Saga samfélags en ekki einstaklinga Leifur Reynisson skrifar 21. september 2011 10:00 Þessi grein er framhald á fyrri umfjöllun minni um gagnrýni Jafnréttisstofu vegna námsbóka í sögu. Í síðustu grein sýndi ég fram á að bækur mínar, Sögueyjan, eru skrifaðar í anda aðalnámskrár en hér mun ég leitast við að bregðast við einstökum þáttum gagnrýninnar. Í kennsluleiðbeiningum Sögueyjunnar er gerð grein fyrir fyrsta hefti með eftirfarandi hætti en sú lýsing á einnig við næstu hefti á eftir að því undanskildu að þar er ekki fjallað um miðaldir: „Í bókinni er leitast við að draga upp megineinkenni og átakalínur í samfélaginu á hverjum tíma fyrir sig. Efnið er fléttað saman með þeim hætti að nemendur fái tilfinningu fyrir framvindu sögunnar um leið og þeir átti sig á samhengi tiltekinna samfélagsþátta. Aðalatriðið er að veita skýra innsýn í samfélag miðalda þar sem nemendur geta áttað sig á lífsskilyrðum almennings og ólíku hlutskipti landsmanna varðandi auð og völd. Einstakir atburðir, ártöl og mannanöfn, skipta því tiltölulega litlu máli einir og sér. Hér er sú leið valin að skilgreina einstaka þætti sögunnar og setja þá í samhengi við samfélagslega þróun.“ Ég komst auðvitað ekki hjá því að nefna áberandi gerendur sögunnar á nafn og þar er einkum um karla að ræða en þeir höfðu langtum betri tækifæri til að gera sig gildandi í karlasamfélagi fyrri alda en konur. Af þeim sökum nefni ég karlmenn á borð við Snorra Sturluson og Jón Sigurðsson. Þar til viðbótar nafngreindi ég fólk í svokölluðum kveikjusögum sem eru sviðsettar frásagnir í upphafi hvers kafla en hlutverk þeirra er að draga meginefni kaflans saman í sterka myndræna frásögn sem gefur nemendum forsmekkinn að umfjöllun kaflans. Má nefna sem dæmi frásögnina af Grundarbardaga. Bardaginn sjálfur skiptir ekki meginmáli heldur sú staðreynd að þar fóru tveir valdamenn, annar íslenskur en hinn útlendur, saman til skattheimtu og þóttu harðdrægir í aðgerðum sínum. Það var í þágu frásagnarinnar að nafngreina þá en megintilgangur kveikjunnar var að draga saman með myndrænum hætti hvernig valdamenn hegðuðu sér og að innlent vald var ekki endilega hagstæðara Íslendingum en erlent. Í þessu samhengi skipti nafn Helgu á Grund litlu máli og kemur það mér sannast sagna í opna skjöldu að vera sakaður um þöggun með því að nefna hana ekki á nafn. Í annarri kveikju segi ég frá drápi Snorra Sturlusonar en henni er ætlað að varpa ljósi á ofbeldi og valdabaráttu höfðingja á Sturlungaöld. Þar sá ég ástæðu til að vísa beint í Sturlungu til að gefa nemendum sýnishorn af tilþrifaríkum miðaldafrásögnum. Í þessari stuttu tilvitnun eru nafngreindir fimm karlmenn sem skipta engu sérstöku máli í sjálfu sér en ekki hefði farið vel á því að fella nöfn þeirra niður. Sú niðurstaða skýrslunnar að konur séu mun færri en karlar í atriðisorðaskrá fyrstu tveggja binda Sögueyjunnar er hárrétt, en ástæðan er hreint ekki sú að ég hafi viljað halda konum utan sögunnar. Þar eru fyrst og fremst skráð nöfn þekktra einstaklinga úr opinberu lífi og það er ekki auðvelt að finna slíkar konur fyrr en undir lok 19. aldar. Konur eru því mun sýnilegri í þriðja bindi Sögueyjunnar, sem nær frá lokum 19. aldar fram til dagsins í dag, en í fyrri bindum verksins. Þar með er auðvitað ekki sagt að sú saga sem greint er frá í Sögueyju 1 og 2 hafi ekkert með konur að gera. Frásögn bókanna er að miklu leyti lýsing á kjörum íslenskrar alþýðu enda er margoft talað um Íslendinga, landsmenn, mannlíf o.s.frv. Ég lít svo á að konur jafnt sem karlar falli undir þau hugtök og því sé að verulegu leyti um heildarsögu þeirra að ræða. Myndefni bókarinnar styrkir ennfremur þann skilning að um sé að ræða sögu beggja kynja. Þá fjalla ég um tiltekna hópa í kafla sem gerir einkum grein fyrir uppbyggingu samfélagsins með tilliti til auðs, valda og tækifæra. Þar fjalla ég sérstaklega um hlut kvenna enda var staða þeirra nokkuð þröngt skilgreind fyrr á tíð. Leyfði ég mér að setja þann kaflahluta í atriðisorðaskrá undir hugtakinu „konur“ svo að nemendur ættu auðveldara með að finna umfjöllun sem ætti sérstaklega við um þær. Ekki vegna þess að ég líti niður á konur eins og marka má af gagnrýni skýrslunnar heldur til að gera nemendum kleift að fletta upp á lýsingu á stöðu kvenna á miðöldum. Viðkomandi færsla í atriðisorðaskrá var sett inn þar sem mér er staða kvenna hugleikin og á ég ekki von á öðru en svo sé einnig um kennara og nemendur. Því fylgir ábyrgð og töluvert vald að reka opinbera stofnun sem Jafnréttisstofu og því hlýtur maður að gera þá kröfu að vandað sé til rannsókna á vegum hennar. Á það ekki hvað síst við þegar viðkomandi stofnun kýs að blása í herlúðra í fjölmiðlum. Fyrir mér byggist jafnrétti í söguritun ekki á því að nafngreina fólk heldur að lýsa sem best aðstæðum almennings og gildir þá einu hvort um karlmenn eða kvenmenn sé að ræða. Samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu liggur jafnréttið í því að nafngreina þekkt fólk en það er fjarri mínum jafnréttishugmyndum. Að þessu sögðu vil ég geta þess að þrátt fyrir að alvarlegir annmarkar séu á skýrslu Jafnréttisstofu hefur hún vakið mig betur til vitundar um nauðsyn þess að gera konur sem sýnilegastar í söguritun þó oft sé þar erfitt um vik. Það er t.d. sjálfsagt að segja „landnámshjónin Ingólfur og Hallveig“ í stað þess að nafngreina Ingólf einan. Þess má geta að bækur mínar verða teknar til endurskoðunar eins og aðrar bækur sem Námsgagnastofnun hefur að undanförnu gefið út fyrir miðstig í samfélagsfræði í þeim tilgangi að kanna hvort á einhvern hátt megi rétta hlut kynjanna án þess að breyta okkar bestu vitneskju um söguna. En það er mikilvægt að hafa í huga að í yfirlitsritum um sögu landsins er takmarkað rými til umfjöllunar um nafngreindar persónur. Slíkt er frekar hægt í bókum sem taka fyrir afmörkuð efni eða tímabil. Er sjálfsagt að draga hlut kvenna betur fram í dagsljósið með þeim hætti auk þess sem auka mætti við ítarefni sögubókanna. Ég lagði mikinn metnað í ritun Sögueyjunnar og hafði það að leiðarljósi að skrifa sögu þjóðar en ekki einstaklinga. Mér þykir sárt að horfa upp á bækur mínar dæmdar með þeim hætti sem gert er í skýrslu Jafnréttisstofu og í sumum fjölmiðlum. Mér þætti vænt um ef þeir sem um bækur mínar fjalla litu á efnið á málefnalegan hátt og miði frekar við innihald og anda bókanna en talningu á mannanöfnum. Þá gagnrýni sem til þessa hefur fram komið tel ég ómaklega og úr öllu samhengi við efni Sögueyjubókanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þessi grein er framhald á fyrri umfjöllun minni um gagnrýni Jafnréttisstofu vegna námsbóka í sögu. Í síðustu grein sýndi ég fram á að bækur mínar, Sögueyjan, eru skrifaðar í anda aðalnámskrár en hér mun ég leitast við að bregðast við einstökum þáttum gagnrýninnar. Í kennsluleiðbeiningum Sögueyjunnar er gerð grein fyrir fyrsta hefti með eftirfarandi hætti en sú lýsing á einnig við næstu hefti á eftir að því undanskildu að þar er ekki fjallað um miðaldir: „Í bókinni er leitast við að draga upp megineinkenni og átakalínur í samfélaginu á hverjum tíma fyrir sig. Efnið er fléttað saman með þeim hætti að nemendur fái tilfinningu fyrir framvindu sögunnar um leið og þeir átti sig á samhengi tiltekinna samfélagsþátta. Aðalatriðið er að veita skýra innsýn í samfélag miðalda þar sem nemendur geta áttað sig á lífsskilyrðum almennings og ólíku hlutskipti landsmanna varðandi auð og völd. Einstakir atburðir, ártöl og mannanöfn, skipta því tiltölulega litlu máli einir og sér. Hér er sú leið valin að skilgreina einstaka þætti sögunnar og setja þá í samhengi við samfélagslega þróun.“ Ég komst auðvitað ekki hjá því að nefna áberandi gerendur sögunnar á nafn og þar er einkum um karla að ræða en þeir höfðu langtum betri tækifæri til að gera sig gildandi í karlasamfélagi fyrri alda en konur. Af þeim sökum nefni ég karlmenn á borð við Snorra Sturluson og Jón Sigurðsson. Þar til viðbótar nafngreindi ég fólk í svokölluðum kveikjusögum sem eru sviðsettar frásagnir í upphafi hvers kafla en hlutverk þeirra er að draga meginefni kaflans saman í sterka myndræna frásögn sem gefur nemendum forsmekkinn að umfjöllun kaflans. Má nefna sem dæmi frásögnina af Grundarbardaga. Bardaginn sjálfur skiptir ekki meginmáli heldur sú staðreynd að þar fóru tveir valdamenn, annar íslenskur en hinn útlendur, saman til skattheimtu og þóttu harðdrægir í aðgerðum sínum. Það var í þágu frásagnarinnar að nafngreina þá en megintilgangur kveikjunnar var að draga saman með myndrænum hætti hvernig valdamenn hegðuðu sér og að innlent vald var ekki endilega hagstæðara Íslendingum en erlent. Í þessu samhengi skipti nafn Helgu á Grund litlu máli og kemur það mér sannast sagna í opna skjöldu að vera sakaður um þöggun með því að nefna hana ekki á nafn. Í annarri kveikju segi ég frá drápi Snorra Sturlusonar en henni er ætlað að varpa ljósi á ofbeldi og valdabaráttu höfðingja á Sturlungaöld. Þar sá ég ástæðu til að vísa beint í Sturlungu til að gefa nemendum sýnishorn af tilþrifaríkum miðaldafrásögnum. Í þessari stuttu tilvitnun eru nafngreindir fimm karlmenn sem skipta engu sérstöku máli í sjálfu sér en ekki hefði farið vel á því að fella nöfn þeirra niður. Sú niðurstaða skýrslunnar að konur séu mun færri en karlar í atriðisorðaskrá fyrstu tveggja binda Sögueyjunnar er hárrétt, en ástæðan er hreint ekki sú að ég hafi viljað halda konum utan sögunnar. Þar eru fyrst og fremst skráð nöfn þekktra einstaklinga úr opinberu lífi og það er ekki auðvelt að finna slíkar konur fyrr en undir lok 19. aldar. Konur eru því mun sýnilegri í þriðja bindi Sögueyjunnar, sem nær frá lokum 19. aldar fram til dagsins í dag, en í fyrri bindum verksins. Þar með er auðvitað ekki sagt að sú saga sem greint er frá í Sögueyju 1 og 2 hafi ekkert með konur að gera. Frásögn bókanna er að miklu leyti lýsing á kjörum íslenskrar alþýðu enda er margoft talað um Íslendinga, landsmenn, mannlíf o.s.frv. Ég lít svo á að konur jafnt sem karlar falli undir þau hugtök og því sé að verulegu leyti um heildarsögu þeirra að ræða. Myndefni bókarinnar styrkir ennfremur þann skilning að um sé að ræða sögu beggja kynja. Þá fjalla ég um tiltekna hópa í kafla sem gerir einkum grein fyrir uppbyggingu samfélagsins með tilliti til auðs, valda og tækifæra. Þar fjalla ég sérstaklega um hlut kvenna enda var staða þeirra nokkuð þröngt skilgreind fyrr á tíð. Leyfði ég mér að setja þann kaflahluta í atriðisorðaskrá undir hugtakinu „konur“ svo að nemendur ættu auðveldara með að finna umfjöllun sem ætti sérstaklega við um þær. Ekki vegna þess að ég líti niður á konur eins og marka má af gagnrýni skýrslunnar heldur til að gera nemendum kleift að fletta upp á lýsingu á stöðu kvenna á miðöldum. Viðkomandi færsla í atriðisorðaskrá var sett inn þar sem mér er staða kvenna hugleikin og á ég ekki von á öðru en svo sé einnig um kennara og nemendur. Því fylgir ábyrgð og töluvert vald að reka opinbera stofnun sem Jafnréttisstofu og því hlýtur maður að gera þá kröfu að vandað sé til rannsókna á vegum hennar. Á það ekki hvað síst við þegar viðkomandi stofnun kýs að blása í herlúðra í fjölmiðlum. Fyrir mér byggist jafnrétti í söguritun ekki á því að nafngreina fólk heldur að lýsa sem best aðstæðum almennings og gildir þá einu hvort um karlmenn eða kvenmenn sé að ræða. Samkvæmt skýrslu Jafnréttisstofu liggur jafnréttið í því að nafngreina þekkt fólk en það er fjarri mínum jafnréttishugmyndum. Að þessu sögðu vil ég geta þess að þrátt fyrir að alvarlegir annmarkar séu á skýrslu Jafnréttisstofu hefur hún vakið mig betur til vitundar um nauðsyn þess að gera konur sem sýnilegastar í söguritun þó oft sé þar erfitt um vik. Það er t.d. sjálfsagt að segja „landnámshjónin Ingólfur og Hallveig“ í stað þess að nafngreina Ingólf einan. Þess má geta að bækur mínar verða teknar til endurskoðunar eins og aðrar bækur sem Námsgagnastofnun hefur að undanförnu gefið út fyrir miðstig í samfélagsfræði í þeim tilgangi að kanna hvort á einhvern hátt megi rétta hlut kynjanna án þess að breyta okkar bestu vitneskju um söguna. En það er mikilvægt að hafa í huga að í yfirlitsritum um sögu landsins er takmarkað rými til umfjöllunar um nafngreindar persónur. Slíkt er frekar hægt í bókum sem taka fyrir afmörkuð efni eða tímabil. Er sjálfsagt að draga hlut kvenna betur fram í dagsljósið með þeim hætti auk þess sem auka mætti við ítarefni sögubókanna. Ég lagði mikinn metnað í ritun Sögueyjunnar og hafði það að leiðarljósi að skrifa sögu þjóðar en ekki einstaklinga. Mér þykir sárt að horfa upp á bækur mínar dæmdar með þeim hætti sem gert er í skýrslu Jafnréttisstofu og í sumum fjölmiðlum. Mér þætti vænt um ef þeir sem um bækur mínar fjalla litu á efnið á málefnalegan hátt og miði frekar við innihald og anda bókanna en talningu á mannanöfnum. Þá gagnrýni sem til þessa hefur fram komið tel ég ómaklega og úr öllu samhengi við efni Sögueyjubókanna.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun