Breytum íslenskri orðræðuhefð Helgi Áss Grétarsson skrifar 22. september 2011 06:00 Sú iðja er ævaforn að bera út róg um aðra menn. Þannig er fræg frásögnin í Eglu af Hildiríðarsonum þegar þeir með klækjabrögðum grófu undan trúnaðarsambandi óvinar þeirra, Þórólfs Kveld-Úlfssonar, við Harald hárfagra Noregskonung. Ófrægingarherferðin heppnaðist, kóngsi kom Þórólfi fyrir kattarnef. Áróðursmeistarar, fyrr og nú, beita oft rógburði til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Nú á tímum óvissu og efnahagsþrenginga á Íslandi virðast margir þeirra eiga greiða leið að fjölmiðlum. Að sama skapi vilja sumir fjölmiðlamenn skjóta fyrst og spyrja svo. Byggt er á viðkvæðinu þetta gæti verið satt, líkt og Jónas Jónsson frá Hriflu gjarnan viðhafði þegar honum var borið á brýn að segja ósatt um menn. Helsta aðferðafræði áróðursmeistara er að forðast nákvæma heimildaöflun. Fremur vilja þeir draga upp mynd sem hentar hugmyndum þeirra um heiminn. Í stað þess að nálgast upplýsingar um staðreyndir og draga af þeim ályktanir, eru búnar til forsendur sem eru órannsakaðar eða standast ekki skoðun. Á hinum grunnhyggnu forsendum eru síðan dregnar víðtækar ályktanir. Þessi nálgun er að mínu mati algeng í stórum átakamálum á Íslandi. Menn sjást ekki fyrir í málflutningi sínum. Gripið er til slagorða í fyrirsagnarstíl og reynt að spinna fréttir um allt og ekki neitt. Umræður geta orðið of persónulegar eða lotið um of að smáatriðum. Þessu væri æskilegt að breyta. Höfum við mannauð og fjármagn til að breyta orðræðunni á Íslandi? Gera hana málefnalegri og hnitmiðaðri? Hvernig getum við tryggt aðgang manna að fjölmiðlum þannig að ólík sjónarmið komi fram? Hver er staða Ríkisútvarpsins að þessu leyti? Er þar jafnræðis gætt í vali á fréttum og viðmælendum, þ.e. er í veigameiri málum tryggt að ríkisfjölmiðillinn komi á framfæri ólíkum sjónarmiðum á hlutlægan og faglegan hátt? Að mínu mati er breytinga þörf. Ræðum málefnin, ekki persónurnar. Reisa þarf vörð um málefnalega og innihaldsríka þjóðmálaumræðu. Þannig tekst ef til vill að byggja brýr á milli ólíkra hugmynda og hagsmuna. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Sjá meira
Sú iðja er ævaforn að bera út róg um aðra menn. Þannig er fræg frásögnin í Eglu af Hildiríðarsonum þegar þeir með klækjabrögðum grófu undan trúnaðarsambandi óvinar þeirra, Þórólfs Kveld-Úlfssonar, við Harald hárfagra Noregskonung. Ófrægingarherferðin heppnaðist, kóngsi kom Þórólfi fyrir kattarnef. Áróðursmeistarar, fyrr og nú, beita oft rógburði til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Nú á tímum óvissu og efnahagsþrenginga á Íslandi virðast margir þeirra eiga greiða leið að fjölmiðlum. Að sama skapi vilja sumir fjölmiðlamenn skjóta fyrst og spyrja svo. Byggt er á viðkvæðinu þetta gæti verið satt, líkt og Jónas Jónsson frá Hriflu gjarnan viðhafði þegar honum var borið á brýn að segja ósatt um menn. Helsta aðferðafræði áróðursmeistara er að forðast nákvæma heimildaöflun. Fremur vilja þeir draga upp mynd sem hentar hugmyndum þeirra um heiminn. Í stað þess að nálgast upplýsingar um staðreyndir og draga af þeim ályktanir, eru búnar til forsendur sem eru órannsakaðar eða standast ekki skoðun. Á hinum grunnhyggnu forsendum eru síðan dregnar víðtækar ályktanir. Þessi nálgun er að mínu mati algeng í stórum átakamálum á Íslandi. Menn sjást ekki fyrir í málflutningi sínum. Gripið er til slagorða í fyrirsagnarstíl og reynt að spinna fréttir um allt og ekki neitt. Umræður geta orðið of persónulegar eða lotið um of að smáatriðum. Þessu væri æskilegt að breyta. Höfum við mannauð og fjármagn til að breyta orðræðunni á Íslandi? Gera hana málefnalegri og hnitmiðaðri? Hvernig getum við tryggt aðgang manna að fjölmiðlum þannig að ólík sjónarmið komi fram? Hver er staða Ríkisútvarpsins að þessu leyti? Er þar jafnræðis gætt í vali á fréttum og viðmælendum, þ.e. er í veigameiri málum tryggt að ríkisfjölmiðillinn komi á framfæri ólíkum sjónarmiðum á hlutlægan og faglegan hátt? Að mínu mati er breytinga þörf. Ræðum málefnin, ekki persónurnar. Reisa þarf vörð um málefnalega og innihaldsríka þjóðmálaumræðu. Þannig tekst ef til vill að byggja brýr á milli ólíkra hugmynda og hagsmuna. Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar