SÞ dreifir matvælum til hungraðra barna í Sómalíu 28. júlí 2011 09:15 Hin fimm ára Farhiya Abdulkadir er meðal þeirra þúsunda barna sem búa nú við mikinn skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú hafið flutning á matvælum til vannærðra barna í Sómalíu. Mynd/ap Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. WFP telur að um 11,3 milljónir manna séu hjálparþurfi á landamærum Sómalíu, Keníu og Eþíópíu, en þar hefur orðið uppskerubrestur og búfé drepist í verstu þurrkum sem orðið hafa á svæðinu í sextíu ár. Alls fluttu WFP um tíu tonn af næringarbættu hnetumauki til Mogadisjú, höfuðborgar Sómalíu, í gær, en sá skammtur ætti að nægja til að hjálpa um 3.500 vannærðum börnum í einn mánuð. Ástandið er verst í Sómalíu þar sem borgarastyrjöld hefur hamlað hjálparstarfi. Skæruliðahópurinn al-Shahab hefur til dæmis meinað WFP að starfa á svæðum sem lúta þeirra stjórn. Rauði krossinn hefur þó fengið að athafna sig á öllum svæðum. Hundruð þúsunda sem eru hjálparþurfi í suðurhluta Sómalíu hafa flúið heimkynni sín og leitað til höfuðborgarinnar eða suður yfir landamærin til Keníu þar sem eru nú fjölmennustu flóttamannabúðir heims. Chaliss McDonough, talskona WFP, segir að fleiri sendingar séu fyrirhugaðar á næstu vikum þar sem mikið ríði á. Um átján þúsund sómalísk börn þjást þegar af vannæringu og er óttast að sú tala geti hækkað upp í 25 þúsund innan tíðar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig hafið bólusetningarátak á flóttamannasvæðunum og vonast til að geta bólusett yfir 300 þúsund börn á næstu tveimur vikum til að koma í veg fyrir að smitpestir líkt og bólusótt og mislingar brjótist út, en börnin munu einnig fá vítamín og ormalyf. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það takmark að safna 180 milljörðum króna til hjálparstarfsins á næstu 12 mánuðum, en söfnunar-átak meðal almennings hér á landi hefur gengið vonum framar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa tugir milljóna þegar safnast hjá UNICEF á Íslandi, Rauða krossinum, Barnaheill og Hjálparstarfi kirkjunnar. Í tilkynningu frá UNICEF í gær kom fram að hátt í nítján milljónir hefðu safnast til styrktar málefninu og alls hefðu hátt í sjö þúsund einstaklingar látið fé af hendi rakna. Sú upphæð jafngildir nær 300 þúsund skömmtum af næringarbættu hnetumauki fyrir vannærð börn. Enn er tekið við framlögum og má finna upplýsingar um styrktar-símanúmer á heimasíðum ofangreindra samtaka og stofnanna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. WFP telur að um 11,3 milljónir manna séu hjálparþurfi á landamærum Sómalíu, Keníu og Eþíópíu, en þar hefur orðið uppskerubrestur og búfé drepist í verstu þurrkum sem orðið hafa á svæðinu í sextíu ár. Alls fluttu WFP um tíu tonn af næringarbættu hnetumauki til Mogadisjú, höfuðborgar Sómalíu, í gær, en sá skammtur ætti að nægja til að hjálpa um 3.500 vannærðum börnum í einn mánuð. Ástandið er verst í Sómalíu þar sem borgarastyrjöld hefur hamlað hjálparstarfi. Skæruliðahópurinn al-Shahab hefur til dæmis meinað WFP að starfa á svæðum sem lúta þeirra stjórn. Rauði krossinn hefur þó fengið að athafna sig á öllum svæðum. Hundruð þúsunda sem eru hjálparþurfi í suðurhluta Sómalíu hafa flúið heimkynni sín og leitað til höfuðborgarinnar eða suður yfir landamærin til Keníu þar sem eru nú fjölmennustu flóttamannabúðir heims. Chaliss McDonough, talskona WFP, segir að fleiri sendingar séu fyrirhugaðar á næstu vikum þar sem mikið ríði á. Um átján þúsund sómalísk börn þjást þegar af vannæringu og er óttast að sú tala geti hækkað upp í 25 þúsund innan tíðar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig hafið bólusetningarátak á flóttamannasvæðunum og vonast til að geta bólusett yfir 300 þúsund börn á næstu tveimur vikum til að koma í veg fyrir að smitpestir líkt og bólusótt og mislingar brjótist út, en börnin munu einnig fá vítamín og ormalyf. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það takmark að safna 180 milljörðum króna til hjálparstarfsins á næstu 12 mánuðum, en söfnunar-átak meðal almennings hér á landi hefur gengið vonum framar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa tugir milljóna þegar safnast hjá UNICEF á Íslandi, Rauða krossinum, Barnaheill og Hjálparstarfi kirkjunnar. Í tilkynningu frá UNICEF í gær kom fram að hátt í nítján milljónir hefðu safnast til styrktar málefninu og alls hefðu hátt í sjö þúsund einstaklingar látið fé af hendi rakna. Sú upphæð jafngildir nær 300 þúsund skömmtum af næringarbættu hnetumauki fyrir vannærð börn. Enn er tekið við framlögum og má finna upplýsingar um styrktar-símanúmer á heimasíðum ofangreindra samtaka og stofnanna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira