Fréttaskýring: Norðlingaalda og neðri hluti Þjórsár munu valda deilum 8. ágúst 2011 08:30 Verði af virkjunum í neðri hluta Þjórsár mun vatnsrennslið um Urriðafoss minnka umtalsvert. Virkjanirnar eru á skipulagi en ekki er búið að sækja um framkvæmdaleyfi.fréttablaðið/anton Mun nást sátt um rammaáætlun? Unnið er að tillögu til þingsályktunar í iðnaðarráðuneytinu um hvernig kostir í rammaáætluninni verða flokkaðir. Um þrjá flokka er að ræða: virkjanakosti, verndunarkosti og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn falla þeir kostir sem ákveða á síðar hvernig verða nýttir; til verndunar eða virkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að von sé á þingsályktunartillögunni fyrir miðjan þennan mánuð. Tillagan byggir á áfangaskýrslu verkefnastjórnar um rammaáætlun, en hún kom út 6. júlí. Þar var að finna lista yfir 66 virkjanakosti sem nefndin telur nýtanlega. Það er síðan pólitísk ákvörðun að grisja þá kosti, ákveða hverja eigi að vernda og hverja nýta. Ljóst er að áherslumunur er á afstöðu stjórnarflokkanna tveggja. Samfylkingin hefur viljað setja fleiri kosti í flokk virkjanlegra, þá sé búið að leggja línurnar til lengri tíma og ljóst sé hvaða kostir verði nýttir í framtíðinni. Katrín hefur einmitt talað fyrir því að með rammaáætluninni náist sátt í þessum málum og deilum um einstaka virkjanakosti fækki. Það sé einfaldlega hluti af stefnumótun hvort virkja eigi á ákveðnu svæði eða ekki. Eitt af skilgreindum hlutverkum áætlunarinnar er að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboð er það viðhorf hins vegar sterkara að sá tímapunktur að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvaða svæði verði virkjuð sé einfaldlega ekki runninn upp. Þar á bæ vilja menn því frekar hafa virkjanlega kosti færri, en fjölga í staðinn þeim sem eru á biðlista. Þar er einnig ríkari vilji til verndunar svæða en innan Samfylkingarinnar. Þingsályktunin er, líkt og áður segir, á borði iðnaðarráðuneytisins. Efni hennar, það er raunverulegir flokkunarlistar, hafa ekki komið inn á borð þingflokkanna. Ljóst er hins vegar að ráðherrar iðnaðar og umhverfis hafa haft með sér samstarf í málinu. Þegar tillagan lítur dagsins ljós tekur við sex vikna umsagnarferli. Þar gefst öllum kostur á að tjá sig um efni hennar og koma athugasemdum á framfæri. Miðað við þá miklu gagnrýni sem vinnan við rammaáætlun hefur hlotið, má gera ráð fyrir því að athugasemdir verði fjölmargar. Það mun velta á því hvernig listi iðnaðarráðherra verður hvort tekst að koma honum í gegnum þingið, eftir að athugasemdafrestur almennings er liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það einkum tvö svæði sem standa munu í þingmönnum Vinstri grænna og raunar sumum Samfylkingarmönnum einnig: Þjórsárver og neðri hluti Þjórsár. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherrahefur lýst því yfir að stefnt sé að friðlýsingu Þjórsárvera. Það þýðir að Norðlingaölduveita er ekki lengur uppi á borði, nema að henni verði gjörbreytt. Ekkert liggur fyrir um slíkt á þessari stundu. Það verður hins vegar þrautin þyngri að sætta andstæð sjónarmið á þingi og ljóst er að fjölmargir stjórnarþingmenn eru andvígir virkjununum í Þjórsá og vilja auka við verndarsvæði áætlunarinnar. Það verður því pólitískur línudans að sætta þessi sjónarmið og slagurinn mun snúast um Þjórsárverin, og þar með Norðlingaölduveitu, og virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. kolbeinn@frettabladid.issvandís svavarsdóttirURRIÐAFOSSfréttablaðið/anton Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Mun nást sátt um rammaáætlun? Unnið er að tillögu til þingsályktunar í iðnaðarráðuneytinu um hvernig kostir í rammaáætluninni verða flokkaðir. Um þrjá flokka er að ræða: virkjanakosti, verndunarkosti og biðkosti. Í síðastnefnda flokkinn falla þeir kostir sem ákveða á síðar hvernig verða nýttir; til verndunar eða virkjunar. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að von sé á þingsályktunartillögunni fyrir miðjan þennan mánuð. Tillagan byggir á áfangaskýrslu verkefnastjórnar um rammaáætlun, en hún kom út 6. júlí. Þar var að finna lista yfir 66 virkjanakosti sem nefndin telur nýtanlega. Það er síðan pólitísk ákvörðun að grisja þá kosti, ákveða hverja eigi að vernda og hverja nýta. Ljóst er að áherslumunur er á afstöðu stjórnarflokkanna tveggja. Samfylkingin hefur viljað setja fleiri kosti í flokk virkjanlegra, þá sé búið að leggja línurnar til lengri tíma og ljóst sé hvaða kostir verði nýttir í framtíðinni. Katrín hefur einmitt talað fyrir því að með rammaáætluninni náist sátt í þessum málum og deilum um einstaka virkjanakosti fækki. Það sé einfaldlega hluti af stefnumótun hvort virkja eigi á ákveðnu svæði eða ekki. Eitt af skilgreindum hlutverkum áætlunarinnar er að skapa sátt um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboð er það viðhorf hins vegar sterkara að sá tímapunktur að ákveða í eitt skipti fyrir öll hvaða svæði verði virkjuð sé einfaldlega ekki runninn upp. Þar á bæ vilja menn því frekar hafa virkjanlega kosti færri, en fjölga í staðinn þeim sem eru á biðlista. Þar er einnig ríkari vilji til verndunar svæða en innan Samfylkingarinnar. Þingsályktunin er, líkt og áður segir, á borði iðnaðarráðuneytisins. Efni hennar, það er raunverulegir flokkunarlistar, hafa ekki komið inn á borð þingflokkanna. Ljóst er hins vegar að ráðherrar iðnaðar og umhverfis hafa haft með sér samstarf í málinu. Þegar tillagan lítur dagsins ljós tekur við sex vikna umsagnarferli. Þar gefst öllum kostur á að tjá sig um efni hennar og koma athugasemdum á framfæri. Miðað við þá miklu gagnrýni sem vinnan við rammaáætlun hefur hlotið, má gera ráð fyrir því að athugasemdir verði fjölmargar. Það mun velta á því hvernig listi iðnaðarráðherra verður hvort tekst að koma honum í gegnum þingið, eftir að athugasemdafrestur almennings er liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru það einkum tvö svæði sem standa munu í þingmönnum Vinstri grænna og raunar sumum Samfylkingarmönnum einnig: Þjórsárver og neðri hluti Þjórsár. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherrahefur lýst því yfir að stefnt sé að friðlýsingu Þjórsárvera. Það þýðir að Norðlingaölduveita er ekki lengur uppi á borði, nema að henni verði gjörbreytt. Ekkert liggur fyrir um slíkt á þessari stundu. Það verður hins vegar þrautin þyngri að sætta andstæð sjónarmið á þingi og ljóst er að fjölmargir stjórnarþingmenn eru andvígir virkjununum í Þjórsá og vilja auka við verndarsvæði áætlunarinnar. Það verður því pólitískur línudans að sætta þessi sjónarmið og slagurinn mun snúast um Þjórsárverin, og þar með Norðlingaölduveitu, og virkjanirnar í neðri hluta Þjórsár. kolbeinn@frettabladid.issvandís svavarsdóttirURRIÐAFOSSfréttablaðið/anton
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira