SÞ dreifir matvælum til hungraðra barna í Sómalíu 28. júlí 2011 09:15 Hin fimm ára Farhiya Abdulkadir er meðal þeirra þúsunda barna sem búa nú við mikinn skort á þurrkasvæðunum í Austur-Afríku. Sameinuðu þjóðirnar hafa nú hafið flutning á matvælum til vannærðra barna í Sómalíu. Mynd/ap Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. WFP telur að um 11,3 milljónir manna séu hjálparþurfi á landamærum Sómalíu, Keníu og Eþíópíu, en þar hefur orðið uppskerubrestur og búfé drepist í verstu þurrkum sem orðið hafa á svæðinu í sextíu ár. Alls fluttu WFP um tíu tonn af næringarbættu hnetumauki til Mogadisjú, höfuðborgar Sómalíu, í gær, en sá skammtur ætti að nægja til að hjálpa um 3.500 vannærðum börnum í einn mánuð. Ástandið er verst í Sómalíu þar sem borgarastyrjöld hefur hamlað hjálparstarfi. Skæruliðahópurinn al-Shahab hefur til dæmis meinað WFP að starfa á svæðum sem lúta þeirra stjórn. Rauði krossinn hefur þó fengið að athafna sig á öllum svæðum. Hundruð þúsunda sem eru hjálparþurfi í suðurhluta Sómalíu hafa flúið heimkynni sín og leitað til höfuðborgarinnar eða suður yfir landamærin til Keníu þar sem eru nú fjölmennustu flóttamannabúðir heims. Chaliss McDonough, talskona WFP, segir að fleiri sendingar séu fyrirhugaðar á næstu vikum þar sem mikið ríði á. Um átján þúsund sómalísk börn þjást þegar af vannæringu og er óttast að sú tala geti hækkað upp í 25 þúsund innan tíðar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig hafið bólusetningarátak á flóttamannasvæðunum og vonast til að geta bólusett yfir 300 þúsund börn á næstu tveimur vikum til að koma í veg fyrir að smitpestir líkt og bólusótt og mislingar brjótist út, en börnin munu einnig fá vítamín og ormalyf. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það takmark að safna 180 milljörðum króna til hjálparstarfsins á næstu 12 mánuðum, en söfnunar-átak meðal almennings hér á landi hefur gengið vonum framar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa tugir milljóna þegar safnast hjá UNICEF á Íslandi, Rauða krossinum, Barnaheill og Hjálparstarfi kirkjunnar. Í tilkynningu frá UNICEF í gær kom fram að hátt í nítján milljónir hefðu safnast til styrktar málefninu og alls hefðu hátt í sjö þúsund einstaklingar látið fé af hendi rakna. Sú upphæð jafngildir nær 300 þúsund skömmtum af næringarbættu hnetumauki fyrir vannærð börn. Enn er tekið við framlögum og má finna upplýsingar um styrktar-símanúmer á heimasíðum ofangreindra samtaka og stofnanna. thorgils@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Matvælahjálp Sameinuðu þjóðanna (WFP) hóf í gær dreifingu á matvælum til bágstaddra á þurrkasvæðunum í austanverðri Afríku. WFP telur að um 11,3 milljónir manna séu hjálparþurfi á landamærum Sómalíu, Keníu og Eþíópíu, en þar hefur orðið uppskerubrestur og búfé drepist í verstu þurrkum sem orðið hafa á svæðinu í sextíu ár. Alls fluttu WFP um tíu tonn af næringarbættu hnetumauki til Mogadisjú, höfuðborgar Sómalíu, í gær, en sá skammtur ætti að nægja til að hjálpa um 3.500 vannærðum börnum í einn mánuð. Ástandið er verst í Sómalíu þar sem borgarastyrjöld hefur hamlað hjálparstarfi. Skæruliðahópurinn al-Shahab hefur til dæmis meinað WFP að starfa á svæðum sem lúta þeirra stjórn. Rauði krossinn hefur þó fengið að athafna sig á öllum svæðum. Hundruð þúsunda sem eru hjálparþurfi í suðurhluta Sómalíu hafa flúið heimkynni sín og leitað til höfuðborgarinnar eða suður yfir landamærin til Keníu þar sem eru nú fjölmennustu flóttamannabúðir heims. Chaliss McDonough, talskona WFP, segir að fleiri sendingar séu fyrirhugaðar á næstu vikum þar sem mikið ríði á. Um átján þúsund sómalísk börn þjást þegar af vannæringu og er óttast að sú tala geti hækkað upp í 25 þúsund innan tíðar. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) hefur einnig hafið bólusetningarátak á flóttamannasvæðunum og vonast til að geta bólusett yfir 300 þúsund börn á næstu tveimur vikum til að koma í veg fyrir að smitpestir líkt og bólusótt og mislingar brjótist út, en börnin munu einnig fá vítamín og ormalyf. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett sér það takmark að safna 180 milljörðum króna til hjálparstarfsins á næstu 12 mánuðum, en söfnunar-átak meðal almennings hér á landi hefur gengið vonum framar. Eins og fram kom í Fréttablaðinu í gær hafa tugir milljóna þegar safnast hjá UNICEF á Íslandi, Rauða krossinum, Barnaheill og Hjálparstarfi kirkjunnar. Í tilkynningu frá UNICEF í gær kom fram að hátt í nítján milljónir hefðu safnast til styrktar málefninu og alls hefðu hátt í sjö þúsund einstaklingar látið fé af hendi rakna. Sú upphæð jafngildir nær 300 þúsund skömmtum af næringarbættu hnetumauki fyrir vannærð börn. Enn er tekið við framlögum og má finna upplýsingar um styrktar-símanúmer á heimasíðum ofangreindra samtaka og stofnanna. thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent