Pistillinn: Aldrei gefast upp! Helga Margrét Þorsteinsdóttir skrifar 17. september 2011 07:00 Helga Margrét Þorsteinsdóttir Mynd/Arnþór Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp! Innlendar Pistillinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira
Þolinmæði þrautir vinnur allar. Þetta hefur mamma brýnt fyrir mér oft og mörgum sinnum. Lengi vel fannst mér þetta nú bara vera eitthvert innantómt raus í kellingunni og kannski skildi ég aldrei almennilega hvaða boðskapur felst í raun og veru í máltækinu. Núna er ég aftur á móti alltaf að átta mig betur og betur á því hvað þolinmæði er mikil dyggð. Með þolinmæðina og æðruleysið að vopni gefst maður aldrei upp, sama þó að á móti blási, og það kröftuglega. Að ná ekki settu marki er sárt. Þú verður fyrir vonbrigðum því þér mistókst. Það auðveldasta í stöðunni er að snúa baki við eigin draumum og löngunum, gefast upp á markmiðinu og setja þér nýtt markmið á einhverju öðru sviði. Ný markmið eru að sjálfsögðu af hinu góða en ef við gefumst alltaf upp á gömlu markmiðunum er hætt við að við náum aldrei neinum markmiðum. Það er ekki auðvelt að bíta á jaxlinn og halda áfram að vinna að gamla markmiðinu en ef að þig langar virkilega mikið að ná því er það klárlega þess virði. Þegar markmiðið svo loksins næst verður tilfinningin betri en þig hafði órað fyrir. Gömlu markmiðin verður þó að endurskoða reglulega og gott er að spyrja sjálfan sig hvers vegna markmiðið hefur ekki enn náðst. Þegar svarið við þeirri spurningu liggur fyrir er mikilvægt að gera ekki sömu vitleysuna aftur. Ég stend frammi fyrir þeirri leiðinlegu staðreynd að mér tókst ekki að ná lágmarki á Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum, sem er í fullum gangi þegar þetta er skrifað. Að ná lágmarkinu fyrir mótið hafði verið markmið hjá mér í langan tíma og niðurstaðan því eðlilega töluverð vonbrigði. Það auðveldasta í stöðunni væri að fara í fýlu og gefast upp. En það ætla ég ekki að gera. Það er annað tækifæri eftir tvö ár, þá verður heimsmeistaramótið haldið í Moskvu og þar ætla ég að vera meðal keppenda. Í íþróttum er ekki tjaldað til einnar nætur og uppbyggingarstarfsemin getur tekið mörg ár þangað til settu marki er náð. Það gengur ekki alltaf vel og við því er ekkert að gera. Það eina sem við getum gert er að halda alltaf áfram – aldrei gefast upp!
Innlendar Pistillinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Fleiri fréttir Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Sjá meira