Mánaðamót án verðtryggingar Jens Pétur Jensen skrifar 4. október 2011 06:00 Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Arion banki á hrós skilið fyrir að auglýsa „mánaðamót án verðtryggingar" og bjóða óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Hins vegar mætti vaxtaprósentan vissulega vera lægri, en 6,45% ársvextir þýða að bankinn fær lánsfjárhæðina til baka á innan við 12 árum! Íslandsbanki býður mun lægri vexti á samsvarandi lánum, eða 5,4%, sem gerir 20,3% lægri vaxtagreiðslur. Á móti kemur að vextir Íslandsbanka breytast í takt við vexti Seðlabankans og þar er ekki á vísan að róa. Arion banki býður hins vegar fasta vexti til fimm ára í senn, sem er lykilatriði. Vonandi fá húsnæðiskaupendur enn betra tilboð frá Landsbankanum, banka allra landsmanna, á næstunni. Bankarnir bregðast með þessum lánum við óskum almennings um húsnæðislán án verðtryggingar líkt og tíðkast í öðrum löndum. Þeir brugðust hins vegar ekki svona vel við þessum óskum fyrir bankahrunið, heldur veittu fólki og fyrirtækjum nær óheftan aðgang að erlendum lágvaxtalánum þrátt fyrir að þurfa að innheimta þau í íslenskum krónum. Þetta var auðvitað galin blanda og þess vegna fór sem fór. Ef verðbólgan fer aftur á skrið geta óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum orðið launafólki ofviða, eins og sýndi sig í kjölfar skattlausa ársins 1987 þegar verðbólgan fór í 21,8%. Höfuðmeinsemdin og aðalástæðan fyrir hinni almennu verðtryggingu er verðbólgan og veikur gjaldmiðill. Hefði verðtryggingin hins vegar ekki komið til á sínum tíma væru Íslendingar nú verr staddir en raunin er og ættu lítinn sem engan lífeyrissparnað. Því er spurning hvort við getum ekki áfram verðtryggt lífeyrinn en eigi að síður aflagt almenna verðtryggingu á fjárskuldbindingar almennings. Snjallir bankamenn eru hvattir til að svara þessu. Færa má rök fyrir því að hin almenna notkun lánveitenda, stofnana og sumra fyrirtækja á vísitölum neysluverðs og byggingarkostnaðar ýti undir verðbólgu. Þannig er verðlag hækkað sjálfkrafa hjá sumum fyrirtækjum og stofnunum eftir því sem vísitölurnar hækka, án tillits til þess hvort um raunverulega hækkunarþörf sé að ræða í hverju tilviki. Þetta fyrirkomulag mætti kalla sjálfnærandi eða heimatilbúna verðbólgu. Í kjölfar bankahrunsins 2008, og verðbólgunnar sem fylgdi í kjölfar falls krónunnar, sáu mörg fyrirtæki og stofnanir sig knúin til að aftengja vísitöluuppreikninginn (a.m.k. tímabundið) eða þurfa að öðrum kosti að horfa á eftir viðskiptamönnum sínum í gjaldþrot. Við þessar aðstæður sýndi sig að hin almenna verðtrygging gekk ekki upp. Sú sjálfnærandi verðbólga sem almenn verðtrygging fjárskuldbindinga og einingaverða myndar verður líklega aðeins stöðvuð með meiri samkeppni á fjármálamarkaði, sbr. tilboð bankanna hér að ofan, og/eða lagasetningu sem þrengir notkun verðtryggingarinnar við tilgreindar tegundir samninga, líkt og gert var þegar tilraunin með verðtryggingu launa var afnumin. Svo virðist sem mörg fyrirtæki (þ.m.t. bankar og ýmsar stofnanir) hafi á einhverjum tímapunkti gefist upp á samkeppninni og sameinast um að nota verðvísitölur, sem eru frítt í boði hins opinbera, til að hækka sjálfkrafa verð á vörum og þjónustu án tillits til annarra þátta, svo sem áhrifa verðhækkana á eftirspurnina. Í þessu felst vítahringur sjálfnærandi verðbólgu en einnig tækifæri til aukinnar markaðshlutdeildar fyrir þau fyrirtæki sem segja skilið við vísitölubindinguna og sækjast fremur eftir aukinni markaðshlutdeild sér til handa á grundvelli lægra verðs eða lægri vaxta. Fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir eru hvött til að beina viðskiptum sínum til þeirra banka og fyrirtækja sem sagt hafa skilið við verðtrygginguna. Vonandi verða „mánaðamót án verðtryggingar" hversdagslegur veruleiki hjá sem flestum.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun