Innlent

Margir vildu hitta Khagendra

Augu allra viðstaddra voru á hinum smáa Khagendra Thapa Magar í gær. fréttablaðið/anton
Augu allra viðstaddra voru á hinum smáa Khagendra Thapa Magar í gær. fréttablaðið/anton
Fjöldi fólks mætti í verslanir Eymundsson í gær til að hitta minnsta mann í heimi samkvæmt bókinni Ripley"s, Khagendra Thapa Magar. Hann er hér á landi í tengslum við útgáfu bókarinnar Ripley"s ótrúlegt en satt.

Magar er nítján ára gamall og er frá Nepal. Samkvæmt Ripley"s er hann 56 sentimetrar og því minnsti maður í heimi. Heimsmetabók Guinness segir reyndar að Junrey Balawing frá Filippseyjum sé minnsti maður heimsins og að Magar sé í raun 67 sentimetrar á hæð. - þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×