Um skaðlega umræðu um skipanir í embætti Ómar H. Kristmundsson skrifar 19. október 2011 14:15 Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni hefur farið af stað opinber umræða um skipanir í lykilembætti hjá ríkinu. Eins og oft áður hefur umræðan einkennst af mikilli tortryggni. Þessi umræða er skaðleg. Umræðan getur skaðað þann umsækjanda sem fær starfið. Sá aðili sem sækir um og fær starfið virðist í þessari umræðu vera kominn í þá einkennilegu stöðu að vera orðinn opinber persóna sem þarf að sæta óvæginni gagnrýni um að hann sé ekki hæfasti einstaklingurinn. Viðkomandi þarf að sætta sig við að vegið sé harkalega að mannorði hans og orðspor hans í starfi verði í framtíðinni tengt hinni umdeildu ráðningu. Allt þetta af þeirri ástæða að hann sækir um opinbert starf. Umræðan getur skaðað aðra umsækjendur. Þeir sem ekki fengu embættið en vilja nýta rétt sinn til að fá skýringar á því hvernig staðið var að valinu eiga einnig á hættu að nafn þeirra verði dregið inn í opinbera umræðu. Þetta á sérstaklega við ef umsækjendur tjá sig um niðurstöðuna eða leggja fram kvörtun til Umboðsmanns Alþingis. Af þeirri ástæðu er hætta á að umsækjendur treysti sér ekki í slíkt ferli þó þeir telji að á þeim hafi verið brotið. Umræðan getur skaðað þá sérfræðinga sem koma að ráðningarferlinu. Við skipanir í æðstu embætti hjá ríkinu á undanförnum misserum hefur í flestum tilfellum verið leitað til sérfræðinga, t.d. á sviði mannauðsstjórnunar. Sú umræða að „ófaglega“ sé staðið að ráðningum getur augljóslega skaðað þá sérfræðinga sem að málinu koma og þeirra viðskiptavild í framtíðinni. Umræðan getur dregið úr möguleikum hins opinbera að fá hæfa umsækjendur þegar lykilstörf eru auglýst. Við núverandi aðstæður má fastlega gera ráð fyrir að fólk hugsi sig tvisvar um þegar það sækir um embætti hjá ríkinu. Umræðan getur skaðað ímynd og traust til hins opinbera. Það umrót sem umdeildar ráðningar hafa í för með sér getur haft neikvæð áhrif bæði á ímynd hins opinbera og ýtt undir ranghugmyndir um að þar starfi ekki hæft fólk heldur þeir sem hafi fengið störf sín með klíkuskap og að menntun og reynsla vegi minna en tengsl við áhrifaaðila í samfélaginu. En hvað er þá til ráða?Sú tortryggni sem ríkir í kringum skipanir í æðstu embætti getur skýrst af eftirfarandi. Annars vegar af þeirri arfleifð sem stjórnmálamenn 20. aldar hafa skilið eftir og byggir á þeim skilningi að embætti séu eign stjórnmálaflokka og að það sé hluti af pólitískum völdum að úthluta slíkum almannagæðum til útvalinna. Hins vegar af því mikla vantrausti sem nú ríkir í samfélaginu, sérstaklega eftir hrun. Af fyrri ástæðunni hefur leitt að ekki hefur skapast nægur pólitískur vilji til að móta hér á landi starfsmannakerfi eins og víðast hvar á Vesturlöndum. Slík kerfi hafa m.a. að markmiði að tryggja að jafnræði ríki við ráðningar og ávallt sé hæfasti umsækjandinn ráðinn í starfið. Við þessar aðstæður er nauðsynlegt að færa ráðningarferlið og jafnvel ákvörðun um ráðningu frá ráðherra. Þetta dregur úr tortryggni og tekur „kaleikinn“ frá ráðherra. Breytingar í þessa veru hafa orðið á sl. misserum. Þannig voru gerðar breytingar á lögum um dómstóla árið 2010 sem kveða á um að dómnefnd fjalli um hæfni umsækjenda um embætti bæði héraðsdómara og hæstaréttardómara. Í nýjum lögum um Stjórnaráð Íslands er kveðið á um að við skipun í embætti ráðuneytisstjóra og skrifstofustjóra skuli ráðherra skipa þriggja manna ráðgefandi nefnd til að meta hæfni umsækjenda um embættið. Til að slíkar nefndir komi að tilætluðum árangri skiptir miklu hvernig þær eru skipaðir og hvernig þeim er ætlað að starfa. Nauðsynlegt er því að sett séu í lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins ákvæði um starfsemi þeirra. Gildissvið þeirra nái til skipana í öll embætti, þ.e.a.s. ákvæði gildi einnig um skipanir forstöðumanna ríkisstofnana og annarra stofnana eða fyrirtækja sem eru í eigu ríkisins. Hæfnisnefndir taki við ráðningarhlutverki stjórna ríkisstofnana eða ríkisfyrirtækja. Um leið og búið er að lögbinda hvernig standa skuli að ráðningarferlinu og það sé þannig gert skýrara og gegnsærra er mikilvægt að jafnframt verði fellt út gildi ákvæði sömu laga um að heimilt sé að birta lista yfir nöfn og starfsheiti umsækjenda um laus embætti. Að undanförnu hafa verið tekin mikilvæg skref í átt að því að bæta fyrirkomulag opinberra ráðninga. Nú þarf hins vegar að stíga skrefið til fulls. Það verður gert með því að skilyrða að við skipanir í öll embætti ríkisins séu umsóknir metnar af faglegum hæfnisnefndum. Í lög verði sett ákvæði um skipan og starfshætti þeirra.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar