Opið bréf til ráðherra Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 24. október 2011 08:00 Ágætu Jóhanna, Steingrímur og Guðbjartur. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fyrir hönd Bandalags háskólamanna (BHM) ítrekað reynt að ná fundi ykkar vegna málefnis sem brennur á félagsmönnum BHM. Um er að ræða rétt þess hluta launafólks sem var í fæðingarorlofi mánuðina mars og/eða apríl á þessu ári og hefur ekki fengið greidda samningsbundna eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur. Formleg, skrifleg ósk um fund var send til ykkar hinn 1. september síðastliðinn og enn er beðið svars við því bréfi. Ítrekaðar fyrirspurnir í síma og tölvupósti hafa og verið árangurslausar. Umrædd eingreiðsla er umsamin kjarabót í nýgerðum samningum, en í allt er um tvær eingreiðslur að ræða. Sú seinni mun koma til greiðslu undir lok samnings og upphæð hennar er 38 þúsund krónur. Félagsmenn BHM í ríkisþjónustu voru án kjarasamnings í 26 mánuði, frá apríl 2009 til júní 2011. Stéttarfélögin innan BHM lögðu fram kröfur um tafabætur vegna þess tímabils en slíkum umleitunum var alfarið neitað af hálfu samninganefndar ykkar. Við könnumst því alls ekki við að neinn hluti nýgerðs kjarasamnings sé hugsaður sem uppbót fyrir samningslausan tíma. Að vanda, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar bandalags um sértækar launaleiðréttingar til handa háskólamenntuðum, báru allar umsamdar launabreytingar mjög keim af síðustu kjarasamningum Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Okkur hefur skilist að það hafi verið ykkar ósk, ágætu ráðherrar, að allir samningar skyldu vera sem líkastir. Niðurstaða okkar samninga varð því eins og kunnugt er samhljóða samningum ASÍ að miklu leyti og birtist hluti þeirrar einsleitni í fyrrnefndri 50 þúsund króna eingreiðslu, en hún hefur í okkar tilfelli enga skírskotun til samningslauss tíma. BHM sættir sig ekki við að þeir félagsmenn sem voru í fæðingarorlofi tiltekna tvo mánuði af þeim 26 sem samningsleysi þeirra varaði séu meðhöndlaðir öðruvísi en aðrir. Við höfum gert og ítrekum nú þá kröfu að þetta fólk njóti allra þeirra kjarabóta sem samningar kveða á um. Almennt þykir okkur nóg um skerðingar á kjörum nýbakaðra foreldra um þessar mundir. Hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi var lækkuð þrívegis árin 2008 og 2009, um 180 þúsund krónur alls og er nú 300 þúsund krónur. Eins og fram kemur í lítt kynntri skýrslu velferðarráðherra um fæðingar- og foreldraorlof sem lögð var fram á síðasta löggjafarþingi hefur sú ráðstöfun þegar haft áhrif á samvistir foreldra við nýfædd börn sín, sérlega hafa feður neitað sér um þær eftir þessar breytingar. Fæðingarorlofssjóður sparaði á þessu ári rúman milljarð króna umfram áætlanir, þannig að ekki verður annað sagt en að ungar barnafjölskyldur hafi lagt sitt af mörkum til að rétta af ríkisreksturinn. Þó minnir mig að þessi hópur hafi átt að njóta sérstakrar verndar í niðurskurðinum. Nýbakaðir foreldrar hafa ekki allir setið við sama borð hvað téðar 50 þúsund krónuráhrærir. Eingreiðslan náði nefnilega ekki bara til þeirra sem falla undir kjarasamninga á vinnumarkaði, heldur líka til lífeyrisþega og atvinnuleitenda. Fólk sem var í fæðingarorlofi frá launaðri vinnu í mars og apríl sl. fékk ekki eingreiðslu, né heldur nýbakaðir foreldrar sem áður höfðu verið í virkri atvinnuleit og þegið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Báðir þessir hópar þáðu orlofsgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Þriðji hópurinn, öryrkjar á lífeyri frá Tryggingastofnun sem á tilgreindu tímabili þáðu fæðingarstyrk frá ríkissjóði fengu hins vegar 50 þúsund króna eingreiðslu. Skilyrðið fyrir henni mun hafa verið að hafa þegið eina krónu eða meira í lífeyri á tímabilinu mars, apríl eða maí 2011. Hluti nýbakaðra foreldra fékk því þá 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um á vinnumarkaði, að vísu bara sá hópur sem stendur utan hans. Þess má og geta að eingreiðslan umrædda var á vinnumarkaði greidd í réttu hlutfalli við annað hvort starfshlutfall eða réttindi hjá Vinnumálastofnun, en sambærileg skerðing var ekki viðhöfð gagnvart lífeyrisþegum. Mér reiknast svo til að miðað við fjölda fæddra barna árið 2011 sé hægt að áætla gróflega að um 2.500 manns hafi verið í fæðingarorlofi síðla vors í ár. 50 þúsund króna eingreiðsla til þess hóps myndi kosta 125 milljónir eða þar um bil. Frá þeirri upphæð getur ríkissjóður dregið skatthlutann, enda hafa laun almennt þá tilhneigingu að skila sér að hluta til aftur til ríkisins. Væri ekki rakið að leiðrétta þau mistök að hafa skilið nýbakaða foreldra á vinnumarkaði (annað hvort í starfi eða atvinnuleit) eftir óbætta hjá garði? Kostnaðurinn við það yrði aldrei nema brot af því sem þetta fólk hefur þegar sparað ríkinu á formi minna álags á Fæðingarorlofssjóð. Ég ítreka að lokum þá ósk okkar hjá BHM að fá að hitta ykkur og ræða þetta mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Ágætu Jóhanna, Steingrímur og Guðbjartur. Undanfarnar vikur og mánuði hef ég fyrir hönd Bandalags háskólamanna (BHM) ítrekað reynt að ná fundi ykkar vegna málefnis sem brennur á félagsmönnum BHM. Um er að ræða rétt þess hluta launafólks sem var í fæðingarorlofi mánuðina mars og/eða apríl á þessu ári og hefur ekki fengið greidda samningsbundna eingreiðslu upp á fimmtíu þúsund krónur. Formleg, skrifleg ósk um fund var send til ykkar hinn 1. september síðastliðinn og enn er beðið svars við því bréfi. Ítrekaðar fyrirspurnir í síma og tölvupósti hafa og verið árangurslausar. Umrædd eingreiðsla er umsamin kjarabót í nýgerðum samningum, en í allt er um tvær eingreiðslur að ræða. Sú seinni mun koma til greiðslu undir lok samnings og upphæð hennar er 38 þúsund krónur. Félagsmenn BHM í ríkisþjónustu voru án kjarasamnings í 26 mánuði, frá apríl 2009 til júní 2011. Stéttarfélögin innan BHM lögðu fram kröfur um tafabætur vegna þess tímabils en slíkum umleitunum var alfarið neitað af hálfu samninganefndar ykkar. Við könnumst því alls ekki við að neinn hluti nýgerðs kjarasamnings sé hugsaður sem uppbót fyrir samningslausan tíma. Að vanda, þrátt fyrir ítrekaðar óskir okkar bandalags um sértækar launaleiðréttingar til handa háskólamenntuðum, báru allar umsamdar launabreytingar mjög keim af síðustu kjarasamningum Alþýðusambands Íslands við Samtök atvinnulífsins. Okkur hefur skilist að það hafi verið ykkar ósk, ágætu ráðherrar, að allir samningar skyldu vera sem líkastir. Niðurstaða okkar samninga varð því eins og kunnugt er samhljóða samningum ASÍ að miklu leyti og birtist hluti þeirrar einsleitni í fyrrnefndri 50 þúsund króna eingreiðslu, en hún hefur í okkar tilfelli enga skírskotun til samningslauss tíma. BHM sættir sig ekki við að þeir félagsmenn sem voru í fæðingarorlofi tiltekna tvo mánuði af þeim 26 sem samningsleysi þeirra varaði séu meðhöndlaðir öðruvísi en aðrir. Við höfum gert og ítrekum nú þá kröfu að þetta fólk njóti allra þeirra kjarabóta sem samningar kveða á um. Almennt þykir okkur nóg um skerðingar á kjörum nýbakaðra foreldra um þessar mundir. Hámarksgreiðsla í fæðingarorlofi var lækkuð þrívegis árin 2008 og 2009, um 180 þúsund krónur alls og er nú 300 þúsund krónur. Eins og fram kemur í lítt kynntri skýrslu velferðarráðherra um fæðingar- og foreldraorlof sem lögð var fram á síðasta löggjafarþingi hefur sú ráðstöfun þegar haft áhrif á samvistir foreldra við nýfædd börn sín, sérlega hafa feður neitað sér um þær eftir þessar breytingar. Fæðingarorlofssjóður sparaði á þessu ári rúman milljarð króna umfram áætlanir, þannig að ekki verður annað sagt en að ungar barnafjölskyldur hafi lagt sitt af mörkum til að rétta af ríkisreksturinn. Þó minnir mig að þessi hópur hafi átt að njóta sérstakrar verndar í niðurskurðinum. Nýbakaðir foreldrar hafa ekki allir setið við sama borð hvað téðar 50 þúsund krónuráhrærir. Eingreiðslan náði nefnilega ekki bara til þeirra sem falla undir kjarasamninga á vinnumarkaði, heldur líka til lífeyrisþega og atvinnuleitenda. Fólk sem var í fæðingarorlofi frá launaðri vinnu í mars og apríl sl. fékk ekki eingreiðslu, né heldur nýbakaðir foreldrar sem áður höfðu verið í virkri atvinnuleit og þegið greiðslur frá Vinnumálastofnun. Báðir þessir hópar þáðu orlofsgreiðslur frá Fæðingarorlofssjóði. Þriðji hópurinn, öryrkjar á lífeyri frá Tryggingastofnun sem á tilgreindu tímabili þáðu fæðingarstyrk frá ríkissjóði fengu hins vegar 50 þúsund króna eingreiðslu. Skilyrðið fyrir henni mun hafa verið að hafa þegið eina krónu eða meira í lífeyri á tímabilinu mars, apríl eða maí 2011. Hluti nýbakaðra foreldra fékk því þá 50 þúsund króna eingreiðslu sem samið var um á vinnumarkaði, að vísu bara sá hópur sem stendur utan hans. Þess má og geta að eingreiðslan umrædda var á vinnumarkaði greidd í réttu hlutfalli við annað hvort starfshlutfall eða réttindi hjá Vinnumálastofnun, en sambærileg skerðing var ekki viðhöfð gagnvart lífeyrisþegum. Mér reiknast svo til að miðað við fjölda fæddra barna árið 2011 sé hægt að áætla gróflega að um 2.500 manns hafi verið í fæðingarorlofi síðla vors í ár. 50 þúsund króna eingreiðsla til þess hóps myndi kosta 125 milljónir eða þar um bil. Frá þeirri upphæð getur ríkissjóður dregið skatthlutann, enda hafa laun almennt þá tilhneigingu að skila sér að hluta til aftur til ríkisins. Væri ekki rakið að leiðrétta þau mistök að hafa skilið nýbakaða foreldra á vinnumarkaði (annað hvort í starfi eða atvinnuleit) eftir óbætta hjá garði? Kostnaðurinn við það yrði aldrei nema brot af því sem þetta fólk hefur þegar sparað ríkinu á formi minna álags á Fæðingarorlofssjóð. Ég ítreka að lokum þá ósk okkar hjá BHM að fá að hitta ykkur og ræða þetta mál.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar