Sextán spor eftir bit Rottweiler-hunds 5. ágúst 2011 07:30 Slösuð - Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir hrottalega árás hundsins á hana. Rottweiler er ein þeirra hundategunda sem þarf að aga, ella getur farið illa. Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir að Rottweiler-hundur réðst á hana í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld. Faðir stúlkunnar, Ingi Þór Þórisson, segir hana felmtri slegna eftir árásina. Stúlkan var úti að ganga með tveimur vinkonum sínum í nýja hverfinu í Innri-Njarðvík eftir kvöldmat í fyrrakvöld. „Þær mættu konu með hund í bandi,“ lýsir Ingi Þór atvikinu. „Hún virtist ekki ráða við hann en sagði við stelpurnar að þær skyldu vera alveg rólegar, þetta væri allt í lagi. Stelpurnar litu engu að síður við til að fullvissa sig um að þeim stafaði engin hætta af hundinum, en þá skipti engum togum að hann var búinn að rífa sig lausan og kom æðandi til þeirra.“ Að sögn Inga Þórs stökk hundurinn fyrst á vinkonu dóttur hans en náði ekki að bíta hana. Því næst réðst hann á dóttur hans, glefsaði fyrst í fótinn á henni og beit hana svo í handlegginn. Það bjargaði því að ekki fór verr að maður í raðhúsalengju í næsta nágrenni heyrði ópin í stúlkunum og þaut út um leið og hann kallaði til stúlknanna. Við það kom hik á hundinn og gátu þær notað tækifærið og þotið inn í húsið, ásamt manninum. Hann rétt náði að skella hurðinni áður en hundurinn kom þjótandi og henti sér á hana. Eigandi hans var þá á bak og burt. Stúlkan sem fyrir árásinni varð var tafarlaust flutt undir læknishendur, þar sem tveir læknar þurftu að sauma sextán spor á og við olnboga hennar til að loka bitsárunum. Hún er enn undir eftirliti læknis. Lögreglunni var gert viðvart um árás hundsins og hafði hún fljótlega uppi á honum og tók hann í sína vörslu. Honum hefur nú verið lógað. „Dóttir mín slasaðist ekki bara á líkama heldur einnig á sálinni,“ segir Ingi Þór. „Hún svaf eiginlega ekkert nóttina eftir árásina og er mjög skelkuð ennþá.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira
Rottweiler er ein þeirra hundategunda sem þarf að aga, ella getur farið illa. Sauma þurfti sextán spor í handlegg tólf ára stúlku eftir að Rottweiler-hundur réðst á hana í Innri-Njarðvík í fyrrakvöld. Faðir stúlkunnar, Ingi Þór Þórisson, segir hana felmtri slegna eftir árásina. Stúlkan var úti að ganga með tveimur vinkonum sínum í nýja hverfinu í Innri-Njarðvík eftir kvöldmat í fyrrakvöld. „Þær mættu konu með hund í bandi,“ lýsir Ingi Þór atvikinu. „Hún virtist ekki ráða við hann en sagði við stelpurnar að þær skyldu vera alveg rólegar, þetta væri allt í lagi. Stelpurnar litu engu að síður við til að fullvissa sig um að þeim stafaði engin hætta af hundinum, en þá skipti engum togum að hann var búinn að rífa sig lausan og kom æðandi til þeirra.“ Að sögn Inga Þórs stökk hundurinn fyrst á vinkonu dóttur hans en náði ekki að bíta hana. Því næst réðst hann á dóttur hans, glefsaði fyrst í fótinn á henni og beit hana svo í handlegginn. Það bjargaði því að ekki fór verr að maður í raðhúsalengju í næsta nágrenni heyrði ópin í stúlkunum og þaut út um leið og hann kallaði til stúlknanna. Við það kom hik á hundinn og gátu þær notað tækifærið og þotið inn í húsið, ásamt manninum. Hann rétt náði að skella hurðinni áður en hundurinn kom þjótandi og henti sér á hana. Eigandi hans var þá á bak og burt. Stúlkan sem fyrir árásinni varð var tafarlaust flutt undir læknishendur, þar sem tveir læknar þurftu að sauma sextán spor á og við olnboga hennar til að loka bitsárunum. Hún er enn undir eftirliti læknis. Lögreglunni var gert viðvart um árás hundsins og hafði hún fljótlega uppi á honum og tók hann í sína vörslu. Honum hefur nú verið lógað. „Dóttir mín slasaðist ekki bara á líkama heldur einnig á sálinni,“ segir Ingi Þór. „Hún svaf eiginlega ekkert nóttina eftir árásina og er mjög skelkuð ennþá.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Áfall fyrir RIFF Innlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Fleiri fréttir Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Sjá meira