Innlent

Alcoa nýtti ekki forskotið á aðra

Katrín Júlíusdóttir
Katrín Júlíusdóttir
Viðbrögð Katrínar Júlíusdóttur iðnaðarráðherra við yfirlýsingu Alcoa í gær eru að ákvörðunin hafi ekki komið sér á óvart. Ákvörðunin skýri línurnar og nú sé að ljúka viðræðum við önnur fyrirtæki sem áhuga hafa á að nýta orkuna til atvinnuuppbyggingar. Hún telur ekki aðalatriði hvaða fyrirtæki það verður svo lengi sem regluverkinu í landinu sé fylgt, umhverfismál séu í hávegum höfð og störf skapist fyrir fólkið á svæðinu.

Katrín segir að Alcoa hafi um árabil haft mikið forskot á aðra til að nýta orkuna sem þar er. Væntingar fyrirtækisins fari hins vegar ekki saman við hugmyndir Landsvirkjunar um hversu hratt er hægt að afhenda orkuna eða hversu mikið.

Hún telur langsótt að gagnrýna stjórnvöld vegna ákvörðunar Alcoa. Sameiginlegt umhverfismat hafi vissulega tafið verkefnið en það standist ekki skoðun að það hafi haft áhrif á verkefnið frekar en að viljayfirlýsingar voru ekki endurnýjaðar árið 2009. Hún segir að alþjóðlegt stórfyrirtæki hljóti að þola samkeppni frá minni aðilum, sérstaklega í ljósi þess hversu mikils forskots það hafi notið um árabil. Hins vegar virðist það hafa flýtt fyrir ákvarðanatöku Alcoa að öðrum fyrirtækjum var hleypt að mögulegri nýtingu landgæða á Norðurlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×