Erlent

Alls eru 297 látnir í Taílandi

Mikil flóð Flóðin í Taílandi eru skæðari í ár en önnur ár og hafa alls 297 manns látið lífið í hamförunum.
Mikil flóð Flóðin í Taílandi eru skæðari í ár en önnur ár og hafa alls 297 manns látið lífið í hamförunum.
Tala látinna af völdum flóðanna í Taílandi hefur nú hækkað upp í 297 en miklir rigningar hafa verið í landinu síðustu tvo mánuði. Talið er að yfir 8,5 milljónir manna í 61 héraði hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum. Búist var við meiri rigningu á sunnudag í fleiri héruðum sem og í höfuðborginni, Bangkok. Þar vinna hjálparstarfsmenn að því að breikka skurði og styrkja flóðvarnir í kringum borgina.

Flóð í Asíu á þessum tíma árs eru vanaleg en í ár hafa þau verið einkar skæð. Sameinuðu þjóðirnar eru í biðstöðu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur boðist til að senda hjálpargögn.- áp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×