Nýjar áherslur og nám kennara Jón Ágúst Þorsteinsson og Katrín Dóra Þorsteinsdóttir skrifar 19. október 2011 15:00 Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á Tækni- og hugverkaþingi 7. október sl. komu fram áhyggjur af stöðu og þróun menntamála hér á landi. Á undanförnum áratug höfum við menntað of fáa einstaklinga í tækni- og raunvísindum. Í dag er staðan því þannig að tækni- og hugverkafyrirtæki fá ekki tæknimenntað fólk til starfa. Greiðasta leið þessara fyrirtækja til að vaxa er að stofna dótturfyrirtæki erlendis og ráða þarlenda sérfræðinga. Fyrir framþróun og vöxt samfélagsins er þetta óásættanlegt ekki síst í ljósi þess að: - Atvinnuleysi á Íslandi var 6,7% í ágúst. - Stór hópur ungs fólks hefur eða er að mennta sig í greinum sem erfitt er að fá störf við á Íslandi. - Yfir 30% Íslendinga á starfsaldri hafa eingöngu grunnskólanám að baki sem er töluvert hærra hlutfall en í Skandinavíu og Norður Evrópu. Til viðbótar þessu alvarlega vandamáli varðandi menntun hér heima, eða skorti á henni, skilar unga fólkið sem hefur lokið framhaldsmenntun erlendis sér ekki endilega heim auk þess sem stór hluti þeirra sem flytja utan um þessar mundir er ungt, vel menntað fólk. Fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta er að auka bæði gæði og magn raungreina- og stærðfræðikennslu í grunn- og framhaldsskólum og auka áherslu á nýsköpun. Forsendan er að menntun kennara sé í takti við þessar áherslur. Margoft hefur verið bent á að þeir sem fara í kennaranám velji sig frá stærðfræði og raungreinum á sinni skólagöngu og þar af leiðandi séu fáir kennarar á grunn- og framhaldsskólastigi sem hafa áhuga á þessum fræðum. Nú þegar verið er að lengja kennaranámið er tækifæri til að bæta úr þessu með því að auka sérhæfingu. Því ætti framlenging kennaranámsins mestmegnis að innihalda kennslu í raungreinum. Sú staðreynd blasir einnig við að nýjar námskrár á grunn- og framhaldsskólastigi endurspegla ekki mikilvægi þessara greina þrátt fyrir mikla umræðu í þá átt og úr því þarf að bæta. Við Íslendingar getum byggt upp gott, sterkt og öflugt samfélag ef við greinum vandann, tökum réttar ákvarðanir og skipuleggjum okkur vel á komandi mánuðum og árum. Við þurfum umfram allt að búa til mynd af því samfélagi sem við viljum skila til komandi kynslóða. Birtingarmyndin er öflug atvinnustefna sem fylgt er eftir með metnaðarfullri mennta- og velferðarstefnu til að minnsta kosti 20-30 ára. Þannig getum við skapað stöðugleika og velsæld á Íslandi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar