulífinu geti hafist. Fjárfestingar á síðasta ári námu innan við 200 milljörðum króna eða aðeins um 13% af vergri landsframleiðslu (VLF) sem er lægsta fjárfestingahlutfall í sögu lýðveldisins. Á þessu ári verða fjárfestingar í besta falli um 15% af VLF. Við gerð kjarasamninga í maí sl. lýsti ríkisstjórnin því sem markmiði sínu að ná fjárfestingum í um 350 milljarða króna á ári og að ná fjárfestingahlutfallinu yfir 20% af VLF á samningstímanum. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sagst vera sammála aðilum vinnumarkaðarins um nauðsyn þess að hvetja til fjárfestinga og efla hagvöxt hefur ekki tekist að búa fyrirtækjum, stórum sem smáum, eðlilegt fjárfestingaumhverfi. Þau gætu verið að sækja fram, stunda nýsköpun og fjárfestingar ásamt því að ráða fólk í vinnu en umhverfið býður almennt ekki upp á það. Ný könnun SA leiðir t.d. í ljós að aðeins rúm 14% fyrirtækja á almennum markaði hyggjast ráðast í umtalsverðar fjárfestingar eða umbætur á næsta ári. Óvissa er einkum nefnd sem ástæða þess að fyrirtækin hyggjast ekki fjárfesta, bæði efnahagsleg og eins pólitísk óvissa, auk erfiðrar rekstrarafkomu. Skatta- og atvinnustefna stjórnvalda hefur síður en svo hvatt til fjárfestinga í atvinnulífinu. Meginorsökin er þó að ríkisstjórnin hefur hvorki framtíðarsýn né forystu um endurreisn og þróun fjármálakerfisins. Endurskipulagning fjárhags fyrirtækja, heimila og fjármálakerfisins hefur gengið alltof hægt. Fjármálafyrirtækin eru að ósekju vinsælir blórabögglar stjórnmálamanna með forsætisráðherra sjálfan í fararbroddi. Hagkvæmt og öflugt fjármálakerfi er lykilforsenda þess að fjárfesting geti tekið við sér í atvinnulífinu. Miklu máli skiptir að halda niðri rekstrarkostnaði í fjármálakerfinu og kostnaði sem ríkið leggur á með sköttum og eftirliti. Samkeppni innan fjármálakerfisins er einnig afar mikilvæg. Gjaldeyrishöft draga verulega úr samkeppni alls staðar þar sem markaðir eru lokaðir fyrir erlendri samkeppni. Afnám gjaldeyrishaftanna er því mikilvægt skref til að stuðla að hagkvæmni og betri skilyrðum fyrir fjárfestingar. Til að hægt verði að koma Íslandi út úr kreppunni þarf að auka árlegan hagvöxt í 4-5%. Það verður einkum gert með auknum fjárfestingum í útflutningsgreinum. Áframhaldandi hjakk er ávísun á að Ísland verði fast í kreppunni út áratuginn. Því fylgir mikið atvinnuleysi og illa mun ganga að rétta við hag ríkissjóðs. Þetta þarf ekki að vera svona. Það eru leiðir út úr kreppunni. Samtök atvinnulífsins hafa margoft bent á þessar leiðir. Þær þarf að fara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur barna og ungmenna Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Hversdagslega streitan Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir og Erna Stefánsdóttir Skoðanir Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skortur á fjárfestingum, lítill hagvöxtur og viðvarandi atvinnuleysi eru stóru atriðin sem vantar í glæsimyndina sem stjórnvöld draga upp af árangri sínum af samstarfinu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Ef ekki verður brugðist snarlega við er hætta á að Ísland búi við kreppu út áratuginn. Efnahagsáætlunin með Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefur fyrst og fremst falist í auknum aga í efnahagsmálum, óhóflegum skattahækkunum og niðurskurði. Hugmyndafræðileg vandamál innan ríkisstjórnar Íslands og þörf fyrir blóraböggla hafa síðan staðið í vegi fyrir því að góð tækifæri hafi nýst og uppsveifla í atvinnulífinu geti hafist. Fjárfestingar á síðasta ári námu innan við 200 milljörðum króna eða aðeins um 13% af vergri landsframleiðslu (VLF) sem er lægsta fjárfestingahlutfall í sögu lýðveldisins. Á þessu ári verða fjárfestingar í besta falli um 15% af VLF. Við gerð kjarasamninga í maí sl. lýsti ríkisstjórnin því sem markmiði sínu að ná fjárfestingum í um 350 milljarða króna á ári og að ná fjárfestingahlutfallinu yfir 20% af VLF á samningstímanum. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sagst vera sammála aðilum vinnumarkaðarins um nauðsyn þess að hvetja til fjárfestinga og efla hagvöxt hefur ekki tekist að búa fyrirtækjum, stórum sem smáum, eðlilegt fjárfestingaumhverfi. Þau gætu verið að sækja fram, stunda nýsköpun og fjárfestingar ásamt því að ráða fólk í vinnu en umhverfið býður almennt ekki upp á það. Ný könnun SA leiðir t.d. í ljós að aðeins rúm 14% fyrirtækja á almennum markaði hyggjast ráðast í umtalsverðar fjárfestingar eða umbætur á næsta ári. Óvissa er einkum nefnd sem ástæða þess að fyrirtækin hyggjast ekki fjárfesta, bæði efnahagsleg og eins pólitísk óvissa, auk erfiðrar rekstrarafkomu. Skatta- og atvinnustefna stjórnvalda hefur síður en svo hvatt til fjárfestinga í atvinnulífinu. Meginorsökin er þó að ríkisstjórnin hefur hvorki framtíðarsýn né forystu um endurreisn og þróun fjármálakerfisins. Endurskipulagning fjárhags fyrirtækja, heimila og fjármálakerfisins hefur gengið alltof hægt. Fjármálafyrirtækin eru að ósekju vinsælir blórabögglar stjórnmálamanna með forsætisráðherra sjálfan í fararbroddi. Hagkvæmt og öflugt fjármálakerfi er lykilforsenda þess að fjárfesting geti tekið við sér í atvinnulífinu. Miklu máli skiptir að halda niðri rekstrarkostnaði í fjármálakerfinu og kostnaði sem ríkið leggur á með sköttum og eftirliti. Samkeppni innan fjármálakerfisins er einnig afar mikilvæg. Gjaldeyrishöft draga verulega úr samkeppni alls staðar þar sem markaðir eru lokaðir fyrir erlendri samkeppni. Afnám gjaldeyrishaftanna er því mikilvægt skref til að stuðla að hagkvæmni og betri skilyrðum fyrir fjárfestingar. Til að hægt verði að koma Íslandi út úr kreppunni þarf að auka árlegan hagvöxt í 4-5%. Það verður einkum gert með auknum fjárfestingum í útflutningsgreinum. Áframhaldandi hjakk er ávísun á að Ísland verði fast í kreppunni út áratuginn. Því fylgir mikið atvinnuleysi og illa mun ganga að rétta við hag ríkissjóðs. Þetta þarf ekki að vera svona. Það eru leiðir út úr kreppunni. Samtök atvinnulífsins hafa margoft bent á þessar leiðir. Þær þarf að fara.
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar