Tannlækningar og réttindi barna Stefán Hallur Jónsson skrifar 26. september 2011 11:00 Tannskemmdir hjá íslenskum börnum eru tvisvar sinnum algengari en hjá börnum í Skandinavíu, en fimmtán ára börn á Íslandi eru með að meðaltali 4 skemmdar tennur (Munnís 2005). Allt að 40% barna komu EKKI til tannlæknis árið 2010 á Íslandi. Hver er ástæðan? Hún er sú að styrkir almannatryggingakerfis Íslendinga til tannlækninga hafa ekki fylgt verðlagi. Þá er afgangur upp á 300 milljónir hjá SÍ á hverju ári. Stafar það af því að gjaldskrá heilbrigðisráðherra er alltof lág. Útgjöld hins opinbera til tannlækninga voru árið 1999, 0.15% af vergri landsframleiðslu en árið 2010 var þetta hlutfall 0.08% (Hagstofa Íslands). Á mannamáli myndi þetta vera kallaður næstum 50% niðurskurður á rúmum áratug. Er einhver hissa á að tannskemmdir séu algengar hér, ætti það ekki einmitt að vera eðlilegt? Tannskemmdir eru algengasti sjúkdómur í börnum en það gleymist oftast að þetta er sá sjúkdómur sem er þó auðveldlega hægt að koma alveg í veg fyrir. Til þess þarf öflugar og skipulagðar forvarnir og þær þurfa að vera til staðar í öllum byggðum landsins. Viðmiðunarþjóðir okkar í Skandinavíu hafa náð góðum árangri í fækkun tannskemmda en þar er veitt mun meira fé til málaflokksins. Eins og gefur að skilja nýtast fjárheimildir þar mun meira í forvarnir en viðgerðir miðað við á Íslandi, þar sem tannskemmdir eru tvöfalt algengari hér. Í Noregi er tannlæknakostnaður per íbúa 12 þúsund ísl. kr. (á ári) en á Íslandi er þessi tala rúm 4 þúsund kr. Þannig myndi kostnaður ríkisins vera í kringum 3,8 milljarðar á ári á Íslandi ef við veittum sömu upphæð (per íbúa) í þetta og Norðmenn. Raunin er að 1,3 milljarðar eru settir í þetta hér (1,6 millj. skv fjárlögum en 0,3 millj. ekki nýttir). Þarna munar miklu og til að ná viðunandi árangri þarf að stórauka fjárheimildir frá Alþingi til tannlækninga. Þetta hafa stjórnvöld vitað að minnsta sl. 5 ár en hafa algjörlega hunsað ráðleggingar fagaðila. Ríkið hefur þó þá skyldu að styðja barn til heilbrigðis og vernda það gegn vanrækslu (sjá 19. og 24. grein Barnasáttmála) enda hefur Umboðsmaður barna gert athugasemdir við framkvæmd hins opinbera á málaflokknum.Hefur Alþingi í hyggju að draga úr heilsuvernd tanna enn frekar? Það bara stenst enga skoðun. Foreldrar! Þið berið ábyrgð á tönnum barna ykkar, þrátt fyrir allt. Burstið tennur barna ykkar tvisvar á dag, notið tannþráð reglulega (a.m.k. þrisvar í viku), forðist að gefa börnum sælgæti og gos og heimsækið tannlækninn ykkar reglulega. Óhætt er að benda á ógrynni fræðsluefnis á tannheilsa.is og tannsi.is. Það ætti svo að vera krafa barnafjölskyldna á Íslandi að hið opinbera styðji við þær með þann kostnað sem því miður er nauðsynlegur við tannlækningar jafnt og aðra heilbrigðisþjónustu barna. Málstaður tannlækna hefur hlotið lítinn hljómgrunn og tími til kominn að kjósendur þingmanna láti í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Tannskemmdir hjá íslenskum börnum eru tvisvar sinnum algengari en hjá börnum í Skandinavíu, en fimmtán ára börn á Íslandi eru með að meðaltali 4 skemmdar tennur (Munnís 2005). Allt að 40% barna komu EKKI til tannlæknis árið 2010 á Íslandi. Hver er ástæðan? Hún er sú að styrkir almannatryggingakerfis Íslendinga til tannlækninga hafa ekki fylgt verðlagi. Þá er afgangur upp á 300 milljónir hjá SÍ á hverju ári. Stafar það af því að gjaldskrá heilbrigðisráðherra er alltof lág. Útgjöld hins opinbera til tannlækninga voru árið 1999, 0.15% af vergri landsframleiðslu en árið 2010 var þetta hlutfall 0.08% (Hagstofa Íslands). Á mannamáli myndi þetta vera kallaður næstum 50% niðurskurður á rúmum áratug. Er einhver hissa á að tannskemmdir séu algengar hér, ætti það ekki einmitt að vera eðlilegt? Tannskemmdir eru algengasti sjúkdómur í börnum en það gleymist oftast að þetta er sá sjúkdómur sem er þó auðveldlega hægt að koma alveg í veg fyrir. Til þess þarf öflugar og skipulagðar forvarnir og þær þurfa að vera til staðar í öllum byggðum landsins. Viðmiðunarþjóðir okkar í Skandinavíu hafa náð góðum árangri í fækkun tannskemmda en þar er veitt mun meira fé til málaflokksins. Eins og gefur að skilja nýtast fjárheimildir þar mun meira í forvarnir en viðgerðir miðað við á Íslandi, þar sem tannskemmdir eru tvöfalt algengari hér. Í Noregi er tannlæknakostnaður per íbúa 12 þúsund ísl. kr. (á ári) en á Íslandi er þessi tala rúm 4 þúsund kr. Þannig myndi kostnaður ríkisins vera í kringum 3,8 milljarðar á ári á Íslandi ef við veittum sömu upphæð (per íbúa) í þetta og Norðmenn. Raunin er að 1,3 milljarðar eru settir í þetta hér (1,6 millj. skv fjárlögum en 0,3 millj. ekki nýttir). Þarna munar miklu og til að ná viðunandi árangri þarf að stórauka fjárheimildir frá Alþingi til tannlækninga. Þetta hafa stjórnvöld vitað að minnsta sl. 5 ár en hafa algjörlega hunsað ráðleggingar fagaðila. Ríkið hefur þó þá skyldu að styðja barn til heilbrigðis og vernda það gegn vanrækslu (sjá 19. og 24. grein Barnasáttmála) enda hefur Umboðsmaður barna gert athugasemdir við framkvæmd hins opinbera á málaflokknum.Hefur Alþingi í hyggju að draga úr heilsuvernd tanna enn frekar? Það bara stenst enga skoðun. Foreldrar! Þið berið ábyrgð á tönnum barna ykkar, þrátt fyrir allt. Burstið tennur barna ykkar tvisvar á dag, notið tannþráð reglulega (a.m.k. þrisvar í viku), forðist að gefa börnum sælgæti og gos og heimsækið tannlækninn ykkar reglulega. Óhætt er að benda á ógrynni fræðsluefnis á tannheilsa.is og tannsi.is. Það ætti svo að vera krafa barnafjölskyldna á Íslandi að hið opinbera styðji við þær með þann kostnað sem því miður er nauðsynlegur við tannlækningar jafnt og aðra heilbrigðisþjónustu barna. Málstaður tannlækna hefur hlotið lítinn hljómgrunn og tími til kominn að kjósendur þingmanna láti í sér heyra.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun