Ísland án tóbaks 4. október 2011 11:00 Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. Þegar ég ræði við þetta fólk kemur í ljós að flestir byrjuðu að reykja um eða upp úr fermingu. Það var ekki yfirveguð ákvörðun fulltíða einstaklings sem réði því að hann varð háður nikotíni tóbaksins. Miklu fremur má líta svo á að þessir einstaklingar hafi á barnsaldri orðið fyrir barðinu á einhverri harðsvíruðustu markaðssetningu sem þekkist. Tóbaksiðnaðurinn hefur það eitt að markmiði að selja tóbak og græða á því. Þetta er iðnaður sem leggur ekkert af gróða sínum til velferðarmála eða uppbyggingar samfélagsins. Annar hver viðskiptavinur tóbakssölufyrirtækjanna kemur til með að deyja fyrir aldur fram af völdum reykinganna vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins eða lungnabilunar. Þeir sem lifa fram á eftirlaunaaldur mega búast við að eyða ævikvöldinu með skert lífsgæði vegna krónískra sjúkdóma eins og lungnaþembu, mæði, hjartabilunar eða lamana. Margir þurfa að gangast undir krabbameinsmeðferð eða hjartaaðgerðir til að reyna að endurheimta heilsu sem þeir hafa glatað. Þessir einstaklingar óska þess að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja á fermingaraldri. Fórnarkostnaður þeirra er mikill. Kostnaður samfélagsins er þó aðallega fjárhagslegur. Þrátt fyrir skatta og álögur ríkisins þá tapar samfélagið um 2.000 krónum á hverjum seldum sígarettupakka. Skattgreiðendur þurfa að borga um 20 þúsund krónur með hverju seldu sígarettukartoni vegna þess kostnaðar sem reykingar valda, í heilbrigðiskerfinu, töpuðu vinnuframlagi, örorku og endurhæfingu reykingamanna. Á hverjum degi byrja tvö ungmenni að reykja á Íslandi. Annað þeirra kemur til með að láta lífið fyrir aldur fram vegna reykinga. Eftir þrjátíu ár verða þessi ungmenni komin með kransæðastíflu eða krónískan sjúkdóm sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við. Milljarðatugir tapast árlega. Nánast allir reykingamenn byrjuðu að reykja fyrir tvítugt og verða sjúklingar fyrir sextugt. Er ekki kominn tími til að við stöldrum við og áttum okkur á orsök og afleiðingu? Það er ekkert náttúrulögmál að börn byrji að reykja. Það er ekkert sjálfsagt og eðlilegt við það að unglingur verði háður tóbaki. Það er sjaldnast frjálst val fulltíða einstaklings sem ræður því að hann gerist reykingamaður. Með því að koma í veg fyrir reykingar barna og unglinga verður Ísland reyklaust innan fárra ára. Öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í störfum mínum á hjartadeild Landspítala meðhöndla ég á hverjum degi fólk sem hefur fengið hjartaáfall af völdum tóbaksreykinga. Meirihluti þessa fólks reykir daglega eða hefur reykt stóran hluta ævinnar. Afleiðingarnar eru skemmd á hjartavöðva með óafturkræfu drepi sem það býr við það sem eftir er. Meðferðin beinist að því að takmarka eins og kostur er það tjón sem orðið er og reyna að koma í veg fyrir endurtekin áföll. En skaðinn er skeður og viðkomandi verður hjartasjúklingur það sem hann á eftir ólifað. Þegar ég ræði við þetta fólk kemur í ljós að flestir byrjuðu að reykja um eða upp úr fermingu. Það var ekki yfirveguð ákvörðun fulltíða einstaklings sem réði því að hann varð háður nikotíni tóbaksins. Miklu fremur má líta svo á að þessir einstaklingar hafi á barnsaldri orðið fyrir barðinu á einhverri harðsvíruðustu markaðssetningu sem þekkist. Tóbaksiðnaðurinn hefur það eitt að markmiði að selja tóbak og græða á því. Þetta er iðnaður sem leggur ekkert af gróða sínum til velferðarmála eða uppbyggingar samfélagsins. Annar hver viðskiptavinur tóbakssölufyrirtækjanna kemur til með að deyja fyrir aldur fram af völdum reykinganna vegna hjartaáfalls, heilablóðfalls, krabbameins eða lungnabilunar. Þeir sem lifa fram á eftirlaunaaldur mega búast við að eyða ævikvöldinu með skert lífsgæði vegna krónískra sjúkdóma eins og lungnaþembu, mæði, hjartabilunar eða lamana. Margir þurfa að gangast undir krabbameinsmeðferð eða hjartaaðgerðir til að reyna að endurheimta heilsu sem þeir hafa glatað. Þessir einstaklingar óska þess að þeir hefðu aldrei byrjað að reykja á fermingaraldri. Fórnarkostnaður þeirra er mikill. Kostnaður samfélagsins er þó aðallega fjárhagslegur. Þrátt fyrir skatta og álögur ríkisins þá tapar samfélagið um 2.000 krónum á hverjum seldum sígarettupakka. Skattgreiðendur þurfa að borga um 20 þúsund krónur með hverju seldu sígarettukartoni vegna þess kostnaðar sem reykingar valda, í heilbrigðiskerfinu, töpuðu vinnuframlagi, örorku og endurhæfingu reykingamanna. Á hverjum degi byrja tvö ungmenni að reykja á Íslandi. Annað þeirra kemur til með að láta lífið fyrir aldur fram vegna reykinga. Eftir þrjátíu ár verða þessi ungmenni komin með kransæðastíflu eða krónískan sjúkdóm sem heilbrigðiskerfið þarf að takast á við. Milljarðatugir tapast árlega. Nánast allir reykingamenn byrjuðu að reykja fyrir tvítugt og verða sjúklingar fyrir sextugt. Er ekki kominn tími til að við stöldrum við og áttum okkur á orsök og afleiðingu? Það er ekkert náttúrulögmál að börn byrji að reykja. Það er ekkert sjálfsagt og eðlilegt við það að unglingur verði háður tóbaki. Það er sjaldnast frjálst val fulltíða einstaklings sem ræður því að hann gerist reykingamaður. Með því að koma í veg fyrir reykingar barna og unglinga verður Ísland reyklaust innan fárra ára. Öllum til hagsbóta.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun