
Breytum íslenskri orðræðuhefð
Áróðursmeistarar, fyrr og nú, beita oft rógburði til að ná þeim markmiðum sem að er stefnt. Nú á tímum óvissu og efnahagsþrenginga á Íslandi virðast margir þeirra eiga greiða leið að fjölmiðlum. Að sama skapi vilja sumir fjölmiðlamenn skjóta fyrst og spyrja svo. Byggt er á viðkvæðinu þetta gæti verið satt, líkt og Jónas Jónsson frá Hriflu gjarnan viðhafði þegar honum var borið á brýn að segja ósatt um menn.
Helsta aðferðafræði áróðursmeistara er að forðast nákvæma heimildaöflun. Fremur vilja þeir draga upp mynd sem hentar hugmyndum þeirra um heiminn. Í stað þess að nálgast upplýsingar um staðreyndir og draga af þeim ályktanir, eru búnar til forsendur sem eru órannsakaðar eða standast ekki skoðun. Á hinum grunnhyggnu forsendum eru síðan dregnar víðtækar ályktanir.
Þessi nálgun er að mínu mati algeng í stórum átakamálum á Íslandi. Menn sjást ekki fyrir í málflutningi sínum. Gripið er til slagorða í fyrirsagnarstíl og reynt að spinna fréttir um allt og ekki neitt. Umræður geta orðið of persónulegar eða lotið um of að smáatriðum. Þessu væri æskilegt að breyta.
Höfum við mannauð og fjármagn til að breyta orðræðunni á Íslandi? Gera hana málefnalegri og hnitmiðaðri? Hvernig getum við tryggt aðgang manna að fjölmiðlum þannig að ólík sjónarmið komi fram? Hver er staða Ríkisútvarpsins að þessu leyti? Er þar jafnræðis gætt í vali á fréttum og viðmælendum, þ.e. er í veigameiri málum tryggt að ríkisfjölmiðillinn komi á framfæri ólíkum sjónarmiðum á hlutlægan og faglegan hátt?
Að mínu mati er breytinga þörf. Ræðum málefnin, ekki persónurnar. Reisa þarf vörð um málefnalega og innihaldsríka þjóðmálaumræðu. Þannig tekst ef til vill að byggja brýr á milli ólíkra hugmynda og hagsmuna.
Höfundur er lögfræðingur og gegnir stöðu sérfræðings við Lagastofnun Háskóla Íslands. Sérfræðingsstaðan hefur verið fjármögnuð á grundvelli tveggja samstarfssamninga Lagastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna.
Skoðun

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar

Börnin og hungursneyðin í Gaza
Sverrir Ólafsson skrifar

Kynbundið ofbeldi
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Aðdragandi aðildar þarf umboð
Erna Bjarnadóttir skrifar

Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann
Kári Stefánsson skrifar

Þétting byggðar er ekki vandamálið
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Þrengt að þjóðarleikvanginum
Þorvaldur Örlygsson skrifar

Ert þú drusla?
Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar