Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 18. ágúst 2011 06:15 Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. Þegar lánadrottnarnir hafa tekið heimilin af fólkinu og hrakið það út á götuna eru einu úrræðin að fara á leigumarkað til lengri tíma. Þetta hefur orsakað stóraukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Lítið framboð á leiguhúsnæði hefur aftur á móti valdið því að leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur rokið upp langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Nú kemur í ljós að lánadrottnarnir hafa haft áhrif á húsaleiguverð með því að láta íbúðir standa tómar þannig að framboð hefur verið af afar skornum skammti. Þeir hafa þannig haft óeðlileg áhrif á leigumarkaðinn. Þeim er alveg sama þótt margar fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og séu nánast á götunni. Lánadrottnunum er líka slétt sama þó fjölskyldur sem höfðu ekki efni á mánaðarlegum afborgunum af eigin húsnæði þurfi að borga hærri upphæð á mánuði fyrir leiguhúsnæði. Ég sá nýlega 79 fm 2ja herb. íbúð auglýsta til leigu á 220.000 kr.á mánuði. Nú þegar komist hefur upp um leikinn taka stjórnvöld loksins við sér og ætla að gera eitthvað í málinu. Það á að stórauka framboð á leiguhúsnæði en það á ekki að rétta hlut þeirra sem sitja uppi með stökkbreytta húsaleigu. Leigjenda sem margir hverjir eru nýbúnir að missa íbúðarhúsnæði sitt vegna stökkbreyttra lána. Markaðurinn á að ráða og þar stjórna peningaöflin leikreglunum eins og áður. Sjálfur velferðarráðherrann og jafnaðarmaðurinn Guðbjartur Hannesson vill ekki trufla skekktan markaðinn. Guðbjartur sagði í fréttum að þó að íbúðir ríkisins færu á leigumarkað ætti ekki að lækka húsaleiguna. Markaðurinn ætti að ráða húsaleigunni. „Ég trúi þessu ekki, Gutti, hvers vegna ætlarðu ekki að leigja þessar íbúðir út á sanngjörnu verði?” Skekkt framboð og eftirspurn eiga að ráða húsaleiguverði. Velferðarráðherrann hefur aftur á móti lausn á málinu. „Aumingjavæðinguna”. Það á að borga þessu fólki bætur. Það á ekki að hafa áhrif á þá sem eru ennþá einu sinni að „gambla” á kostnað almennings. Búa til óréttlátar leikreglur sér í hag á kostnað fólksins. Nei, það á að sætta sig við óréttlætið og greiða fórnarlömbunum bætur. Allt til að viðhalda óréttlátu peningakerfi sem peningaöflin stjórna. Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins, enn og aftur. Fer þessi þjóð ekki að fá nóg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jæja, þá vitum við hverjum íslenskar fjölskyldur sem misst hafa heimili sín og hrakist út á leigumarkaðinn eiga að þakka stökkbreytta húsaleigu á íbúðarhúsnæði. Bankarnir sitja á rúmlega 700 íbúðum og um 1.350 íbúðir eru á bókum íbúðalánasjóðs. Þessar íbúðir hafa lánadrottnarnir eignast vegna vanskila á lánum eigendanna og eru heimili fólks sem lent hefur í skuldavanda þar á meðal. Þegar lánadrottnarnir hafa tekið heimilin af fólkinu og hrakið það út á götuna eru einu úrræðin að fara á leigumarkað til lengri tíma. Þetta hefur orsakað stóraukna eftirspurn eftir leiguhúsnæði. Lítið framboð á leiguhúsnæði hefur aftur á móti valdið því að leiguverð á íbúðarhúsnæði hefur rokið upp langt umfram það sem eðlilegt getur talist. Nú kemur í ljós að lánadrottnarnir hafa haft áhrif á húsaleiguverð með því að láta íbúðir standa tómar þannig að framboð hefur verið af afar skornum skammti. Þeir hafa þannig haft óeðlileg áhrif á leigumarkaðinn. Þeim er alveg sama þótt margar fjölskyldur séu í húsnæðisvanda og séu nánast á götunni. Lánadrottnunum er líka slétt sama þó fjölskyldur sem höfðu ekki efni á mánaðarlegum afborgunum af eigin húsnæði þurfi að borga hærri upphæð á mánuði fyrir leiguhúsnæði. Ég sá nýlega 79 fm 2ja herb. íbúð auglýsta til leigu á 220.000 kr.á mánuði. Nú þegar komist hefur upp um leikinn taka stjórnvöld loksins við sér og ætla að gera eitthvað í málinu. Það á að stórauka framboð á leiguhúsnæði en það á ekki að rétta hlut þeirra sem sitja uppi með stökkbreytta húsaleigu. Leigjenda sem margir hverjir eru nýbúnir að missa íbúðarhúsnæði sitt vegna stökkbreyttra lána. Markaðurinn á að ráða og þar stjórna peningaöflin leikreglunum eins og áður. Sjálfur velferðarráðherrann og jafnaðarmaðurinn Guðbjartur Hannesson vill ekki trufla skekktan markaðinn. Guðbjartur sagði í fréttum að þó að íbúðir ríkisins færu á leigumarkað ætti ekki að lækka húsaleiguna. Markaðurinn ætti að ráða húsaleigunni. „Ég trúi þessu ekki, Gutti, hvers vegna ætlarðu ekki að leigja þessar íbúðir út á sanngjörnu verði?” Skekkt framboð og eftirspurn eiga að ráða húsaleiguverði. Velferðarráðherrann hefur aftur á móti lausn á málinu. „Aumingjavæðinguna”. Það á að borga þessu fólki bætur. Það á ekki að hafa áhrif á þá sem eru ennþá einu sinni að „gambla” á kostnað almennings. Búa til óréttlátar leikreglur sér í hag á kostnað fólksins. Nei, það á að sætta sig við óréttlætið og greiða fórnarlömbunum bætur. Allt til að viðhalda óréttlátu peningakerfi sem peningaöflin stjórna. Virðingin er skúrkanna, niðurlægingin fólksins, enn og aftur. Fer þessi þjóð ekki að fá nóg?
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun