Innlent

Nýtir reynslu sína af hármissi á nýrri stofu

sigríður einarsdóttir
sigríður einarsdóttir
Sigríður Einarsdóttir hárgreiðslumeistari hefur opnað hárgreiðslustofu þar sem áhersla er lögð á alhliða þjónustu við konur sem misst hafa hárið vegna krabbameinsmeðferðar. Sigríður hefur sjálf glímt við bráðahvítblæði og þekkir hármissinn af eigin raun.

„Þetta byrjaði á því að konur í krabbameinsmeðferð fóru að koma til mín og biðja mig um aðstoð þegar þær fóru að missa hárið. Ég ákvað í framhaldi af því að opna stofu þar sem ég gæti þjónustað þennan hóp almennilega. Ég vissi það líka af eigin reynslu að maður treystir fólki mun betur ef það hefur sömu reynslu að baki og maður sjálfur,“ segir Sigríður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×