Heimsmet í endurvinnslu loforða 8. september 2011 06:00 Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Endurvinnsla er vinsælt orð í samtímanum. Yfirleitt lýtur það að ákalli um góða umgengni um umhverfið. En endurnýting loforða er hins vegar af öðrum toga og alls ekki óþekkt. Nú höfum við Íslendingar eignast heimsmeistara á þessu sviði. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hefur nú unnið þann titil með miklum sóma og sann, með endurvinnslu á loforðagaspri um atvinnusköpun sem bíði okkar handan við hornið. Grein hennar hér í Fréttablaðinu 7. september innsiglar þann titil með rækilegum og óumdeilanlegum hætti. Í greininni setur forsætisráðherra fram enn á ný loforðin um betri tíð og blóm í haga; með þúsundum starfa í þokkabót. Og til þess að tryggja að hún slái hin fyrri met sín er gripið til margföldunartöflunnar í stað samlagningarinnar. Í ræðu sinni við upphaf þings á dögunum lofaði forsætisráðherra nefnilega 7 þúsund störfum. Í Fréttablaðinu 7. september eru störfin orðin 14 þúsund með kurt og pí og kynnt þannig á forsíðu blaðsins. Tvisvar sinnum taflan í margfölduninni hefur gert sitt gagn. Fyrir hálfu ári var forsætisráðherra á ferðinni og sagði okkur að 2.200 til 2.300 störf yrðu sköpuð fljótlega. Þetta var talsvert hógværara en í októberlok í fyrra þegar ráðherrann lofaði okkur 3 til 5 þúsund störfum á nýju ári og að hagvöxtur skyldi ná 3 – 5%. Í mars árið 2009 mætti forsætisráðherra til Viðskiptaþings og sagði frá því að „nýjar tillögur í atvinnumálum ættu að skapa um 6 þúsund ársverk, þar af 2 þúsund störf í orkufrekum iðnaði“ og bætti svo við af hæversku sinni, „svo fátt eitt sé nefnt“ (!!) Og þessi loforð endurnýtti svo forsætisráðherrann á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins mánuði síðar. Endurvinnsla Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á loforðum um atvinnusköpun er hláleg. Þau hafa alltaf reynst innihaldslaus, eins og tölur um atvinnuleysi sýna, tölur um fækkun starfa staðfesta og fólksflóttinn úr landi undirstrikar svo ekki verður um villst.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar