Rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar Jónas Fr. Jónsson skrifar 15. október 2011 07:45 Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri grein setur Þorvaldur Gylfason fram rangfærslur í minn garð. Þar er því haldið fram að svokölluð rannsóknarnefnd Alþingis (RNA) hafi talið að kanna þyrfti hvort ég, sem forstöðumaður Fjármálaeftirlitsins, (ásamt ráðherrum og seðlabankastjórum) hefði gerzt brotlegur við lög með því að vanrækja skyldur mínar. Þetta er rangt eins og þeir vita sem lesið hafa skýrslu RNA. Ekkert refsivertEitt af verkefnum RNA var að „gera ráðstafanir til þess að hlutaðeigandi yfirvöld fjalli um mál þar sem grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum og gera jafnframt grein fyrir þeim málum í skýrslu til Alþingis“ (6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga 142/2008). Í skýrslu RNA er því hvergi haldið fram að ég hafi sýnt af mér refsiverða háttsemi eða ástæða sé til þess að rannsaka slíkt. Í samræmi við það sendi RNA enga tilkynningu til ríkissaksóknara, eins og nefndin hefði annars átt að gera (1. mgr. 14. gr. laga um nefndina). Hin pólitíska „Þingmannanefnd til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis“ gerði tilraun til fá ákæruvaldið til að taka upp slíkt mál gegn mér og fyrrum bankastjórum Seðlabankans. Niðurstaða ríkissaksóknara var einföld; ekkert tilefni var til sakamálarannsóknar. Engin brot á starfsskyldumRNA bar að tilkynna sérstaklega ef nefndin hefði talið að ég hefði brotið starfsskyldur, skv. lögum um opinbera starfsmenn eða öðrum lögum sem giltu um störf mín fyrir hrun. (2.mgr. 14. gr. og 6. tl. 1. mgr. 1. gr. laga um nefndina). Í skýrslu RNA er hvergi minnst á slíka tilkynningu varðandi mig. Sagði nefndin ekki „vanræksla“?Einstaklingarnir þrír í RNA fundu mér til foráttu að hafa ekki komið á „nægilega traustu skipulagi á daglega starfsemi stofnunarinnar“ þannig að mál gætu gengið hraðar og árangursríkar fyrir sig. Þetta var fellt undir nýja og afturvirka skilgreiningu á hugtakinu „vanræksla“ samkvæmt lögum um nefndina sjálfa. Niðurstaðan var ekki rökstudd með neinum samanburði við innlendar eða erlendar stofnanir – enda óhagkvæmt fyrir RNA. Ég hef andmælt niðurstöðu þremenninganna og bent á uppbyggingu Fjármálaeftirlitsins á þeim þremur árum sem ég var forstjóri fram að hruni. Jafnframt hefði Fjármálaeftirlitið ekki getað framkvæmt neyðarlögin á árangursríkan hátt ef skipulagið hefði ekki verið traust. Reynslan sýnir götótta niðurstöðu þremenninganna. Í kafla 21.5.5. (um mig) í skýrslunni eru tilgreind sérstaklega tvö dæmi um mál sem hefðu átt að ganga hraðar til álagningar viðurlaga. Nú, þremur árum eftir hrun, er öðru málanna lokið án tilefnis til aðgerða og hinu málinu hefur ekki lokið með neinum aðgerðum stjórnvalda. Þessu til viðbótar eru nú liðnir um 1.100 dagar frá bankahruni og sérstakar rannsóknir á afbrotum í aðdraganda hrunsins hafa staðið yfir í þrjú ár (frá miðjum október 2008). Ekki ein ákæra hefur verið gefin út vegna starfsemi stóru bankanna þriggja. Mál eru oftast flóknari en álitsgjafar og eftir-á-nefndir halda, auk þess sem óvönduð frumrannsókn getur skaðað málatilbúnað á öllum stigum. NiðurlagÍ grein þessari hefur verið sýnt fram á rangfærslur Þorvaldar Gylfasonar. Þeir sem vilja stunda málefnalega umræðu um bankahrunið ættu að kynna sér fleiri en eina heimild og muna að samkvæmt Hæstarétti er skýrsla RNA ekki sönnunargagn (mál 561/2010). Ef menn telja skýrslu RNA trúarrit ættu þeir a.m.k. að vitna rétt til hennar. Það er skoðunarefni, hvort það standist mannréttindaákvæði um réttláta málsmeðferð að pólitískt skipaðar nefndir geti með afturvirkum skilgreiningum skaðað mannorð einstaklinga án þess að þeir njóti fullnægjandi réttarverndar. Þeim sem er umhugað um mannréttindi og vilja rannsaka gömul sakamál eða setja þjóðinni nýja stjórnarskrá ættu kannski að velta því fyrir sér.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun